Undirgefni, woke-ismi og hugarfar þrælsins

Skilgreiningin á þræl er hann er ófrjáls. Sá sem er þræll þarf að sýna eiganda sínum undirgefni - annars væri hann ekki þræll.

Að krjúpa á kné er trúartjáning mótmælanna sem kennd eru við svört líf skipa máli. Kristnir eru vanir að krjúpa fyrir almættinu, múslímar ganga lengra og fara á bæði hnén í lotningu fyrir Allah. Á miðöldum krupu menn fyrir konungum.

Knésetning er tjáning á undirgefni. En svört líf skipta máli á að heita krafa um mannlega virðingu óháð hörundslit. Fyrir hverju er kropið?

Stjórnmálheimspekingurinn John Gray segir sjálfsfyrirlitningu rauðan þráð í mótmælahreyfingunni.  

Á ensku er sögnin ,,woke" notuð um þá sem næmir eru á óréttlæti. Þeir næmu sjá félagslegt óréttlæti í náttúrulegum fyrirbrigðum, eins og þeim að fólk fæðist með ólíkan hörundslit og eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Önnur andstyggð þeirra næmu er náttúrulegt loftslag - og þess vegna var búin til hugmyndin um manngert veðurfar. Gagngert í tilgangi sjálfspíningar. Maðurinn ber ábyrgð loftslaginu, sem verður sífellt verra, og skömmin er mín og þín.

Ungt fólk á vesturlöndum er ginnkeypt fyrir ,,woke-isma". Þeir sem fá gæðalíf án þess að dýfa hendi í kalt vatn vita ekki hvernig lífsgæði verða til. Undir  niðri er hugboð um að lífsgæðin séu óverðskulduð. Hugboðið ýtir undir skömm, að maður sé óverðugur gæðanna. Skömmin er eitt einkenni þeirra sem stunda sjálfspíningu.

Lækningin við sjálfspíningunni er að átta sig á að maður velur ekki eign fæðingu. Maður fæðist þeldökkur, hvítur, brúnn eða gulur, ýmist karl eða kona. Ekkert val þar. En maður hefur val um hvað skal gert við lífið sem fékkst ókeypis.

Eitt val er hugarfar þrælsins, sem á engan húsbónda, en krýpur fyrir kjaftæði og tileinkar sér ímyndaða skömm. Annað val er að standa teinréttur og hugsa sjálfstætt.


mbl.is Þrælafrídagurinn gerður opinber í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband