Bruni, dauði og sendiráðsmaðurinn

Íslenskir fjölmiðlar tengja ,,sendiráðsmann" við eld í fjölbýlishúsi steinsnar frá rússneska sendiráðinu þar sem þrír létust og tveir eru á gjörgæslu.

Í frétt mbl.is um dularfulla ,,sendiráðsmanninn" segir: 

Rúss­neska sendi­ráðið óskaði eft­ir aðstoð lög­reglu vegna manns sem lét ófriðlega við sendi­ráðið í dag. Ásgeir Þór Ásgeirs­son yf­ir­lög­regluþjónn seg­ir ekki hægt að staðfesta neitt um tengsl hans við brun­ann...

Sendiráðsmenn njóta friðhelgi. Almennt kalla sendiráð ekki eftir aðstoð lögreglu til að skikka eigið fólk. Texti fréttarinnar gefur einnig til kynna að sá sem lét ófriðlega við sendiráðið sé óviðkomandi sendiráðinu.

Fjölmiðlar eiga ekki að búa til æsifréttir úr harmleik.


mbl.is Þrír látnir eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

A blaðamannafundi slökkviliðs og lögreglu í dag kom fram að umræddur maður hefði verið búsettur þar sem eldurinn kom upp, væri grunaður um íkveikju og hefði í dag verið úrskurðarður í gæsluvarðhald.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2020 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband