Ragnar Þór hótar almenningi

Ragnar Þór formaður VR hótar að gera vonda stöðu efnahagslífsins verri með verkföllum og leiðindum í vetur.

Harður ,,verkalýðsvetur" þýðir verri lífskjör, aukið atvinnuleysi og minni hagvöxtur.

Fyrr á tíð var markmið verkalýðshreyfingarinnar að bæta lífskjör.


mbl.is Boðar harðan verkalýðsvetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kóvit og kostir smárra samfélaga

Seinni bylgja COVID-19 farsóttarinnar er yfirvofandi í stórríkjum eins og Bretlandi og Þýskalandi, er haft eftir þarlendum sérfræðingum. Bæði ríkin tóku upp róttækar aðgerðir, þó ekki eins harkalegar og í sumum Asíu-ríkjum, og eru enn að losa um hömlur. Seinni bylgjan setur stjórnarfarið í uppnám. Á að loka eða leyfa veirunni að leika lausum hala?

Lítil samfélög, eins og Ísland, Færeyjar og Grænland, sýndu í fyrri bylgju farsóttarinnar að snögg viðbrögð en væg eru farsælust, bæði fyrir heilbrigði og efnahagsbúskap. Stórríkin hafa ekki þann munað. Sjálfkrafa eru viðbrögðin bæði hægari og víðtækari og langvinnari en meðal smáríkja.

Kostir smæðarinnar vilja oft gleymast.


mbl.is Faraldurinn á enn eftir að ná hámarki víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband