Frjálsi dópistinn og samfélagið

Áfengi er þannig vara, er sagt, að ef hún væri fundin upp núna yrði óðara sett á áfengisbann. En ein af staðreyndum lífsins er að áfengi hefur fylgt manninum að minnsta kosti jafn lengi og hann hefur haft fasta búsetu, líklega lengur.

Önnur efni, s.s. kannabis, eru ekki með sama þegnrétt og áfengi í menningunni. Þau eru ólögleg.

Fíkn, í merkingunni óhófleg neysla og nær ósjálfráð löngun í óhollustu, er manninum eðlislæg. Það gildir m.a. um mat, tölvuleiki, tóbaksnotkun og áfengi.  

Maðurinn hefur frelsi til að vinna sjálfum sér mein með óhollustu, er viðkvæði frjálshyggjumanna, sem vilja lögleiða fíkniefni sem nú eru ólögleg. Sömu rök eru gjarnan notuð um lögleiðingu vændis. Ef framboðið er af fúsum og frjálsum vilja og eftirspurnin einnig hvers vegna er athæfið ólöglegt?

Engum er vísað frá heilbrigðisstofnun sem kemur þangað vegna fíknar, sama hvers eðlis fíkin er. Samfélagið rekur heilbrigðiskerfið. Við erum ekki spurð sem skattborgarar hvort við viljum greiða læknum og heilbrigðisstarfsfólki laun til að lækna mein sem frjálsir einstaklingar hafa unnið á sjálfum sér. Hvort heldur sá frjálsi dópaði sig eða reyndi misheppnað sjálfsvíg. Ekkert frelsi þar. Almenningur borgar brúsann þegar frelsið er misnotað.

Við setjum lög og reglur í samfélaginu einkum af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi til að samlíf okkar sé greiðara og þjálla en annars væri, sbr. umferðalög. Í öðru lagi ráða siðferðishugmyndir ferðinni, hvað er rétt og hvað rangt.

Lög um fíkniefni snúa fyrst og fremst að siðferði. Sum fíkniefni er ólögleg þar sem þau gera engum gott og flestum illt (kannabis í þágu lækninga er jaðartilfelli). Við sem fæddumst upp úr miðri síðustu öld höfum lifað við það ófrelsi alla tíð að sum fíkniefni eru bönnuð og meðferð þeirra varðar við lög. 

Það er hægt að hugsa sér meira og verra ófrelsi en að ólögleg fíkniefni skuli áfram ólögleg. Raunar er það ekki ýkja erfitt.  

 


Helga Vala: gerum glæpi normal

Rökin fyrir afglæpavæðingu fíkniefna má nota til að afglæpavæða önnur lögbrot. ,,Brotið er svo léttvægt og sá sem framdi það er í raun fórnarlambið," er viðkvæðið.

Björn Leví pírati skrifar í Moggagrein í dag að fíkniefnaneysla stafi af ,,sársaukanum sem fólk upplifir innra með sér." 

Búðarþjófnaður er léttvægur og gerandinn í heimilisofbeldi er þrunginn innri sársauka þegar hann lemur maka og börn.

Helga Vala þingmaður Samfylkingar vill að við gerum allt til að ,,lina þján­ing­ar þeirra" sem fremja lögbrot. 

Eigum við að afglæpavæða búðaþjófnað og heimilisofbeldi?


mbl.is „Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband