Trump og pólitíska heimsþorpið

Trump forseti er aðalandstæðingur pólitíska heimsþorpsins þar sem eitt dæmi um lögregluofbeldi í syfjulegri borg í miðvesturríkjum Bandaríkjanna verður að pólitísku afli á heimsvísu. Í það minnsta í nokkra daga.

Ekki það að Trump sé áhugasamur um að Bandaríkin séu áhrifavaldur í heimsbyggðinni. Þvert á móti er forsetinn sérbandarískur, fylgir hófstilltri utanríkisstefnu og kýs að draga úr hernaðarumsvifum á framandi slóðum. Enn síður að hann vilji umbreyta heilu heimshlutunum í bandarískar hjálendur. Forverar Trump, þeir Clinton, Bush yngri og Obama ætluðu sér allir að gera Austur-Evrópu og miðausturlönd að bandarískri vasaútgáfu. Trump gaf allt þetta upp á bátinn.

Kolbrún skrifar leiðara í auglýsingablað auðmanns á Íslandi er telur sig eiga hverja örðu í bandarískri þjóðarsál og húðskammar Trump: ,,getu­leysi for­setans [er] æpandi nú þegar voldug mót­mæli skekja Banda­ríkin vegna grimmi­legs morðs hvíts lög­reglu­manns á blökku­manninum Geor­ge Floyd." Rétt eins og karlinn í Hvíta húsinu geti að því gert að hvít lögga drepi þeldökkan og úr verða óeirðir.

Kolbrún og frjálslyndu vitringarnar létu sér vel líka þegar Clinton, Bush og Obama deyddu þúsundir í miðausturlöndum og ófáa í Austur-Evrópu í nafni frelsis og vestrænnar menningar. Enginn Floyd-ari tekinn á dauða þúsunda sem fórnað var fyrir frjálslyndið.

En Kolbrún hittir naglann á höfuðið þegar hún talar um ,,voldug mótmæli". Og það er mergurinn málsins. Pólitíska heimsþorpið kveikir ,,voldug mótmæli" til veita ólund frjálslyndra vinstrimanna útrás. Pólitíska heimsþorpið er brunarústir alþjóðahyggju sem færði heimsbyggðinni eymd og volæði hvíts rasisma í dulbúningi vestrænnar menningar. Þökk sé Trump að stúta rasisma alþjóðahyggjunnar.

  


mbl.is Bandaríska sendiráðið þakkar lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júní 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband