Frjálsi dópistinn og samfélagið

Áfengi er þannig vara, er sagt, að ef hún væri fundin upp núna yrði óðara sett á áfengisbann. En ein af staðreyndum lífsins er að áfengi hefur fylgt manninum að minnsta kosti jafn lengi og hann hefur haft fasta búsetu, líklega lengur.

Önnur efni, s.s. kannabis, eru ekki með sama þegnrétt og áfengi í menningunni. Þau eru ólögleg.

Fíkn, í merkingunni óhófleg neysla og nær ósjálfráð löngun í óhollustu, er manninum eðlislæg. Það gildir m.a. um mat, tölvuleiki, tóbaksnotkun og áfengi.  

Maðurinn hefur frelsi til að vinna sjálfum sér mein með óhollustu, er viðkvæði frjálshyggjumanna, sem vilja lögleiða fíkniefni sem nú eru ólögleg. Sömu rök eru gjarnan notuð um lögleiðingu vændis. Ef framboðið er af fúsum og frjálsum vilja og eftirspurnin einnig hvers vegna er athæfið ólöglegt?

Engum er vísað frá heilbrigðisstofnun sem kemur þangað vegna fíknar, sama hvers eðlis fíkin er. Samfélagið rekur heilbrigðiskerfið. Við erum ekki spurð sem skattborgarar hvort við viljum greiða læknum og heilbrigðisstarfsfólki laun til að lækna mein sem frjálsir einstaklingar hafa unnið á sjálfum sér. Hvort heldur sá frjálsi dópaði sig eða reyndi misheppnað sjálfsvíg. Ekkert frelsi þar. Almenningur borgar brúsann þegar frelsið er misnotað.

Við setjum lög og reglur í samfélaginu einkum af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi til að samlíf okkar sé greiðara og þjálla en annars væri, sbr. umferðalög. Í öðru lagi ráða siðferðishugmyndir ferðinni, hvað er rétt og hvað rangt.

Lög um fíkniefni snúa fyrst og fremst að siðferði. Sum fíkniefni er ólögleg þar sem þau gera engum gott og flestum illt (kannabis í þágu lækninga er jaðartilfelli). Við sem fæddumst upp úr miðri síðustu öld höfum lifað við það ófrelsi alla tíð að sum fíkniefni eru bönnuð og meðferð þeirra varðar við lög. 

Það er hægt að hugsa sér meira og verra ófrelsi en að ólögleg fíkniefni skuli áfram ólögleg. Raunar er það ekki ýkja erfitt.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Fíkn flókið fyrirbæri.

Hvað ef það væri engin þrýstingur samfélagsins, engar löggur, engar refsingar, hvorki leiðinlegir vinnuveitendur né nöldrandi makar? Hvað ef fíkill fyndi aldrei fyrir "fordómum" ættingja sinna og vina, sem hættu að "refsa" honum með framkomu sinni? Hvað ef börn fíkla hættu að gráta? Hvað ef allir tipluðu og tánum og létu ekki bera á nokkrum áhyggjum vegna neyslunnar?

Já, hvað ef það væru engin mörk og engin botn? Hvað ef fólk sem ekki finnur fyrir fíkn, nær að þróa fíkn, vegna þess að enginn veit hvað er of mikið? Heili fólks hefur ekki hugmynd um það. Hver veit það? 

En mjög margir fíklar náðu bata eftir að hafa orðið fyrir allskonar "höfnun", ekið undir áhrifum, lent í skilnaði, misst vinnuna, íbúðina og sjálfsvirðinguna. 

Það verða að vera mörk. Við erum ekki refsiglöð þjóð með vélbyssur. Svo að segja allir hafa skilning á að margir fíklar ráða ekki við fíkn sína. Sumir náðu fyrst edrúmennsku í fangelsi, aðrir ekki. Það er engin patentlausn til, en það verða að vera mörk. 

Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 17:14

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Margir þora ekki að neyta ólöglegs dóps. Ég var gunga á verbúð. Það voru tveir fíkniefnasalar. Annar seldi pillur og hass, hinn (ég) seldi löglegt áfengi ólöglega - svart. Mér var boðið daglega allskonar pillur og hass en þorði ekki sem betur fer. Einu sinni hélt ég á hassmola og skoðaði og þefaði hann en, nei takk. 

Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 17:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Áfengi var líka heimabruggað. þyngdareiningin mörk var oftast notuð um fljótandi drykki eins og mjólk í mínu ungdæmi,veistu hvað 1 mörk er í lítratali Benedikt?

Helga Kristjánsdóttir, 30.6.2020 kl. 18:34

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Nei, ég veit það ekki Helga, en ég vó 16 mörk við fæðingu. Það var hámarkið þann dag á fæðingardeildinni.

Það brugguðu allir. Ég veit að bóndinn fór aldrei í ríkið en þó datt hann í það endrum og sinnum.

Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 19:03

5 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er ekki alveg rétt hjá þér.

Áfengi heitir "Aqua vitae", sem einnig heitir "Whiskey" eða uscie baetha. En ef þú hefur fylgst með kóróna vírusnum, ásamt öðrum slíkum vírusum ... hefurðu ábyggilega rekist á að "alcohol" er það eina sem drepur hann.

Ástæða þess að áfengi kallast "vatn lífsins", er vegna þess að vatnið vætir mann á meðan það drepur bakteríur og vírusa.

Þetta gerir ekki dóp ... það drepur þig bara, læknar þig ekki ... nema þú sért klikkaður fyrir, en þá getur hass hjálpað þér að sjá dagsins ljós á milli myrkrarkveldanna.

Til dæmis, George Floyd og Brooks í Atlanta voru eiturlyfjasalar. Þess vegna var Brooks í bílnum sínum fyrir utan Wendy's. Hann var að selja eiturlyf. En eityrlyf er stærsta ástæða dauða barna og unglinga í bandaríkjunum. En samkvæmt demókrötum, skiptir það meira máli að láta svarta deyja úr COVID-19, en að bjarga börnum og ungmennum þar. En þeir sem fylgst hafa með, vita að COVID-19, leggst messt á svarta þar vestra.  Og eftir áhlaupin og áróðurinn, hefur tilfellum stóraukist meir en nokkru sinni áður. Með öðrum orðum, demokratar vilja leyfa þeim að ráfa um ... svo að flestir þeirra fái sjúkdóminn og deyji af honum.

Þetta væri broslegt, ef það væri ekki svona grátlegt.

Örn Einar Hansen, 30.6.2020 kl. 19:38

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Við vitum öll að normið er svo sannarlega færanlegt. Það vita kúltúrmarxistar manna best. Þeir kunna kúnstina - í liði með "frjálshyggju".

Það er farið hamförum gegn frelsi vitiborins fólks til að tjá sig í orðum. Af hverju ekki að lögleiða aftur málfrelsið? Nú er fólk ofsótt og hrakið úr vinnu fyrir ímyndaðar sakir eins og á tímum galdraofsókna. Normið er að færast til.

En það má ekki skerða "frelsi" þræla sem eru háðir grimmum húsbónda - fíkninni.  Öflugum "sölumönnum" er að takast að selja þjóðinni ranghugmynd sem umbreytist í góða hugmynd þegar normið hefur færst til. 

"Dópsalar" á þingi eru harmi slegnir. Af hverju? 

Hvað kemur næst? En þarnæst?

Verða milliliðir aflagðir og hver og einn fær aðgang að lyfjanammibörum að eigin vild - í Apótekum landsins? Hver veit? Normið er óútreiknanlegt.

Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 22:18

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk.

OPJ, Ásmundur Einar Daðason, Ásmundur Friðriksson, Bergþór Ólason, Birgir Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Bjarni Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Karl Gauti Hjaltason, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Líneik Anna Sævarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Páll Magnússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Sigurður Páll Jónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Vilhjálmur Árnason, Willum Þór Þórsson, Þórunn Egilsdóttir

Benedikt Halldórsson, 30.6.2020 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband