Fimmtudagur, 17. september 2020
Neðanmálsgrein hættir í Vinstri grænum
Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir sig úr þingflokki Vinstri grænna, ,,endanlega" að eigin sögn.
Rósa Björk var aldrei fyllilega hluti af Vinstri grænum. Hún er ákafur ESB-sinni og átti meiri samleið með Samfylkingunni en Vinstri grænum.
Það er svo aftur talandi dæmi um vinnubrögð samfylkingarsinna að þeir sæta færis að koma höggi á aðra vinstriflokka þegar verst stendur á fyrir málstaðinn.
Saga vinstrimanna, frá stofnun Kommúnistaflokksins fyrir 90 árum, er saga sundrungar.
Rósa B. er neðanmálsgrein í sögunni endalausu um innbyrðis ósætti vinstrimanna.
![]() |
Rósa Björk kveður Vinstri-græna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 17. september 2020
Áslaug, Katrín og tilfinningafjárkúgun vinstrimanna
Vinstrimenn gerðu sér reiðibylgju á samfélagsmiðlum vegna brottvísunar gerviflóttamanna hér á landi. Í kjölfar reiðinnar reyna sumir fyrir sér með tilfinningafjárkúgun er beindist fyrst að Áslaugu dómsmálaráðherra og síðar að Katrínu forsætis.
,,Ég mun aldrei kjósa þig," er viðkvæðið gagnvart Katrínu en Áslaugu er brugðið um kaldlyndi.
Tilfinningafjárkúgunin er útrás fólks sem allt í senn er óábyrgt, stundar sjálfsefjun og þykist vita betur en aðrir hvað sé rétt og hvað rangt í stjórnmálum. Reiðibylgjan, sem reynt er að framkalla á samfélagsmiðlum, sækir kjörfylgi sitt í þennan hóp.
Merkilegast er að allur þorri þessa fólks er vinstrimenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 17. september 2020
RÚV: siðanefnd til að réttlæta siðleysi
Fréttir, sem byggðar eru á skáldskap eru siðlaust slúður. Falsfréttir, þar sem gögn eru fölsuð, eru einnig siðlausar. Samsæri fréttamanna og valdastofnana um að klekkja á fyrirtækjum og einstaklingum er handan allra siðareglna.
Siðareglur RÚV eru eins og mannréttindaákvæði í stjórnarskrám alræðisríkja. Fallegur bókstafur án merkingar.
RÚV skipar siðanefnd til að réttlæta siðferði Gróu á Efstaleiti.
![]() |
Ný siðanefnd Ríkisútvarpsins skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 16. september 2020
Ekkert haustfrí frá veirunni
Vonir stóðu til að hægt væri að aflétta frekar sóttvörnum um næstu mánaðarmót. Kennarar og nemendur sáu fram á að skólastarf færðist í eðlilegt horf.
Sú von er úti. Háskólinn ætlar að kenna fjarnám til áramóta hið minnsta og trauðla fá framhaldsskólar frekari undanþágur þegar veiran grasserar einkum meðal ungs fólks.
Vesen.
![]() |
Ættum að búa okkur undir nýja bylgju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 16. september 2020
Flugfélög svindla á Íslandi
Flugfélög sem fljúga til og frá Íslandi stunda það að flytja inn í landið gerviflóttamenn sem skapa félagsleg vandamál hér á landi. Önnur Evrópuríki taka ekki við flóttamönnum á flugvöllum.
Þetta er ekki nýtt vandamál. Hér er 4 ára gömul umfjöllun um þetta séríslenska svindl flugfélaganna:
Í ESB-ríkjum er í gildi reglugerð 2001/51/EC sem gerir flugfélög fjárhagslega ábyrg fyrir flóttamönnum sem fá ekki stöðu hælisleitenda. Flugfélög neita þess vegna að flytja farþega frá miðausturlöndum og Afríku sem ekki eru með vegabréfsáritun.
Flugfar frá Afríku og miðausturlöndum kostar 300 til 400 evrur. Þýska útgáfan FAZ segir flóttamenn borga 7000 evrur og meira fyrir að komast í manndrápsfleytur yfir Miðjarðarhaf. Þótt krafist sé að reglugerð Evrópusambandsins, um fjárhagslega ábyrgð flugfélaga á flóttamönnum sé afnumin, eru engar líkur á því að það verði gert.
Evrópusambandið hefur ekki minnsta áhuga á að gera þetta séríslenska vandamál, flóttamenn með flugvélum, að sínu.
Einfalt er að koma í veg fyrir innflutning flugfélaganna á útlendum bótaþegum. Það er gert með því að gera flugfélögin fjárhagslega ábyrg fyrir þeim gerviflóttamönnum sem ekki fá stöðu hælisleitenda.
![]() |
Komast hingað skilríkjalaus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. september 2020
Flóttamenn sækja í atvinnuleysisbætur
80 prósent þeirra 700 flóttamanna sem Ísland veitti dvalarleyfi síðustu 20 mánuðina eru á atvinnuleysisbótum, segir í frétt á visir.is Innan við tíu prósent atvinnuleysi er í landinu.
Tífaldur munur á almennu atvinnuleysi og atvinnuleysi flóttamanna segir þá sögu að flóttamenn með dvalarleyfi á Íslandi koma almennt ekki hingað til að skapa sér líf, taka þátt í samfélaginu.
Fólkið sem hingað kemur er í leit að þægilegu lífi án þess að dýfa hendi í kalt vatn. Eins og við höfum ekki nóg með dæmigerða pírata og aðra hyskna vinstrimenn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15. september 2020
Lýðræði undir lögregluvernd
Ólýðræðisleg öfl hér á landi nota hvert tækifæri til að grafa undan lýðveldinu og stofnunum þess.
Samfélagsmiðlar eru notaðir til að dreifa falsfréttum sem ætlað er að vekja reiðibylgju. Oftar en ekki koma ábekingar reiðbylgjunnar úr röðum stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks.
Reiðin kemur í stað orðræðu og lýðræðið fer undir lögregluvernd.
![]() |
Lögregla stendur vörð um ráðherrabústaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 15. september 2020
Trump kælir vísindin
Vísindamenn, sem ekki geta sagt hver sé kjörhiti jarðar og heldur ekki hvernig veðrið verður eftir hálfan mánuð, en segjast samt vita að eftir 20 ár verði of hlýtt, og að það sé endanleg niðurstaða vísinda, stunda ekki vísindi heldur pólitíska spámennsku.
Trump forseti kælir heimsendaspámennsku í nafni vísinda. Heimsendaiðnaðurinn veltir milljörðum dollara og ógrynni alþjóðlegra embættismanna lifir góðu lífi í skjóli hans, líkt og prelátar kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.
Trump er í hlutverki barnsins í ævintýrinu um klæðalausa keisarann. Á henni jörð hlýnar og kólnar á víxl án þess að mannshöndin komi nærri. Augljóst öllum, - nema þeim sem eru fangar pólitískrar heimsendaspámennsku.
![]() |
Það mun byrja að kólna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 14. september 2020
Ráðherrar ofar lögum? Spilling, já takk.
Ef ráðherrum finnst eitthvað annað en lög mæla fyrir, hvort á að gilda skoðun ráðherra eða lögin?
Svarið er einboðið. Ráðherra á að fara að lögum. Annars misnotar hann vald sitt.
Samt sem áður eru settar fram kröfur að ráðherrar misnoti vald sitt í þágu meints góðs málefnis.
Meint góð málefni réttlæta ekki lögbrot.
Ákallið um lögbrot ráðherra kemur helst frá þeim sem tryllast fyrst og stökkva á fordæmingarvagninn þegar minnsti grunur vaknar um afbrot ráðherra í starfi.
Spilling þrífst helst þar sem lögin víkja fyrir geðþótta.
![]() |
Senda fjölskylduna í COVID-19-skimun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 14. september 2020
Hópreiði, Jón Steinar og Björn Leví
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um hóphyggju í Mogga dagsins. Einkenni hóphyggju er að einstaklingar móta sér skoðanir til að þóknast hópnum er þeir vilja tilheyra.
Skoðanir verða í auknum mæli til á samfélagsmiðlum, oft í samstarfi við fjölmiðla, og fara eins og logi yfir akur. Áður en nokkur veit af blasir við sviðin jörð rétttrúnaðar hóphugsunar þar sem málefni og staðreyndir liggja eins og hráviði út um allt.
Björn Leví þingmaður Pírata útskýrir í leiðaraopnu sama Mogga hvernig á að hrinda úr vör bylgju hóphugsunar. Aðferðina kallar þingmaðurinn ,,réttláta reiði." Hún byggir á öfund og útúrsnúningum, að telja fólki trú um að það hafi það skítt af því aðrir sitji yfir hlut þess. Ásakanir um spillingu krydda reiðina og gera hana réttláta.
Afleiðingin verður hópreiði er skilar sumum auknum þingstyrk en veldur annars leiðindum í samfélaginu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)