Þriðjudagur, 3. júlí 2018
Ljósmæður með 850 þús. á mánuði
Meðalheildarlaun ljósmæðra í fyrra voru 848 þús. kr. á mánuði. Á þessum launum eru ljósmæður að ,,bugast" og sjá fram á örbirgð. Ef ríkið sprengir ekki launastefnu allra ríkisstarfsmanna í loft upp með sérsamningum við ljósmæður hóta þær lífi sængurkvenna og ófæddra Íslendinga.
Það er einföld leið fyrir ríkið að kenna óbilgjarnri sérfræðistétt lexíu. Með lögum ætti að afnema starfsstétt ljósmæðra. Í stað þeirra komi hjúkrunarfræðingar með sérhæfingu. Í reynd væri aðeins verið að færa lögin nær veruleikanum - í dag eru ljósmæður hjúkrunarfræðingar með viðbót.
Lög sem fækkuðu kröfuhörðustu starfsstéttum ríkisins um eina væru góð lög, til bóta fyrir heilsufar þjóðarinnar og bættu efnahagslegan stöðugleika. Sem sagt; bráðabirgðalög á ljósmæður sem gera þær að hjúkrunarfræðingum.
![]() |
Grunnlaunin hækki mikið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. júlí 2018
Íslam klýfur þýsku ríkisstjórnina
Afstaða til múslíma veldur stjórnarkreppu í Þýskalandi. Á liðnum árum og áratugum hefur landið veitt viðtöku ógrynni útlendinga, t.d. Pólverja og Rússa. Ekkert vandamál þar. En síðustu misseri koma til landsins um milljón flóttamenn, einkum múslímar frá Norður-Afríku og miðausturlöndum. Það er vandamál.
Múslímar aðlagast illa þýsku - vestrænu - samfélagi. Þeir mynda hliðarsamfélag sem verður uppspretta núnings og oft ofbeldis, að ekki sé talað um hryðjuverk.
Deilan um viðtöku múslíma liggur þannig í þýsku ríkisstjórninni að Angela Merkel kanslari og CDU, flokkur kanslarans, vilja ekki stíga (fast) á bremsuna á meðan systurflokkurinn, CSU í Bæjaralandi, sem Horst Seehofer innanríkisráðherra fer fyrir, vill synja viðtöku vegabréfslausum flóttamönnum við landamærin.
CDU/CSU eru hryggstykki borgaralega stjórnmála. Í morgun var sameiginlegur fundur þingflokkanna en Seehofer mætti ekki. Borgaralega fylkingin er í rúst, segja stjórnmálaskýrendur.
Kannski fellur þýska ríkisstjórnin, en mögulega tekst að semja um málamiðlun. Merkel og Seehofer eru sögð eiga fund síðdegis í dag.
Hvort heldur sem verður er afstaðan til viðtöku múslíma mál málanna, bæði í Þýskaland og Evrópu allri.
![]() |
Seehofer hyggst segja af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 2. júlí 2018
Trump fær víðtækan stuðning
Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 90 prósent kjósenda Repúblíkanaflokksins, sem er sambærilegt við fylgi George W. Bush eftir árásina á tvíturnana í New York 11. september 2001. En það sem meira er fær Trump víðtækari stuðning en áður.
Stuðningur spænskumælandi Bandaríkjamanna eykst um tíu prósentustig og meðal kjósenda Demókrataflokksins bætir Trump sig um fjögur prósentustig.
Kjarnafylgi Trump er gjarnan sagt ómenntaðir hvítir karlmenn. En samkvæmt könnun er það aðeins tæpur þriðjungur af fylgi forsetans, 31 prósent. Tveir þriðju fylgisins kemur frá konum, háskólamenntuðum og minnihlutahópum.
Tölurnar hér að ofan koma frá dálkahöfundi New York Post, Michael Goodwin. Greinin hans er dæmigerð fyrir umræðuna. Frjálslyndir og vinstrimenn skilja ekki vinsældir Trump. Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian segist þreyttur á að skýra fyrir Evrópumönnum vinsældir Trump. En stór hluti vinsældanna megi skrifa á reikning misheppnaðrar stefnu frjálslyndra og vinstrimanna í Bandaríkjunum, þ.e. Demókrataflokksins.
Þegar Donald Trump var kjörinn forseti haustið 2016 var almannarómur að forsetinn yrði einangraður og áhrifalaus. Algengt viðkvæði var að ,,allir" væru á móti Trump. Á tveimur árum hefur umræðan snúist við. Talað er um að hann eigi góða möguleika að ná endurkjöri 2020.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 1. júlí 2018
Gíslataka heilbrigðisstétta
Ljósmæður leika sama leik og læknar fyrir fáum árum sem tóku heilsufar þjóðarinnar í gíslingu.
Börn halda áfram að fæðast hvað sem líður verkfalli ljósmæðra.
Eða verður sett lögbann á fæðingar vegna þess að ljósmæður krefjast hærri launa en hjúkrunarfræðingar?
Heilbrigðisstéttir kunna ekki að fara með verkfallsvopnið og alþingi ætti að taka það af þeim.
![]() |
Öryggi mæðra og barna varla tryggt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. júlí 2018
Barnaníð og fordæmi Múhameðs
Múhameð spámaður tók sér barn fyrir konu. Aisha var sex ára þegar hún var gefin spámanninum. Í helgum texta múslíma segir að Múhameð hafi fullkomnað hjónabandið með samræði þegar Aisha var níu ára.
Tom Holland rithöfundur fjallar um þennan þátt múslímatrúar á Hay-fyrirlestri fyrir þrem árum. Hann ræðir tilraunir múslíma að réttlæta barnaníð trúarinnar. Vandi múslímahefðar er hve bókstaflega þeir taka trú sína og eiga erfitt með að aðlaga hana öðrum aðstæðum en ríktu á Arabíuskaga á 7. öld.
Annar höfundur bókar um Múhameð, Hamed Abdel-Samad, sjálfur múslími, segir einn vanda trúar spámannsins þann að múslímar geta ekki hlegið að trúarhefðinni.
Barnaníð er fæstum hlátursefni. Múslímar vita að láti þeir af bókstafstrúnni verður það minnst hlátur en mest grátur. Þess vegna er nokkur bið á því að múslímar horfist í augu við arfleifð sína og efni til uppgjörs við spámanninn.
![]() |
Mikil reiði vegna 11 ára brúðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 1. júlí 2018
Evrópa stendur og fellur með Merkel
Ef ríkisstjórn Merkel kanslara Þýskalands fellur verður uppnám í Evrópusambandinu, segir Sigmar Gabriel fyrrum formaður flokks Sósíaldemókrata í Þýskalandi.
Ekki er langt síðan að Merkel sjálf sagði að falli evran muni Evrópusambandið falla.
Flóttamenn og viðtaka þeirra setur Evrópusambandið í uppnám þessa stundina; fyrir fáeinum misserum var það gjaldmiðillinn.
Evrópusambandið hefur þann hæfileika að ramba frá einni tilvistarkreppu yfir í aðra. Þriðja áfallið á sama tímabili er úrsögn Bretlands úr sambandinu, Brexit.
Tímabilið 2008 til 2018 verður fært í annála Evrópusögunnar sem upphaf að endalokum tilraunar sem hófst eftir seinna stríð - og mistókst.
![]() |
Merkel reynir að þóknast systurflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)