Gíslataka heilbrigðisstétta

Ljósmæður leika sama leik og læknar fyrir fáum árum sem tóku heilsufar þjóðarinnar í gíslingu.

Börn halda áfram að fæðast hvað sem líður verkfalli ljósmæðra.

Eða verður sett lögbann á fæðingar vegna þess að ljósmæður krefjast hærri launa en hjúkrunarfræðingar?

Heilbrigðisstéttir kunna ekki að fara með verkfallsvopnið og alþingi ætti að taka það af þeim.


mbl.is Öryggi mæðra og barna varla tryggt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef launin eru ekki nógu góð að þeirra mati og þær telji sig ekki geta lifað nema að þau verði hækkuð um nærri helming þá er það sjálsagt mál að þær hætti og fari í eitthvað annað starf með launum sem þeim þóknast.

Þær eru greinilega að reka þessa opinberu fjákúgun með sama almannatenglafyrirtæki og hjúkrunarfólk áður með spuna og skrumskælingu staðreynda. Get ekki séð að nokkur hafi samúð með þessu. Þær fóru í sitt nám vitandi um kjörin. Ef þær eru núna fyrst að uppgötva að launin eru ekki nógu góð, þá geta þær átt það við sig sjálfar. Lengd náms gefur þeim engan rétt til að miða sig við hæsta samnenfara í jafn löngu námi. Verði árafjöldi í námi viðmið um launakjör þá færum við fljótt á hausinn. 

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2018 kl. 18:57

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Páll. Opinberir starfsmenn höfðu ekki verkfallsrétt í denn. Ég man ekki hvenær þeir fengu hann að gjöf en það segir sig sjálft að í eðli sínu geta þeir ekki farið í verkfall enda ekki með viðsemjanda.

Þetta leiðir að vísu til annarar og dýpri umræðu: Eiga opinberir starfsmenn að hafa kosningarétt? Þeir eru að verja sín störf með því að kjósa þá sem passa upp á þá. Þessi umræða þarf að fara af stað, því fyrr því betra.

Sindri Karl Sigurðsson, 1.7.2018 kl. 22:19

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er ekki rétt munað að ljósmæður lentu í því ásamt fleirum BHM félögum að sett var á þær gerðadómur. Sem rann út nú á þessu ári. Á meðan var samið við Hjúkrunarfræðingar um hærri hækkanir og þvi er þessi staða uppi í dag.  Held að stjórnmálamenn geti sjálfum sér kennt um í þessu tilfelli. Það er ekki eðlilegt að hjúkrunarfræðingar sem bæta við sig 2 ára sérnámi fái lægri laun en þær hefðu haft án þess að bæta við sig námi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2018 kl. 23:30

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Ég velti því stundum fyrir mér hvers vegna fólki sé gert að vera í stéttarfélagi. Hvers vegna telja sumar stéttir sig svo herfilega komnar að jafnvel sé neitað að taka á móti börnum?

 Getur það allt verið Ríkinu að kenna?

 Spyr sá sem ekkert veit.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 2.7.2018 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband