Íslam klýfur þýsku ríkisstjórnina

Afstaða til múslíma veldur stjórnarkreppu í Þýskalandi. Á liðnum árum og áratugum hefur landið veitt viðtöku ógrynni útlendinga, t.d. Pólverja og Rússa. Ekkert vandamál þar. En síðustu misseri koma til landsins um milljón flóttamenn, einkum múslímar frá Norður-Afríku og miðausturlöndum. Það er vandamál.

Múslímar aðlagast illa þýsku - vestrænu - samfélagi. Þeir mynda hliðarsamfélag sem verður uppspretta núnings og oft ofbeldis, að ekki sé talað um hryðjuverk.

Deilan um viðtöku múslíma liggur þannig í þýsku ríkisstjórninni að Angela Merkel kanslari og CDU, flokkur kanslarans, vilja ekki stíga (fast) á bremsuna á meðan systurflokkurinn, CSU í Bæjaralandi, sem Horst Seehofer innanríkisráðherra fer fyrir, vill synja viðtöku vegabréfslausum flóttamönnum við landamærin.

CDU/CSU eru hryggstykki borgaralega stjórnmála. Í morgun var sameiginlegur fundur þingflokkanna en Seehofer mætti ekki. Borgaralega fylkingin er í rúst, segja stjórnmálaskýrendur.

Kannski fellur þýska ríkisstjórnin, en mögulega tekst að semja um málamiðlun. Merkel og Seehofer eru sögð eiga fund síðdegis í dag.

Hvort heldur sem verður er afstaðan til viðtöku múslíma mál málanna, bæði í Þýskaland og Evrópu allri.


mbl.is Seehofer hyggst segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég vil að það verði skilyrði að þeir sem að sækja um ÍSLENSKAN RÍKISBORGARARÉTT hér á landi játi KRISTNA TRÚ sem að þyrfti að koma fram í þeirra vegabréfi

ÁÐUR en að þeir flyttu til landsins.

Jón Þórhallsson, 2.7.2018 kl. 14:11

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gott Jón Þ þetta er góð hugmynd og verð að athuga. Þetta er kristin þjóð og við eigum ekki að hampa fólki sem stjórnar sér sjálft undir aga Íslams.

Valdimar Samúelsson, 2.7.2018 kl. 18:34

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er engin vegabréf með túrarskoðunum fólks. Og ég sem nú fyrir nokkrum árum gengin úr þjóðkirkjunni vegna trúleysis ætti þá að vísa mér í burtu. fljóttamenn fá ekki Íslenskan ríkisborgararétt fyrr en þeir hafa búið hér í 7 ár. Þar til hafa þeir tímabundið dvalarleyfi.  En annars er rétt að upplýsa að flestir múslimar í Þýskalandi eru Tyrkir sem síðustu áratugi hafa hverið hvattir til að flytja til Þýskalands vegna þess að þeim skorti vinnuafl þar sem þjóðverjum fjölgar lítið sem ekki neitt og því vantaði þangað mikið af vinnuafli. Minnir að einhverjar milljónir Tyrkja búi þar í dag. Og

Magnús Helgi Björgvinsson, 3.7.2018 kl. 00:00

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Faralds verkamenn er ekki sama og flóttamenn og er ég hissa að ísland selji ekki atvinnuleyfi til eins árs í senn og krafa að fara burt í ákveðni tíma áður en annað er gefið út. Mörg ríki gera þetta. 

Valdimar Samúelsson, 3.7.2018 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband