Barnaníð og fordæmi Múhameðs

Múhameð spámaður tók sér barn fyrir konu. Aisha var sex ára þegar hún var gefin spámanninum. Í helgum texta múslíma segir að Múhameð hafi fullkomnað hjónabandið með samræði þegar Aisha var níu ára.

Tom Holland rithöfundur fjallar um þennan þátt múslímatrúar á Hay-fyrirlestri fyrir þrem árum. Hann ræðir tilraunir múslíma að réttlæta barnaníð trúarinnar. Vandi múslímahefðar er hve bókstaflega þeir taka trú sína og eiga erfitt með að aðlaga hana öðrum aðstæðum en ríktu á Arabíuskaga á 7. öld. 

Annar höfundur bókar um Múhameð, Hamed Abdel-Samad, sjálfur múslími, segir einn vanda trúar spámannsins þann að múslímar geta ekki hlegið að trúarhefðinni.

Barnaníð er fæstum hlátursefni. Múslímar vita að láti þeir af bókstafstrúnni verður það minnst hlátur en mest grátur. Þess vegna er nokkur bið á því að múslímar horfist í augu við arfleifð sína og efni til uppgjörs við spámanninn. 


mbl.is Mikil reiði vegna 11 ára brúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nú ætlar meirihluti rEYKVÍKINGA að heiðra þessa trúarstefnu með því að leyfa byggingu nýrrar mosku í Sogamýrinni?

Eða hvað?

Er biskup íslands alveg kjarklaus við að sporna gegn múhameð?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2218409/

Jón Þórhallsson, 1.7.2018 kl. 12:02

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Baærnabrúðkaup eru ekki einskorðuð við múslima. Þau eru mjög algengi i krisnum hluta Afríku og einnig í Suður Ameríku þar sem megin þorri íbúa er kristinn. Þau eru einnig mjög algeng meðal Hindúa á Indlandi og einnig í mörgum búddískum samfélögum í Asíu. Þetta hefur ekkeert með trúað gera heldur er þetta algengi í frumstæðum samfélögum þar sem feðraveldið ræður ríkjum óháð ríkjandi trúarbrögðum.

Sigurður M Grétarsson, 1.7.2018 kl. 12:45

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Kynna sér málin!  Skoðaðu barnabrúðkaup hér í Bandaríkjunum!  Hjá KRISTNU fólki.  Þetta er ekkert leyndarmál en hefur komið ansi mörgum á óvart!  Helmingingur ríkjanna, 25, hafa engann lágmarksaldur.  Undanfarin 15 ár hafa  yfir 200 þúsund börn undir 18 ára gengið í hjónaband í Bandaríkjunum, allt niður í 10 ára stúlkur og 11 ára drengi.  Barnabrúðkaup hafa verið og eru stunduð í flestum trúarbrögðum.  Fólk bara vill ekki kynna sér málin eða nennir því ekki og bullar út í eitt.

En það þýðir lítið að tala um það sem fólk vill ekki heyra.  En smá rannsóknarvinna væri nú kannski ekki út úr kortinu fyrir blaðamann.

Arnór Baldvinsson, 1.7.2018 kl. 16:39

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einmitt.  Barnabrúðkaup hafa tíðkast um aldir víða um heim, en venjulega í tengslaskyni og hjónabandið ekki "fullnustað" fyrr en viðkomandi eru fullþroska.  Það er nokkur munur á því og að selja perrum börn til þess að leika sér að, því augljóslega munu þau ekki framleiða þá erfingja sem yfirleitt er markmiðið með tengslabrúðkaupum.

Kolbrún Hilmars, 1.7.2018 kl. 17:10

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arnór nefnir ekki eitt einasta dæmi um barnabrúðkaup "allt niður í 10 ára stúlkur og 11 ára drengi" í Bandaríkjunum. Hvað gengur honum þá til? Er hann svona hrifinn af Múhameð?

Og eitt er að tala um stálpuð, kynþroska börn 16-17 ára og allt annað að tala um að gifta 9-11 ára börn sem ekki eru orðin kynþroska.

Svo er ámælisverð framkoma Múhameðs í sínu máli (toppurinn á ísjaka alvarlegra kvennamála hans) augljós hér, og viðleitni arabavinarins SMG til að sneiða fram hjá því er mínu mati paþetísk.

Sjá einnig: Múslimskt "siðferði" í takt við "þann gamla"

Jón Valur Jensson, 2.7.2018 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband