Trump fær víðtækan stuðning

Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtur stuðnings 90 prósent kjósenda Repúblíkanaflokksins, sem er sambærilegt við fylgi George W. Bush eftir árásina á tvíturnana í New York 11. september 2001. En það sem meira er fær Trump víðtækari stuðning en áður.

Stuðningur spænskumælandi Bandaríkjamanna eykst um tíu prósentustig og meðal kjósenda Demókrataflokksins bætir Trump sig um fjögur prósentustig. 

Kjarnafylgi Trump er gjarnan sagt ómenntaðir hvítir karlmenn. En samkvæmt könnun er það aðeins tæpur þriðjungur af fylgi forsetans, 31 prósent. Tveir þriðju fylgisins kemur frá konum, háskólamenntuðum og minnihlutahópum.

Tölurnar hér að ofan koma frá dálkahöfundi New York Post, Michael Goodwin. Greinin hans er dæmigerð fyrir umræðuna. Frjálslyndir og vinstrimenn skilja ekki vinsældir Trump. Dálkahöfundur vinstriútgáfunnar Guardian segist þreyttur á að skýra fyrir Evrópumönnum vinsældir Trump. En stór hluti vinsældanna megi skrifa á reikning misheppnaðrar stefnu frjálslyndra og vinstrimanna í Bandaríkjunum, þ.e. Demókrataflokksins.

Þegar Donald Trump var kjörinn forseti haustið 2016 var almannarómur að forsetinn yrði einangraður og áhrifalaus. Algengt viðkvæði var að ,,allir" væru á móti Trump. Á tveimur árum hefur umræðan snúist við. Talað er um að hann eigi góða möguleika að ná endurkjöri 2020.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tel það víst að hann nái endurkjöri en vinsældirnar eiga eftir að aukast á heimsvísu sem eru reyndar nema hjá Elítunum.

Valdimar Samúelsson, 2.7.2018 kl. 12:09

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér þætti það verra ef að Trump er fylgjandi gaypride-sódómunni.

Jón Þórhallsson, 2.7.2018 kl. 13:07

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón þú veist að hann er ekki fylgjandi þeirri vitleysu.

Valdimar Samúelsson, 2.7.2018 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband