Föstudagur, 4. maí 2018
Að hugsa á íslensku - eða heimskast á ensku
Þegar einhver talar opinberlega um íslensk málefni fyrir íslenska áheyrendur má krefjast þess að viðkomandi haldi máli, geti tjáð sig á móðurmálinu.
Fyrirlesari á snjallborgarráðstefnu bar á borð hugtakið ,,zero sum game" sem einfaldlega þýðir að hagur eins sé tap annars. Andheitið ,,win-win" er þegar báðir (allir) hagnast.
Þegar fólk getur ekki tjáð hugsun sína á íslensku ætti það ekki að skipta sér af opinberri umræðu. Ótalandi sérfræðingar bæta aðeins ruglanda við umræðuna.
![]() |
Oft verið að leika á tilfinningar fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2018
RÚV keypti sig frá málshöfðun með skattpeningum
RÚV notaði skattfé frá almenningi til að kaupa sig frá málshöfðun. RÚV greiddi Guðmundi Spartakus Ómarssyni 2,5 milljónir króna.
Guðmundur stefndi einnig Sigmundi Erni ritstjóra Hringbrautar, en tapaði.
RÚV er ríki í ríkinu; notar opinbert fé til að vega að mannorði manns og annars en kaupir sig frá málaferlum - aftur með almannafé. Er ekki nær að leggja RÚV niður og nota peningana í annað þarfara?
![]() |
Ég er hæstánægður með Hæstarétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. maí 2018
ESB/EES eru skrítin fyrirbæri
Evrópusambandið, EES, er tilraun stærstu ríkja meginlands Evrópu, Frakklands og Þýskalands, að leysa sambúðarvanda sitt í kjölfar tveggja heimsstyrjalda. Smáþjóðirnar í kring taka þátt í tilrauninni af illri nauðsyn.
Eftir því sem fjær dregur kjarnaríkjunum verður samstarfið hnökróttara. Danmörk og Svíþjóð taka ekki upp evru og Austur-Evrópa neitar að hlýða boðvaldi Brussel, t.d. um viðtöku flóttamanna. Bretland gekk úr ESB vegna afskipta af innanríkismálum eyþjóðarinnar.
EES-samningurinn, sem Ísland á aðild að, var saminn fyrir þjóðir á leið inn í sambandið. Hann er skrítinn á sama hátt og ESB sjálft; lög og regluverk eru sett af embættismönnum í Brussel sem hvorki hafa lýðræðislegt umboð né þekkingu á staðbundnum aðstæðum.
Við eigum að losa okkur úr EES hið fyrsta.
![]() |
Gert að taka upp skrítna löggjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 3. maí 2018
Gunnar Smári og skæruliðarnir
Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar er á bakvið hótanir formanns VR um að lama samfélagið með skæruverkföllum. Á framboðslista Sósíalistaflokksins, sjá viðtengda frétt, eru róttæklingar úr Eflingu og VR sem tala fyrir byltingu.
Annar áberandi hópur á framboðslista Sósíalistaflokksins er öryrkjar, en þeim hefur fjölgað nokkuð í góðærinu.
Formaður Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári, er sjálfur ekki í framboði. Á seinni árum lætur Smáranum betur að starfa á bakvið tjöldin. Á ferilsskrá hans eru fleiri gjaldþrota blaðaútgáfur en nokkur Íslendingur, lífs eða liðinn, getur stært sig af, síðast Fréttatíminn. Gunnar Smári var handlangari auðmannsins Jóns Ásgeirs, gekk í samtök múslíma til að boða fagnaðarerindi spámannsins, síðar stofnaði hann Fylkisflokkinn til að gera Ísland að fylki í Noregi.
En núna er það sem sagt sósíalismi og bylting góðærisöryrkja með skæruhernaði. Sagan endurtekur sig, sagði Karl Marx, fyrst í harmleik síðan sem farsi.
![]() |
Sanna leiðir Sósíalistaflokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 2. maí 2018
Þingmenn grafa undan réttarríkinu
Embættismaður með farsælan feril í áratugi berst fyrir mannorði sínu eftir að þingmenn Pírata gera atlögu að æru hans í samvinnu við götuútgáfu á netinu, Stundina.
Þegar þingmenn taka upp á því að grafa undan þeirri meginreglu réttarríkisins, að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð, er fokið í flest skjól.
Píratinn Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar alþingis, á að segja af sér þingmennsku. Hún er meginhöfundur opinberrar atlögu að saklausum manni.
![]() |
Treystir reglum réttarríkisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 2. maí 2018
Formaður VR: gerum árás á samfélagið
Herskár formaður VR hótar skæruliðaverkföllum einstakra hópa til að lama samfélagið. Verkfallshóparnir verði á ,,fullum launum" í skemmdarverkunum á efnahagslífinu.
Á bakvið hótunina glittir í forneskjuna. Formaður VR boðar höfrungahlaup þar sem einn launþegahópur sker sig úr og sækir óraunhæfa kauphækkun sem aðrir hópar elta. Þetta er ávísun á verðbólgu og siðlaust samfélag.
Meðallaun í landinu í október sl. voru 667 þús. á mánuði. Launajöfnuður er óvíða meiri en hér á landi. Háskólamenntaðar starfsstéttir, t.d. kennarar, ná ekki meðallaunum. Hér menntar fólk sig til að þiggja laun undir landsmeðaltali.
Maður gerir ekki út skæruliða að herja á samfélag jafnra launa og góðra lífskjara ef maður er formaður stéttarfélags er vill láta taka sig alvarlega. Hótunin ein er einfaldlega kjánaleg.
![]() |
Smærri hópar sendir í verkfall á launum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 1. maí 2018
Stundin pönkast, tekur menn niður
Ritstjórn Stundarinnar ,,pönkast" á fólki og ,,tekur menn niður" eins og faðir annars ritstjórans orðaði það svo smekklega. Stundin mælir árangur sinn eftir hvernig tekst til að gjöreyða mannorði fólks sem verða fyrir skothríðinni.
Stundin, í samvinnu við þingmenn Pírata, gerði bandalag við andstæðinga Braga Guðbrandssonar í barnaverndarmálum. Trúnaðarmálum var lekið til Stundarinnar sem klippti og límdi til að láta svo líta út að Bragi gerði sér far um að barnaníðingar kæmust í tæri við fórnarlömb sín.
Með því að taka málið upp á alþingi gáfu Píratar ,,fréttum" Stundarinnar trúverðugleika og RÚV fylgdi á eftir eins og löngum áður. Um tíma leit út fyrir að Stundin, Píratar og RÚV fengju tvo fyrir einn, mannorð Braga og pólitískt höfuðleður Ásmundar félagsmálaráðherra.
Ekkert eftirlit er með starfsháttum fjölmiðla. Þeir njóta tjáningarfrelsisins að pönkast og taka menn niður þar sem tilgangurinn helgar meðalið.
![]() |
Grunnforsendan einfaldlega röng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 1. maí 2018
Marx meðal okkar - og Orwell
Fyrsti maí er baráttudagur verkalýðsins. Karl Marx túlkaði róttæka framtíð verkalýðsins en 200 ár eru frá fæðingu hans eftir fjóra daga. Í New York Times segir að millistéttin hafi gert Marx að spámanni sínum, sem vel kann að vera rétt.
Spurningin er hvers konar framtíð. Ekki fagra nýja veröld segir Yuval Harari sem skaust á stjörnuhiminn fyrir fáeinum misserum með bók um sögu mannkyns.
Sögukenning Harari er þriggja þrepa. Á miðöldum klauf landareign fólk í aðalsmenn og almúga; frá 19. öld greindi eignarhald á framleiðslutækjunum kapítalista frá öreigum; í framtíðinni er það aðgangur að gögnum sem býr til stafrænt einræði fárra yfir fjöldanum.
Gögn, líftækni og gervigreind vita á endalok tegundarinnar homo sapiens. Miðstýrð gagnasöfn veita aðgang að innstu kimum sálarlífsins - það verður hægt að hakka heilann.
Harari boðar samruna Marx og Orwell. Öllum þörfum okkar verður sinnt enda ákveður yfirvaldið þarfirnar. Lífið verður algóritmi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)