Þingmenn grafa undan réttarríkinu

Embættismaður með farsælan feril í áratugi berst fyrir mannorði sínu eftir að þingmenn Pírata gera atlögu að æru hans í samvinnu við götuútgáfu á netinu, Stundina.

Þegar þingmenn taka upp á því að grafa undan þeirri meginreglu réttarríkisins, að hver maður er saklaus uns sekt er sönnuð, er fokið í flest skjól.

Píratinn Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar alþingis, á að segja af sér þingmennsku. Hún er meginhöfundur opinberrar atlögu að saklausum manni.


mbl.is Treystir reglum réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaður VR: gerum árás á samfélagið

Herskár formaður VR hótar skæruliðaverkföllum einstakra hópa til að lama samfélagið. Verkfallshóparnir verði á ,,fullum launum" í skemmdarverkunum á efnahagslífinu.

Á bakvið hótunina glittir í forneskjuna. Formaður VR boðar höfrungahlaup þar sem einn launþegahópur sker sig úr og sækir óraunhæfa kauphækkun sem aðrir hópar elta. Þetta er ávísun á verðbólgu og siðlaust samfélag.

Meðallaun í landinu í október sl. voru 667 þús. á mánuði. Launajöfnuður er óvíða meiri en hér á landi. Háskólamenntaðar starfsstéttir, t.d. kennarar, ná ekki meðallaunum. Hér menntar fólk sig til að þiggja laun undir landsmeðaltali.

Maður gerir ekki út skæruliða að herja á samfélag jafnra launa og góðra lífskjara ef maður er formaður stéttarfélags er vill láta taka sig alvarlega. Hótunin ein er einfaldlega kjánaleg. 


mbl.is Smærri hópar sendir í verkfall á launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband