Fyrirspurnarlýðræði í þágu samfélagsmiðla

Stjórnarandstaðan spyr ríkisstjórnina um alla mögulega og ómögulega hluti í þeirri von að fá einhverja mola til að deila á samfélagsmiðlum og bæta við svei attan. Ef vel tekst til taka fjölmiðlar upp molann og viðkomandi þingmaður fær sína 15 sekúndna frægð.

Fyrirspurnarlýðræðið er ekki til að upplýsa eða móta pólitíska stefnu heldur til að fjargviðrast.

Þingmenn þykjast hneykslaðir á slæmu orðspori alþingis og minni kosningaþátttöku almennings. En upphlaupsmál þingmanna gera ekki annað en að veikja alþingi.


mbl.is „Komið út í tóma þvælu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjan gefst upp á lýðræðinu - Reykjavík sem dæmi

Öfgamenn til hægri og vinstri vantreysta ekki lýðræðinu í jafn ríkum mæli og þeir sem skilgreina sig sem miðjumenn, segir í nýrri rannsókn sem birtist í New York Times.

Ef aðferðafræðin, til að komast að niðurstöðunni, heldur vatni er ástæða til að staldra við og spyrja hvers vegna miðjufólkið, sem við kennum við meðalhófið, sé orðið vantrúa á lýðræðið.

Nærtæk skýring er að lýðræðið þjónar ekki lengur meðalhófinu, heldur öfgasjónarmiðum.

Nýafstaðnar borgarstjórnarkosningar í Reykjavík eru talandi dæmi. Sextán framboð skráðu sig til leiks. Fjöldi framboða er eitt og sér einkenni öfga. Lýðræði er ferli málamiðlana og sjónarmið framboðanna 16 ættu undir venjulegum kringumstæðum að finna sér farveg í færri flokkum.

Til að undirstrika öfgarnar stóðu kjörnir borgarfulltrúar, sem rétt slefuðu inn í borgarstjórn með 6% fylgi, og tilkynntu hróðugir að þeir vildu ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum með 30 prósent fylgi.

Þegar miðjufólkið horfir upp á öfgahópa gera sig breiða í nafni lýðræðis missir það trúna á lýðræðinu. Eðlilega.

 


Ítalir vilja losna við evruna

Ný ríkisstjórn Ítalíu lítur á evruna sem kúgunartæki Þjóðverja og Frakka í Evrópusambandinu. Tillögur nýju stjórnarinnar um hliðargjaldmiðil eru taldar fyrsta skrefið í átt að afnámi evrunnar sem lögeyris á Ítalíu. 

Neyðarástand skapast í höfuðborgum Evrópusambandsins í kjölfar frétta frá Róm um atlöguna að evrunni.

Ítalía er eitt af stofnríkjum Evrópusambandsins. Þegar niðurstaða lýðræðislegra kosninga leiða til tillagna um að afturkalla þátttöku Ítala í gjaldmiðlasamstarfinu, sem er hornsteinn sambandsins, er morgunljóst að undirstöður ESB eru feysknar. Svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Ekki þrælar Þjóðverja eða Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband