Grunnskólakennarar gefast upp

Valdabarátta innan raða grunnskólakennara olli því að ítrekað voru samningar forystu kennara við sveitarfélög felldir. Byltingarliðið, Ragnar Þór Pétursson formaður KÍ í fararbroddi, telur sig hafa náð þeim árangri sem næst í þessari umferð og er tilbúið að slíðra sverðin.

Núverandi forysta Félags grunnskólakennara nær ekki neinu fram sem sú fyrri náði ekki. Laun grunnskólakennara í Reykjavík eru nú þegar hærri en annarra háskólamenntaðra.

Hávaðinn og lætin í byltingarliðinu gæti leitt það eitt af sér að grunnskólinn yrði styttur, efsti bekkur yrði færður upp í framhaldsskóla. 

 


mbl.is Vilja þjóðarsátt um hækkun launa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamas stjórnar Gaza, ekki Ísrael

Hryðjuverkasamtökin Hamas stjórna Gaza og því er ekki um neitt hernám Ísrael að ræða. Palestínumenn stjórna Gaza frá árinu 2005. 

Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna fer villur vegar þegar hann segir Ísraela hernámsþjóð á Gaza.

Aftur er vitað að Hamas gengur illa að stjórna Gaza og efnir reglulega til átaka við Israel til að draga athyglina frá óstjórninni.


mbl.is Harkan í ósamræmi við mótmælin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er treystandi fyrir banka?

Síðast þegar einkaaðilar áttu banka á Íslandi settu þeir þjóðina á hausinn. Ríkið og lánadrottnar þrotabankanna eignuðust bankakerfið í heild sinni eftir hrun.

Vandinn við að íslenskir einkaaðilar stjórni banka er sá að freistnivandinn er yfirþyrmandi. Þeir Íslendingar sem eiga á annað borð peninga til að kaupa banka eru í viðskiptum þvers og kruss í samfélaginu. Og eignarhald banka verður notað til að fjármagna þau viðskipti. Það er eins víst og nótt fylgir degi.

Bankar framleiða peninga með lánum. Einkaaðilar munu alltaf freistast til þess að framleiða lánsfé í eigin þágu. Eins og aðdragandi hrunsins sýndi svart á hvítu. Bankar voru rændir að innan og líkinu hent í fang ríkissjóðs.

Til skamms tíma var lífeyrissjóðum ætlað að eignast ráðandi hlut í Arion banka. Þeir þorðu ekki, líklega vegna freistnivandans. Nú eru það útlendingar sem eiga að leysa vandann. Við verðum að krossa fingur og vona að það verði ekki útlendingar af sömu gerð og keyptu hlut í forvera Arion, Kaupþingi, í viðskiptafléttu sem kennd er við Al Thani


mbl.is „Mikilvæg vegferð fyrir Arion og kerfið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband