Lævís áróður RÚV

Í lok RÚV-fréttar í sjónvarpinu um kjaradeilu ljósmæðra sagði fréttamaður að ekki hefði tekist að ná í heilbrigðisráðherra í dag. Margoft hefur komið fram að ljósmæður, líkt og aðrar starfsstéttir ríkisins, semja við fjármálaráðuneytið um kaup og kjör.

Hvers vegna fann fréttamaður sig knúinn til að segjast ekki hafa fengið heilbrigðisráðherra í viðtal? Jú, til að láta svo líta út að ráðherra væri á flótta í máli sem hann þó á ekki formlega aðild að - er ekki með forræði málsins.

RÚV á að upplýsa en ekki reka eiturnöðrupólitík.


mbl.is „Við erum að fara fram á leiðréttingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir heimar: grunn - og framhaldsskólakennarar

Grunnskólakennarar hafa á síðustu misserum ítrekað hafnað kjarasamningum sem forysta þeirra hefur gert við viðsemjendur. Afleiðingin er upplausn og vantraust innan raða grunnskólakennara.

Forysta framhaldsskólakennara nýtur aftur breiðs stuðnings. Samningar sem forystan gerir fá góðan hljómgrunn og afgerandi niðurstöðu í kosningum.

Í almennu verkalýðshreyfingunni vísa róttæk öfl stundum til samtaka kennara sem fyrirmynd. Þar er átt við grunnskólakennara, þar sem upplausn og vantraust ríkir. Í heildarsamtökum kennara, KÍ, var grunnskólakennari kjörinn formaður, enda grunnskólakennarar fjölmennastir. Sá formaður fékk á sig vantrausttillögu áður en hann tók við embætti. Það er einsdæmi.


mbl.is Framhaldsskólakennarar samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmenn verja velferð - loka á flóttamenn

Flóttamenn frá Norður-Afríku, miðausturlöndum og Asíu hafa streymt til Danmerkur og Svíþjóð í leit að betra lífi. Ekki síst er það velferðarkerfið í þessum löndum sem trekkir.

En nú segja jafnaðarmenn í Danmörku og Svíþjóð hingað og ekki lengra. Til að verja velferðina verður að takmarka aðstreymi flóttamanna.

Á Íslandi er Samfylkingin einörðust í opingáttarstefnu gagnvart flóttamönnum. Tímabært er að læra af jafnaðarmönnum í Danmörku og Svíþjóð - áður en það er of seint.


mbl.is Bannaðir í Svíþjóð fari þeir ekki sjálfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marx í Brussel

Við getum lært af Marx, sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, á 200 ára afmæli Karls Marx.

Allar tilraunir til að framkvæma marxisma í 100 ár, frá rússnesku byltingunni að telja, hafa endað i kúgun og blóðbaði

Þjóðfélagsmarxismi felur í sér nauðhyggju. Endalok samfélagsþróunar eru þegar öreigarnir yfirtaka opinbert vald. Embættismenn (les: valdhafar í Brussel) fara með þau völd í þágu almúgans.

En hvorki embættismenn í Moskvu á tímum Sovétríkjanna né starfsbræður þeirra í Brussel á tíma Evrópusambandsins eru þess megnugir að stýra lífi fólks og samfélaga með mannsbrag. Marxismi slítur í sundur tengsl valdhafa við umbjóðendur sína. Valdið sækir ekki réttlætingu til fólksins heldur veraldlegra trúarbragða. Og það endar alltaf illa.


Bloggfærslur 7. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband