RÚV keypti sig frá málshöfđun međ skattpeningum

RÚV notađi skattfé frá almenningi til ađ kaupa sig frá málshöfđun. RÚV greiddi Guđmundi Spartakus Ómarssyni 2,5 milljónir króna.

Guđmundur stefndi einnig Sigmundi Erni ritstjóra Hringbrautar, en tapađi.

RÚV er ríki í ríkinu; notar opinbert fé til ađ vega ađ mannorđi manns og annars en kaupir sig frá málaferlum  - aftur međ almannafé. Er ekki nćr ađ leggja RÚV niđur og nota peningana í annađ ţarfara?


mbl.is „Ég er hćstánćgđur međ Hćstarétt“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

ESB/EES eru skrítin fyrirbćri

Evrópusambandiđ, EES, er tilraun stćrstu ríkja meginlands Evrópu, Frakklands og Ţýskalands, ađ leysa sambúđarvanda sitt í kjölfar tveggja heimsstyrjalda. Smáţjóđirnar í kring taka ţátt í tilrauninni af illri nauđsyn. 

Eftir ţví sem fjćr dregur kjarnaríkjunum verđur samstarfiđ hnökróttara. Danmörk og Svíţjóđ taka ekki upp evru og Austur-Evrópa neitar ađ hlýđa bođvaldi Brussel, t.d. um viđtöku flóttamanna. Bretland gekk úr ESB vegna afskipta af innanríkismálum eyţjóđarinnar.

EES-samningurinn, sem Ísland á ađild ađ, var saminn fyrir ţjóđir á leiđ inn í sambandiđ. Hann er skrítinn á sama hátt og ESB sjálft; lög og regluverk eru sett af embćttismönnum í Brussel sem hvorki hafa lýđrćđislegt umbođ né ţekkingu á stađbundnum ađstćđum.

Viđ eigum ađ losa okkur úr EES hiđ fyrsta.


mbl.is Gert ađ taka upp „skrítna“ löggjöf
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Gunnar Smári og skćruliđarnir

Sósíalistaflokkur Gunnars Smára Egilssonar er á bakviđ hótanir formanns VR um ađ lama samfélagiđ međ skćruverkföllum. Á frambođslista Sósíalistaflokksins, sjá viđtengda frétt, eru róttćklingar úr Eflingu og VR sem tala fyrir byltingu.

Annar áberandi hópur á frambođslista Sósíalistaflokksins er öryrkjar, en ţeim hefur fjölgađ nokkuđ í góđćrinu.

Formađur Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári, er sjálfur ekki í frambođi. Á seinni árum lćtur Smáranum betur ađ starfa á bakviđ tjöldin. Á ferilsskrá hans eru fleiri gjaldţrota blađaútgáfur en nokkur Íslendingur, lífs eđa liđinn, getur stćrt sig af, síđast Fréttatíminn. Gunnar Smári var handlangari auđmannsins Jóns Ásgeirs, gekk í samtök múslíma til ađ bođa fagnađarerindi spámannsins, síđar stofnađi hann Fylkisflokkinn til ađ gera Ísland ađ fylki í Noregi.

En núna er ţađ sem sagt sósíalismi og bylting góđćrisöryrkja međ skćruhernađi. Sagan endurtekur sig, sagđi Karl Marx, fyrst í harmleik síđan sem farsi.     


mbl.is Sanna leiđir Sósíalistaflokkinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband