Persónuhatur í verkó - rök bíta ekki

Vinstrimönnum hćttir til, í meira mćli en hćgrimönnum, ađ persónugera pólitísk átök. Löng hefđ er fyrir persónuóvildinni. Karl Marx, sem varđ 200 ára um daginn, hatađist viđ nćr alla - nema ţá sem gáfum honum pening til ađ skrimta og skrifa um draumaríkiđ.

Verkalýđshreyfingin er til vinstri í sögunni. Ţegar velferđaríkiđ náđi ţroska, eftir seinna stríđ, urđu mjúkir kratar, stundum kallađir tćknikratar, ráđandi í hreyfingunni. Tćknikratar, eins og hćgrimenn, sjá meginlínur í ţróuninni. Ef kaupmáttur vex, atvinnuleysi er lítiđ og hagvöxtur lofandi eru allir sáttir.

Nema, auđvitađ, róttćklingarnir sem sjá auđvaldiđ í hverju horni, hvort heldur í Hörpu eđa húsakynnum ASÍ. 

Rök bíta ekki á róttćklinga. Ţeir búa í öđrum hagtöluheimi en fólk flest. Ţegar rökin ţrýtur er fariđ í manninn.


mbl.is Vill vantraust á Gylfa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Rússland fćr Úkraínu, Ísrael Sýrland

Áđur en Benjam­in Net­anya­hu forsćtisráđherra Ísraels fyrirskipađi árás á Írani í Sýrlandi skaust hann til Moskvu ađ hitta Pútín. Net­anya­hu skreytti sig međ Georgsslaufunni viđ heimsóknina, segir í Spiegel, en Rússum er slaufan kćr. Hún er tákn um sigur Rússa yfir Ţjóđverjum í seinna stríđi.

Georgsslaufan er líka tákn rússneskra uppreisnarmanna í Úkraínu, sem njóta stuđnings Moskvu til ađ koma í veg fyrir ađ Úkraína verđi Nató-ríki. Net­anya­hu er lćs á pólitík. Ţótt Ísrael eigi engan hlut í Úkraínudeilunni á ísraelski forsćtisráđherrann ţađ sem Pútín skiptir máli, sem er ađgangur ađ Trump Bandaríkjaforseta.

Uppsögn Trump á samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Íran gerbreytir pólitískri stöđu mála í miđausturlöndum. Í augum Bandaríkjanna er Íran orđiđ Norđur-Kórea miđausturlanda. Bandaríkin einsetja sér ađ knésetja Íran, líkt og Norđur-Kóreu.

Íran ćtlađi sér stóra hluti í heimshlutanum međ stuđningi viđ Assad Sýrlandsforseta. Sýrland er stökkpallur inn í Ísrael og lykilatriđi fyrir gyđingaríkiđ ađ Íran fái ekki ađstöđu í Sýrlandi. Linnulausar hótanir klerkanna um gereyđingu Ísraels eru skýr vitnisburđur um ćtlan ţeirra.

Rússar eru bakhjarlar bćđi Assad og klerkastjórnarinnar í Teheran. Ástćđan fyrir ţví ađ Rússar beittu sér í ţágu Assad heitir Úkraína. Ef Bandaríkin fallast á tilslökun gagnvart Rússum í Úkraínu er möguleiki ađ Pútín gefi eftir í Sýrlandi. Á ţetta veđjar Benjam­in Net­anya­hu.

Úkraína og Sýrland eru bćđi ónýt ríki vegna innanlandsófriđar. Ţau verđa skiptimynt í stórveldaslag. Norđur-Sýrland verđur áhrifasvćđi Tyrkja, sem er Nató-ríki en í bandalagi viđ Rússa. Suđur-Sýrland verđur afvopnađ í ţágu Ísraels. Hvort pláss verđur fyrir Assad er undir hćlinn lagt.

Úkraínu verđur skipt upp í sjálfsstjórnarhéruđ samkvćmt Minsk-samkomulaginu er felur í sér ađ Austur-Úkraína verđur rússneskt áhrifasvćđi en vesturhlutinn hallar sér ađ Evrópusambandinu.

Í dramatík alţjóđastjórnmála ţarf einhvern óţokka. Obama Bandaríkjaforseti gerđi Pútín ađ illmenninu. Trump fćrir hlutverkiđ, fyrst yfir á Norđur-Kóreu en núna á klerkana í Íran. Ţeir eru meira en viljugir ađ taka ađ sér hlutverkiđ, sýndu ţađ međ ţví ađ kveikja í bandaríska fánanum í ţinghúsinu í Teheran. 

Tákn eru öflug vopn í stjórnmálum, hvort heldur Georgsslaufan í Moskvu eđa brenndur Bandaríkjafáni í Íran.


mbl.is „Íranir fóru yfir strikiđ“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband