Sextán framboð en tveir kostir: óreiða eða kjölfesta

Þrátt fyrir sextán framboð í Reykjavík eru kostirnir í reynd aðeins tveir, vinstrióreiða eða kjölfesta með Sjálfstæðisflokkinn sem sterkasta aflið.

Kjósendur átta sig á ábyrgð sinni á kjördegi.

Og hafna óreiðunni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íran hótar Evrópu: viðskipti annars kjarnorkuvopn

Íran hótar að hefja þróun kjarnorkuvopna að nýju nema Evrópa kaupi af Íran olíu og stundi viðskipti við ríkið. Telegraph segir frá hótuninni.

Trump Bandaríkjaforseti hætti stuðningi við samkomulag um kjarnorkuafvopnun Íran. Evrópsk fyrirtæki geta ekki stundað viðskipti við Íran án þess að skaða hagsmuni sína í Bandaríkjunum.

Hótun Írana gegn Evrópu því sem næst útilokar að ráðamenn í álfunni taki höndum saman gegn viðskiptaþvingunum ríkisstjórnar Trump. Hótun Írana er hrein og bein fjárkúgun.


Lausafjárkreppa - raðgjaldþrot yfirvofandi

Í landinu er lausafjárkreppa sem stafar af offjárfestingum í fasteignum, en þær hafa  gefið bestu ávöxtunina á síðustu árum. Fasteignakaupendur, og þar eru margir spákaupmenn, hafa sogað til sín fjármagn frá lánastofnunum og myndað ósjálfbæra eignabólu.

Á meðan fasteignaverð hækkaði jafnt og þétt voru allir sáttir, nema leigjendur og ungt fólk að kaupa sínu fyrstu fasteign. Eigendur fasteigna högnuðust og bankar þöndu út lánabækurnar.

Komið er að skuldadögum. Fasteignaverð hækkar ekki lengur, heldur stendur í stað og gæti lækkað. Ofurskuldsettir kaupendur verða að losa um eignir. Sumir geta það ekki í tæka tíð - verða gjaldþrota.

Til að mæta lausafjárkreppunni krefjast stórneytendur lána vaxtalækkunar, samanber viðtengda frétt og leiðara Fréttablaðsins í dag. Engin hagfræðileg rök eru fyrir vaxtalækkun - við erum á þenslutíma - og þá er krafan að bankaskattar verði aflagðir og ,,séríslenskar reglur".

Síðast kröfðust bankarnir afnáms ,,séríslenskra reglna" skömmu fyrir hrun. Við vitum hvernig fór um þá sjóferð.

Fyrirsjáanlegt raðgjaldþrot stórtækra ofurskuldsettra fasteignakaupenda er gott mál. Bankar eiga ekki að fjármagna fasteignabólur, markaðurinn þarf leiðréttingu. Ef leiðréttingin kemur í tíma verður ekki hrun. En áhættufíklarnir brenna sig. Þannig á það að vera.


mbl.is Séríslenskar reglur hækka kostnað neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband