Seltjarnarnes: óánæjudraugar í draumabæ

Óánægðir á Seltjarnarnesi bjóða fram sérlista með þeim rökum að bæjarsjóður sé illa rekinn. Viðskiptablaðið gerði samanburð á rekstri sveitarfélaga. Þar segir

Af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er staðan langbest í Seltjarnarnesbæ. Bærinn skuldaði 1,8 milljarða króna um síðustu áramót, eða um 400 þúsund krónur á hvern íbúa, og skuldviðmiðið stóð í 10%.

Næstbest var staðan í Garðabæ, sem skuldaði 11 milljarða eða ríflega 700 þúsund á hvern íbúa. Skuldaviðmiðið í Garðabær var 63% um áramótin síðustu. Í Mosfellsbæ var skuldaviðmiðið 108%. Bærinn skuldaði 11,2 milljarða króna, sem er rúmlega 1,1 milljón á hvern íbúa. Eins og áður hefur komið fram var skuldaviðmiðið í Hafnarfirði 148%. Hafnarfjarðarbær skuldaði 39,2 milljarða króna, sem jafngildir tæplega 1,4 milljónum á íbúa. Skuldaviðmiðið í Kópavogi var 146% um síðustu áramót. Bærinn skuldaði 44 milljarða króna eða ríflega 1,2 milljónir króna á hvern íbúa.

,,Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið", segir Vísbending eftir ítarlegan samanburð á sveitarfélögum.

Sumu fólki er aldrei hægt að gera til hæfis. Það er alltaf óánægt. Til skamms tíma sérhæfðu vinstriflokkarnir sig í óánægjunni og þótti ekki góð pólitík. En nú eru það sem sagt hægrimenn í draumasveitarfélaginu er kyrja óánægjusönginn. Svo bregðast krosstré sem önnur.


mbl.is Vilja ekki „krútt og kruðerístefnu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænir kratar bregðast Loga - loka á flóttamenn

Formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, fordæmdi danska sósíaldemókrata fyrir að loka á aðstreymi flóttamanna til Danmerkur. Nú höggva sænskir kratar í sama knérunn, vilja skera niður viðtöku flóttamanna um helming.

Aumingja Logi verður einn krata um það á Norðurlöndum að vilja hleypa flóttamönnum óhindrað í velferðarkerfið. Viðtaka flóttamanna kostar sex til sjö milljarða á ári. Logi vill setja meira í hítina.

Kratismi Loga er séríslenskur.


mbl.is Svíþjóðardemókratar bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík: minna lýðræði, tapaður félagsauður

Sextán framboð til borgarstjórnar er merki um minna lýðræði og tapaðan félagsauð. Lýðræði þarf samheldni, sem m.a. birtist í félagsauði. Fleiri framboð sýna minni samheldni enda væru framboðin ekki svona mörg ef fólk gæti unnið saman.

Einsmálsframboð og kynjaflokkar eru hvorttveggja vitnisburður um flótta frá samvinnu og samfélagshugsun yfir í smásálarpólitík sértrúarsafnaða.

Allsnægtirnar bjóða þessari hættu heim. Allur þorri fólks hefur það svo fjandi gott að það hefur tíma til að sporta sig óánægt með tittlingaskít. Ljósmæður bugast vegna þess að það er ekki nógu breitt launabil á milli þeirra og hjúkrunarfræðinga; grunnskólakennarar eru í öngum sínum yfir því að vinna fullan vinnudag; fólk vælir ef það fær ekki góða íbúð í miðborginni fyrir 150 þúsund kall á mánuði; femínistar eru miður sín að karlar skuli enn sjást í stjórnendastöðum.

Ímynduð vonsku heimsins kallar fólk til framboðs að berjast við vindmyllur. 

 


mbl.is Margir flokkar sækja á sömu mið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband