Útlenskar undirskriftir á Eurovision áskorun

Andstæðingar Ísrael safna undirskriftum með útlendinga til að Ísland taki ekki þátt í næstu Eurovision-keppni. Á Facebook kynna Íslendingar fyrir útlendum vinum sínum staðlað form með beiðni um stuðning við málefnið.

Textinn er á ensku og beinlínis ætlaður til að fá erlenda andstæðinga Ísraels í lið með þeim íslensku.

Undirskriftarsöfnun af þessu tagi er algjörlega ómarktæk. Það eru ekki útlendingar sem eiga að ráða því hvort Ísland taki þátt Eurovision.


mbl.is 20 þúsund á móti þátttöku í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar drepa EES - sendum blóm til London

EES-samningur Íslands og Noregs við Evrópusambandið er kominn á líkbörurnar. Ef Bretar afþakka EES, eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, er tómt mál að tala um framhaldslíf EES. Nema, auðvitað, maður sé norskur eða íslenskur embættismaður flinkur að stinga hausnum í sandinn.

Allar líkur eru á að Bretar semji tvíhliða við Evrópusambandið en gangi ekki í EES. Það fyrirkomulag staðfestir fullveldi Bretlands. Aðild að EES skerðir fullveldið.

Þegar fyrir liggur að Bretar standi utan EES verður pólitískur ómöguleiki í Osló og Reykjavík að sýna fram á kosti samningsins umfram það að standa utan hans, líkt og Bretland kýs.


mbl.is „Aðild að EES er dauð eftir þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir styrkja Kjarnann og Stundina?

Kjarninn og Stundin eru fjölmiðlar sem lifa á styrkjum. Ekki er gefið upp hverjir styrkja þessa fjölmiðla né heldur hvað styrkveitendur fá í staðinn.

Fjölmiðill sem lifir á styrkjum er ekki sjálfstæður. Hann er bókstaflega í vasa þeirra sem leggja til styrktarfé.

Og þegar fjölmiðill gefur ekki upp hverjir veita styrkina þá siglir fjölmiðillinn undir fölsku flaggi og er ómarktækur.


mbl.is Styrkir stór hluti tekna Kjarnans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pútín brúarsmiður, vesturlönd klofin

Rússar tengja Krímskaga við heimalandið með nýrri brú. Vesturlönd neita að viðurkenna eignarnám Rússa á skaganum sem löngum var rússneskur en Úkraína fékk gefins á tíma Sovétríkjanna.

Rússar lögðu hald á Krím þegar Bandaríkin og Evrópusambandið reyndu að færa Úkraínu undir áhrifasvæði sitt. Úkraína er klofið land. Stjórnin í Kiev, studd og fjármögnuð af vesturlöndum ræður vesturhluta landsins, en uppreisnarmenn á bandi Moskvu austurhlutanum.

Pútín Rússlandsforseti er með tögl og hagldir í Úkraínu af tveim ástæðum. Í fyrsta lagi er landið í bakgarði Rússlands með stóran rússneskan minnihluta. Tæpur þriðjungur landsmanna er með rússnesku sem móðurmál. Í öðru lagi eru Bandaríkin og Evrópusambandið ekki samstíga í vestrænni útþenslustefnu þegar á móti blæs. Vestræn ríki höfðu afl til að innlima Úkraínu en heyktust á því þegar Rússar spyrntu við fótum.

Vestræn samstaða er iðulega meira á yfirborðinu en í reynd. Það sést enn betur í málefnum Íran. Trump forseti afturkallar stuðning við samkomulag um kjarnorkumál Írans og setur um leið stórfellda viðskiptahagsmuni Vestur-Evrópu í uppnám. 


mbl.is Brú á milli Rússlands og Krímskaga opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband