Fullur sigur Sigríðar

Hæstiréttur staðfesti að Sigríður Á Andersen dómsmálaráðherra skipaði dómara í landsrétt sem að fullu eru hæfir til starfsins. 

Pólitískur hávaði um að aðrir umsækjendur ættu tilkall til að fá skipun í millidómsstigið er aukaatriði í málinu.

Enn ómerkilegri er sá hávaði að valnefnd út í bæ standi ofar í stjórnskipun landsins en stjórnarráðið og alþingi.

Til hamingju, Sigríður.


mbl.is Vísað til Mannréttindadómstólsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrimaður til varnar Jordan Peterson

Jordan Peterson er stærsta umbreytingaraflið í vestrænni pólitískri umræðu um þessar mundir. Kanadíski prófessorinn fyllir fyrirlestrasali austan hafs og vestan og tók Ástralíu með trompi.

Peterson skorar á hólm viðteknar hugmyndir síðustu áratuga um að samfélag manna sé félagsleg hönnun sem má fara með að vild. Rök Peterson eru að þótt samfélagið taki breytingum með pólitískum ákvörðunum og sögulegri þróun takmarka undirliggjandi þættir, t.d. líffræði, hversu langt er hægt að ganga ef ekki á illa að fara.

Í grunninn talar Peterson fyrir íhaldssemi og varkárni í tilraunum til að bæta samfélagið með róttækum hætti. Íslenska orðtakið ,,betri er krókur en kelda" á vel við sjónarmið hans.

Vinstrimenn útmála Peterson með hala, horn og klaufar. Í þeirra augum er Peterson þjófur í Paradís þess albúinn að ræna okkur draumnum um fyrirmyndarríkið.

Sumir vinstrimenn, t.d. Carol Horton, gefa sér tíma til að gaumgæfa hvað Peterson segir og komast að þeirri niðurstöðu að Kanadamaðurinn gæti jafnvel hjálpað vinstrimönnum að hugsa sína pólitík upp á nýtt. Og veitir ekki af. Vinstripólitík síðustu ára er kviksyndi ruglanda, upphrópana og geðillsku.


Laun hækka án samninga - óþörf verkalýðshreyfing

Engir kjarasamningar gefa 7,3 prósent hækkun laun á liðnu ári. Hvers vegna í ósköpunum hækka launin?

Jú, launin hækka vegna þess að atvinnurekendur hækka laun starfsmanna til að halda í þá. Þetta gildir um almenna vinnumarkaðinn en síður um þann opinbara.

Það er sáralítið atvinnuleysi, þökk sé krónunni, og samkeppni um vinnuafl.

Verkalýðshreyfingin semur um lágmarkslaun, sem fáir fara eftir. Þegar markaðslaun eru almennt hærri en taxtar verkalýðsfélaga má velta fyrir hvort verkalýðshreyfingin sé ekki afæta launafólks, hirðir af þeim félagsgjöld en gerir fátt annað en að leika sér í pólitík.


mbl.is Laun hafa hækkað um 7,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB yfirtekur Ísland í gegnum bakdyrnar

Evrópusambandið sækir að fullveldi Íslands með einhliða ákvörðunum um að EES-samningurinn gildi ekki um samskipti þjóðanna heldur lúti Ísland boðvaldi Evrópusambandsins.

Ísland á aðild að EES-samningnum ásamt Noregi og Liechten­stein. Samningurinn kveður á um að sameiginlegur leysi úr ágreiningsmálum. Evrópusambandið vinnu skipulega að því að færa ákvörðunarvaldið frá sameiginlegum vettvangi færa til stofnana sem alfarið eru á forræði sambandsins.

Síðasta dæmið er persónuverndarlöggjöf ESB. Löngu tímabært er að Ísland segi sig frá EES-samningnum.


mbl.is Falið vald yfir íslenskum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband