Rétt hjá Vigdísi, Viðreisn á ekki framtíð sem vinstriflokkur

Viðreisn getur ekki orðið fimmta hjólið undir vagni vinstrimeirihluta í Reykjavík. Fimmta hjólið er varadekk og að Viðreisn verði varaskeifa fyrir fallinn meirihluta kemur flokknum í koll í næstu þingkosningum.

Til að Viðreisn eigi sér framhaldslíf yrði versti kostur flokksins að festast í smáflokkakraðakinu á vinstri vængnum.

Vigdís Hauksdóttir sér fram á að Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn, Miðflokkur og Flokkur fólksins myndi meirihluta. Það væri í anda megin niðurstöðu kosninganna þar sem kjósendur höfnuðu vinstrimeirihlutanum.


mbl.is Vigdís sér fyrir sér meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrisamkeppni í öfgum - 5 flokka meirihluti

Eina útgáfa vinstrimeirihluta í Reykjavik er fimm flokka og með Viðreisn, sem er hægriflokkur. Ráðsettir vinstriflokkar, Samfylking og Vinstri grænir, eru í samkeppni um að þjóna öfgum, sem birtust sem Píratar í síðustu kosningum og Sósíalistaflokkurinn núna.

Öfgarnar ganga út á að útmála Sjálfstæðisflokkinn sem ótækan í samstarf. Samfylkingin var á góðu skriði í höfuðborginni þangað til að áróðurinn um að flokkurinn tæki að sér hlutverk Vinstri grænna í ríkisstjórn - þ.e. samstarf við Sjálfstæðisflokkinn - fór að bíta. Tilhugsunin um meirihlutasamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var óreiðufólkinu á vinstri vængnum ofviða og það kaus Sósíalistaflokkinn.

Fimm flokka vinstrimeirihluti í Reykjavík yrði gagngert settur saman til að útiloka Sjálfstæðisflokkinn, sem 30 prósent Reykvíkinga kusu. Ekki beinlínis lýðræðislegt. Enda eru öfgastjórnmál aldrei lýðræðisleg.

Samfylkingin á völina og kvölina í Reykjavík, líkt og Vinstri grænir eftir síðustu þingkosningar. En ólíkt Vinstri grænum í landsstjórninni getur Samfylkingin ekki gert tilkall um stöðu oddvita í Reykjavík. 

Lýðræðisleg niðurstaða kosninganna í Reykjavík er að Eyþór verði borgarstjóri.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur sigurvegarar

Sjálfstæðisflokkurinn fellir vinstrimeirihlutann í höfuðborginni, Miðflokkurinn verður pólitískt afl á sveitarstjórnarstigi. Þetta eru helstu pólitísku tíðindi kjördagsins 2018.

Vinstrióreiðan fer vaxandi, öfgaframboð sósíalista heggur skarð í raðir ráðsettra vinstriflokka í Reykjavík. Það eru tíðindi númer tvö.

Tíðindi þrjú eru að klofningsframboð sjálfstæðismanna fara flatt, samanber Seltjarnarnes.

Samantekið: skynsemin er til hægri, óreiðan til vinstri.


mbl.is Meirihlutinn fallinn í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband