Sigmundar Davíðs-góðærinu að ljúka

Sigmundur Davíð, þá forsætisráðherra, bjó í haginn fyrir góðæri síðustu þriggja ára. Í fyrsta lagi með leiðréttingunni og í öðru lagi með samningum um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna.

Einhverjir hafa notað góðærið til að lækka skuldir og eiga borð fyrir báru þegar slakar á þenslunni. Aðrir haga sér eins og fífl í fjármálum og trúa á betri hag til eilífðarnóns. Þannig er sumt fólk. En hagkerfið er eins og annað í heimi hér, það skiptast á skin og skúrir.

Krónan hefur gefið eftir síðustu daga á gjaldeyrismarkaði. Þeir sem gerðu ráð fyrir sumarfríi í útlöndum þar sem dollarinn væri á 95-kall og evran á 115 kr. verða að endurskoða eyðsluáætlunina. Gjaldeyrisflæðið inn í landið ætti að vera með mesta móti núna, þegar erlendir ferðamenn staðfesta bókanir. En krónan lækkar sem sagt, dollarinn kominn í 102 kr. og evran 121. Í lok sumars, þegar innstreymið minnkar, lækkar krónan meira.

Næstu vikur og mánuðir verða aðlögunartími í hagkerfinu. Hugsum með hlýju til Sigmundar Davíðs og reynum að láta aðlögunina ekki verða að brotlendingu. 


mbl.is Vöxtur skulda sá mesti í 9 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörpusláttur launamisréttis - ábyrgð ríkis og borgar

Forstjóri Hörpu fær 15-20 prósent launahækkun en lægst launaða starfsfólkinu er gert að taka á sig launalækkun.

Ef engar trúverðugar skýringar eru á þessu málatilbúnaði er aðeins eitt í stöðunni. Að ríki og borg reki yfirstjórn Hörpu á einu bretti og komi skikki á málin.

Ótækt er að opinber stofnun fokki upp viðkvæmri stöðu í launaumræðunni.


mbl.is Þjónustufulltrúar í Hörpu segja upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband