Sunnudagur, 5. maí 2019
Hvað varð um WOW-hrunið?
Þegar WOW fór í gjaldþrot var talað um hrun ferðaþjónustunnar. Eitthvað gengur erfiðlega að framkalla hrunið í reynd.
Ekki einu sinni er hægt að tala um svokallað WOW-hrun, svo lítilfjörleg eru áhrifin.
Menn ættu að hugsa svolítið meira áður en þeir tala.
![]() |
Jet2.com fjölgar ferðum til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 5. maí 2019
Ský, vísindi, loftslag - og hörmungar
Á hverjum tíma eru 70 prósent jarðarinnar í skugga skýja. Skýjafar er óútreiknanlegt og er ein meginástæðan fyrir því að spár um þróun loftslags á jörðinni eru óáreiðanlegar.
Í skjóli óvissunnar eru búnar til hörmungar um eyðingu jarðarinnar af mannavöldum.
En, sem sagt, jörðin er ekki manngerð og veðurfarið ekki heldur. Við verðum að sætta okkur við að veðrið og loftslagið er óútreiknanlegt.
![]() |
Sólin ýtir hitanum upp sunnanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 4. maí 2019
Viðskiptaráð stundar áróður, gerir mönnum upp skoðanir
Viðskiptaráð hefur ekki eina einustu heimild fyrir því að EES-samningurinn komist í uppnám ef Ísland afþakkar 3. orkupakkann. Samt segir ráðið í umsögn: ,,að óvissan við það að neita samþykkt sé mikil og að í raun breyti orkupakkinn sáralitlu."
Það liggur fyrir að neiti Ísland 3. orkupakkanum fer málið í ferli skv. EES-samningnum. Í því ferli verður spurt hvort hlutlægar aðstæður mæli með innleiðingu orkupakkans. Augljóst er að aðstæður hér á landi - við erum ótengd orkuneti ESB - mæla ekki með innleiðingu.
Fyrir hagsmuni ESB breytir engu hvort Ísland innleiði 3. orkupakkann eða ekki. Nema, auðvitað, að það sé ætlun ESB að komast yfir íslenska raforku. Málsmeðferðin í EES myndi leiða það í ljós hvort ESB er á höttunum eftir ódýrri íslenskri raforku.
Viðskiptaráð gerir andstæðingum 3. orkupakkans upp skoðanir, sem er nýlunda í málflutningi ráðsins.
Þeir sem styðja innleiðingu 3. orkupakkans eru í sömu sporum og þeir sem studdu Icsave-lögin. Málflutningurinn er líka svipaður; Ísland hlýtur verra af standi þjóðin á móti kröfum um að landið gangist undir útlendar skuldbindingar.
Engin þjóð tapar á því að standa á rétti sínum. Forsenda fyrir blómlegu mannlífi á Íslandi er að við stjórnum alfarið náttúruauðlindum okkar.
![]() |
Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 4. maí 2019
Léleg rök, lýðræðið og orkupakkinn
Í lýðræði hlusta stjórnvöld á umræðu almennings. Gagnkvæmur skilningur borgara og stjórnvalda er að það sé báðum fyrir bestu. Borgurum finnst þeir búa við stjórnarfar sem ber hag þeirra fyrir brjósti og yfirvöld eiga hægara að stjórna þegar þeim er treyst.
Í umræðu takast á rök. Þegar álitaefnið er flókið, t.d. skattalög, er erfitt að átta sig á gæðum raka til stuðnings tiltekinni breytingu. Þegar umræðuefnið er einfalt, svo sem 3. orkupakkinn, er snöggtum greiðara að meta rökstuðninginn.
Rökstuðningur þeirra sem vilja samþykkja orkupakka 3 er í meginatriðum þessi:
1. það er hættulaust að samþykkja aðild að orkusambandi ESB, enda áhrif hans lítil.
2. við eigum að samþykkja 3. orkupakkann þar sem við höfum samþykkt pakka 1 og 2.
3. ef við samþykkjum ekki orkupakkann er aðild okkar að EES-samningnum í uppnámi.
Andstæðingar 3. orkupakkans segja á móti:
1. ESB tekur sér íhlutunarrétt í raforkumálum þeirra ríkja sem eiga aðild að orkusambandinu - sem Ísland yrði með samþykkt orkupakkans.
2. samþykkt orkupakka 1 og 2 var ekki loforð af hálfu Íslands að halda áfram á vegferð ESB i átt að miðstýringu orkumála.
3. engar heimildir eru fyrir því frá ESB að EES-samningurinn komist í uppnám þótt Ísland standi utan orkusambands ESB.
4. Ísland er ótengt raforkumarkaði ESB og því engin ástæða að taka upp ESB-reglur.
5. EES-samningurinn gerir ráð fyrir að EFTA-ríkin geti afþakkað lög og reglugerðir sem augljóst er að eigi ekki við um viðkomandi lönd. Ísland tekur t.d. ekki upp ESB-gerðir sem eiga við um skipaskurði og járnbrautalestir.
Hlutlaust mat á rökum með og á móti sýna svart á hvítu að rökin fyrir eru sýnu lélegri. Þau eru mótsagnakennd (orkupakkinn hefur lítil áhrif, segja þeir, en leggja velferð ríkisstjórnarinnar að veði) og byggja ekki á heimildum, sbr. að enginn ESB-heimild er fyrir uppnámi EES-samningsins.
Ef umræðan um orkupakkann yrði settur í samhengi við knattspyrnuleik væri staðan 4-0 fyrir andstæðinga 3OP og skammt til leiksloka.
Það er lýðræðinu hættulegt þegar léleg rök eru tekin fram yfir gild rök, og því hættulegri sem málefnið er stærra. Stjórnvöld sem ekki taka mark á umræðu almennings sýna kjósendum hroka. Þegar yfirvöld taka ekki mark á umbjóðendum sínum grafa þau undan trausti sem er forsenda lýðræðis.
Enn er tími fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að ná áttum í þriðja orkupakkamálinu. Stjórnin yxi í áliti að taka mið af umræðu almennings.
![]() |
Spilling veldur mestum áhyggjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. maí 2019
Orkupakkinn er pólitík, en ekki flokkspólitík
Andstaðan við orkupakka 3 er almennari í þjóðfélaginu en á alþingi. Á talandi stundu eru sex þingflokkar fylgjandi orkupakkanum, ríkisstjórnarflokkarnir þrír auk Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata. Aðeins Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á móti.
Úti í þjóðfélaginu eru þekktir framsóknarmenn á móti orkupakkanum: Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson; sjálfstæðismenn eins og Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson; samfylkingarfólkið Jón Baldvin og Sighvatur Björgvinsson; vinstri grænir á borð við Ögmund Jónasson og Drífu Snædal.
Um 11 þúsund manns eru búin að skrifa undir áskorun fjöldahreyfingarinnar Orkan okkar um að alþingi hafni 3. orkupakkanum.
Yfirráð Íslendinga yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar er mörgum hjartans mál. Þegar flokkspólitíkin verður viðskila við stóran hluta þjóðarinnar er hætta á ferð, einkum fyrir flokka sem tala tungum tveim og sitt með hvorri. Munið Icesave-lögin og kosningarnar 2013.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 3. maí 2019
Neyð, stríð og loftslag
Á vesturlöndum er samkeppni um að trúa bábiljunni að loftslag jarðar sé manngert. Virðulegar stofnanir eins og breska þjóðþingið lýsa yfir ,,neyðarástandi" vegna lofthita. Og hver er neyðin? Jú, að lofthiti jarðar hækki að meðaltali um 1,5 gráðu.
Lofthiti tekur breytingum án atbeina mannsins. Þekkt eru hlýskeið á sögulegum tíma, t.d. á miðöldum. Maðurinn kom hvergi nærri.
Loftslagsvísindi eru ekki lengra á veg komin en svo að við fáum ekki marktækar veðurspár sem ná lengra fram í tímann en fáeina daga. En samt vaða uppi ,,snillingar" með veðurspár áratugi fram í tímann.
Þeir sem trúa á manngert veðurfar setja fram æ róttækari skoðanir og líkja stöðu mála við stríðsástand.
Í nafni hjávísinda er gerð krafa um að maðurinn taki óupplýstar ákvarðanir í hugarástandi taugaveiklunar. Það veit ekki á gott.
![]() |
Trump vill tilvísanir um loftslagmál burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 2. maí 2019
Hótun, Björn og Ragnhildur
Björn Bjarnason ræðir við flokkssystur sína Ragnhildi Kolka um 3. orkupakkann. Þau eru ekki sammála um hvort Íslendingum sé hótað, samþykkjum við ekki orkupakkann. Björn segir enga hótun/kúgun en Ragnhildur segir slíka tilburði hafða í frammi.
Hluti af svari Björns er eftirfarandi:
Það hefur aldrei gerst í 25 ára sögu EES-samstarfsins að ríki standi ekki við skuldbindingu sem það hefur samþykkt á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Að taka áhættu í þá veru vegna O3 er í senn ónauðsynlegt vegna íslenskra hagsmuna og óskynsamlegt frá pólitískum sjónarhóli vilji menn á annað borð aðild að EES-samstarfinu. (undirstrik. pv)
Undirstrikuðu orðin gefa einmitt til kynna hótun; að ef við samþykkjum ekki orkupakkann hljótum við verra af - EES-samningurinn komist í uppnám.
EES-samningurinn gerir beinlínis ráð fyrir tiltekinni málsmeðferð ef ríki afþakkar aðild að tilteknum lögum eða reglugerðum ESB. Það er meira en sjálfsagt að láta reyna á þessa málsmeðferð, einkum ef tvennt er haft í huga varðandi orkupakka þrjú:
a. Ísland er ekki tengt raforkukerfi ESB, því eru reglur um sameiginlegan orkumarkað okkur óviðkomandi.
b. Í húfi eru þjóðarhagsmunir, yfirstjórn á mikilvægri náttúruauðlind.
Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi eigum við að beita varúðarreglunni: ekki framselja völd yfir íslenskum málefnum til útlanda.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 2. maí 2019
Katrín Jakobs og efinn
Orkupakkinn er krafa ESB um að fá íhlutunarrétt í raforkumál Íslendinga. Um það er ekki deilt. Álitamálið er hve víðtæk áhrifin verða. Ekki er heldur um það deilt að orkupakkinn markaðsvæðir rafmagn og þar með náttúruna; þess sjást þegar merki.
Rök þeirra sem vilja samþykkja orkupakkann eru tvíþætt. Í fyrsta lagi að orkupakkinn breyti litlu sem engu og því sé óhætt að samþykkja hann. Í öðru lagi að það litla sem breytist sé jákvætt, samanber að færa rafmagn frá samneyslu í einkarekstur.
Greining ASÍ á orkupakkanum snýst einmitt um áhrif hans á sameign þjóðarinnar á orkuauðlindinni. Raforka er grunnþjónusta sem almannavaldið á að stýra en ekki einkaframtakið.
Deilan um orkupakkann hefur þegar klofið Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Framsóknarflokkurinn, með Frosta í fyrirsvari Orkunnar okkar og Guðna með sér, er einnig klofinn. Andstaða ASÍ við orkupakkann opnar nýja víglínu sem liggur þvert í gegnum bakland Vinstri grænna. Drífa forseti ASÍ er vinstri græn.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þarf ekki annað en að anda frá sér efasemdum um 3. orkupakka ESB og málið er dautt.
Í grunninn er Katrín varkár stjórnmálamaður og raunsær. Eins og umræðan hefur þróast væri fullkomið stílbrot af hálfu Katrínar að efast ekki um skynsemi þess að innleiða þriðja orkupakkann.
![]() |
Breytt afstaða ASÍ til ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 1. maí 2019
Flugviskubit, sjálfspíning og valdsýki
Flugviskubit heitir samviskubitið sem lofthitasinni fær þegar hann tekur flugið, segir einn slíkur í samtali við RÚV.
Ein miðstöð lofthitasinna, Guardian, segir að til að bjarga jörðinni verðum við að tortíma kapítalisma. Íslenskt stef sömu hugsunar kemur frá Landvernd sem vill að ríkisstjórnin lýsi yfir neyðarástandi vegna þess að lofthiti á Íslandi gæti orðið sá sami og hann var við landnám. ,,Neyðin" á Íslandi fyrir þúsund árum fólst meðal annars í því að við sigldum til Grænlands og stofnuðum þar nýlendur og einhverjir fáeinir reyndu fyrir sér á Vínlandi. Feðgarnir Eiríkur og Leifur þjáðust ábyggilega af siglviskubiti enda þurfti að fella tré til að smíða knörr.
Félagssálfræði lofthitasinna tekur á sig æ skýrari mynd. Þeir eru þjakaðir af sjálfspíningu og valdsýki. Söguleg hliðstæða er til dæmis Girolamo Savonarola sem bannaði gleði og sagði fólki að skammast sín fyrir tilveruna. Savonarola var menntamaður sem vissi upp á hár hvernig menn ættu að haga sér. Um tíma fékk hann fylgi og völd. Til lengdar þraut almenning þolinmæðina og gerði brennu úr kappanum.
Sjálfspíning og valdsýki haldast oft í hendur sökum þess að fólki sem ekki líður vel í eigin skinni getur ekki unnt öðrum bærilegs lífs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 1. maí 2019
Ný sjálfstæðisbarátta: Mogginn og ASÍ í sama liði
Leiðari Morgunblaðsins leggur út af umsögn ASÍ um orkupakkann. Ásælni ESB annars vegar og hins vegar peningamanna í auðlindir þjóðarinnar breyta víglínum stjórnmálanna.
Gegnheill sjálfstæðismaður eins og Gunnar Rögnvaldsson er ekkert að skafa af hlutunum: vald er sótt til útlanda til einkavæða auðlindir almennings.
Fréttablaðið, trútt uppruna sínum sem málgagn auðmanna, skrifar hvern leiðarann á fætur öðrum til stuðnings orkupakkanum.
Sál Sjálfstæðisflokksins er í húfi. Er móðurflokkur íslenskra stjórnmála genginn fyrir björg auðmanna og erlendra hagsmuna eða er hann enn þjóðarflokkur?
Á meðan mest mæðir á ráðherrum og þingliði Sjálfstæðisflokksins eru aðrir flokkar stikkfrí. En aðeins á yfirborðinu. Orkupakkamálið er orðið það stórt að sitthvað mun undan láta áður en yfir lýkur.
![]() |
Þriðji orkupakkinn feigðarflan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)