Neyð, stríð og loftslag

Á vesturlöndum er samkeppni um að trúa bábiljunni að loftslag jarðar sé manngert. Virðulegar stofnanir eins og breska þjóðþingið lýsa yfir ,,neyðarástandi" vegna lofthita. Og hver er neyðin? Jú, að lofthiti jarðar hækki að meðaltali um 1,5 gráðu.

Lofthiti tekur breytingum án atbeina mannsins. Þekkt eru hlýskeið á sögulegum tíma, t.d. á miðöldum. Maðurinn kom hvergi nærri. 

Loftslagsvísindi eru ekki lengra á veg komin en svo að við fáum ekki marktækar veðurspár sem ná lengra fram í tímann en fáeina daga. En samt vaða uppi ,,snillingar" með veðurspár áratugi fram í tímann. 

Þeir sem trúa á manngert veðurfar setja fram æ róttækari skoðanir og líkja stöðu mála við stríðsástand.

Í nafni hjávísinda er gerð krafa um að maðurinn taki óupplýstar ákvarðanir í hugarástandi taugaveiklunar. Það veit ekki á gott.


mbl.is Trump vill tilvísanir um loftslagmál burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Páll. Upp með Trump ef honum tekst að lægja öldurnar en þetta er alvöru borgara stríð á heimsvísu.

Valdimar Samúelsson, 3.5.2019 kl. 10:52

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Páll.

Þú skrifar "Loftslagsvísindi eru ekki lengra á veg komin en svo að við fáum ekki marktækar veðurspár"

En athugað að loftslag er ekki það sama og veður. Þú getur lesið þig til um þetta í kennslubókum eða á netinu. Ensku orðin eru climate og weather.

Skeggi Skaftason, 3.5.2019 kl. 10:56

3 Smámynd: rhansen

það er loftslagsveður hja Össuri sem sagt !

rhansen, 3.5.2019 kl. 11:40

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Færsla á selgulskautum getur verið orsakavaldur á loftslag og er afar líklegt. Og þessi færsla sem nú er orðin er ekki af mannavöldum, heldur gerast þessar færslur reglulega á líftíma jarðarinna. Þessi umræða um  losun CO2 af mannavöldum sem aðal forsenda loftlagsbreytinga er á villigötum. 

https://www.researchgate.net/publication/222817231_Are_there_conections_between_the_Earth's_magnetic_field_and_climate

Eggert Guðmundsson, 3.5.2019 kl. 13:27

5 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Á tímum hysteríu og veðurkölts heimsendaspámanna sem krefjast sósíalisma til að bjarga mannkyninu er betra að bíða þar til um hægist. Umfram "hagnaður" með markaðsvæðingu raforkunnar yrði brenndur á altari veðurköltsins eða færi í önnur hysterísks gæluverkefni. Raforkuverðið til neytanda mun hækka en hagnaðurinn skilar sér ekki þegar búið er að fórna honum.

Benedikt Halldórsson, 3.5.2019 kl. 14:38

6 Smámynd: Hörður Þormar

Hverjum hefur dottið það í hug að halda því fram að loftslag jarðarinnar sé manngert? Það er eins og að halda því fram að jörðin hafi ekki haft neitt loftslag áður en maðurinn varð til.

Nú hafa menn, sem betur fer, vaknað til vitundar um að maðurinn getur haft áhrif á loftslagið. Það gerir hann t.d. með brennslu á kolum og olíu sem eykur CO2 innihald lofthjúpsins. Þessi áhrif séu jafnvel að koma á svo hættulegt stig að brátt verði vart við ráðið. Þess vegna skuli reynt að stemma stigu við þeim, ef mögulegt er.

Þeir eru þó til sem eru mjög andvígir þessu viðhorfi. Það er svo sem skiljanlegt að ýmsir hagsmunaaðilar, t.d. í olíuframleiðslu og bílaiðnaði þyki mjög að sér vegið, en þeir eiga reyndar talsvert undir sér.

Það er því þeim mun undarlegra að sumum hér á landi sem engra hagsmuna eiga að gæta (ég trúi ekki að neinn þeirra sé á mála hjá arabískum olíufurstum), skuli vera svo heitt í hamsi í skrifum sínu um loftslagsmál að þeir noti stóryrði eins og "bábiljur", "hjávísindi" og eitthvað þaðan af verra um það að grípa til þessara varnaðaraðgerða.

Hér bendi ég á heimasíðu eins þessara "hjávísindamanna", hann er einn helsti sérfræðingur Þjóðverja í haffræði og loftslagsmálum :

  Home Page Stefan Rahmstorf - pik-potsdam.de

Hörður Þormar, 3.5.2019 kl. 17:41

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef ég má Páll ég fór í gróðurhús rétt hjá reykhólum ó Biskupstungum. Það í húsi höfðu þeir CO2 í 900ppm en sögðu að 1000ppm væri betra fyrir gróðurinn svo Hörður Þormar einhvað fyrir þig að hugsa. Þarna inni var tómat súpu matsala ofl og öllum leið vel enda er þetta ekki nema tæpt hálft prósent að öllum gróðurhúsa gastegundunum. CO2 eru 0.400%  

Valdimar Samúelsson, 3.5.2019 kl. 21:03

8 Smámynd: Hörður Þormar

Valdimar, ég þakka þér ábendinguna, ég mun áreiðanlega koma þar við ef ég á leið þar framhjá.

Ekki skil ég þetta hálfa prósent þitt, en satt er það, CO2 er ekki eina gróðurhúsalofttegundin, þar má einnig nefna vatnsgufu. Áhrif hennar aukast með hækkandi hitastigi, við hækkandi hitastig eykst vatnsgufan og svo koll af kolli.

CO2 eykur áreiðanlega vöxt plantna í gróðurhúsum þar sem hægt er að hafa stjórn á hita, raka, ljósi o.s.frv. En svo er líka gott að koma út úr hitasvækjunni, út í ferska svala norðangolufoot-in-mouth.

Hörður Þormar, 3.5.2019 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband