Hótun, Björn og Ragnhildur

Björn Bjarnason ræðir við flokkssystur sína Ragnhildi Kolka um 3. orkupakkann. Þau eru ekki sammála um hvort Íslendingum sé hótað, samþykkjum við ekki orkupakkann. Björn segir enga hótun/kúgun en Ragnhildur segir slíka tilburði hafða í frammi.

Hluti af svari Björns er eftirfarandi:

Það hefur aldrei gerst í 25 ára sögu EES-samstarfsins að ríki standi ekki við skuldbindingu sem það hefur samþykkt á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar. Að taka áhættu í þá veru vegna O3 er í senn ónauðsynlegt vegna íslenskra hagsmuna og óskynsamlegt frá pólitískum sjónarhóli vilji menn á annað borð aðild að EES-samstarfinu. (undirstrik. pv)

Undirstrikuðu orðin gefa einmitt til kynna hótun; að ef við samþykkjum ekki orkupakkann hljótum við verra af - EES-samningurinn komist í uppnám.

EES-samningurinn gerir beinlínis ráð fyrir tiltekinni málsmeðferð ef ríki afþakkar aðild að tilteknum lögum eða reglugerðum ESB. Það er meira en sjálfsagt að láta reyna á þessa málsmeðferð, einkum ef tvennt er haft í huga varðandi orkupakka þrjú:

a. Ísland er ekki tengt raforkukerfi ESB, því eru reglur um sameiginlegan orkumarkað okkur óviðkomandi.

b. Í húfi eru þjóðarhagsmunir, yfirstjórn á mikilvægri náttúruauðlind.

Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi eigum við að beita varúðarreglunni: ekki framselja völd yfir íslenskum málefnum til útlanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Lesa má úr svari Björns að við eigum bara að sætta okkur við hvað eina sem kemur frá embættismönnunum í Brussel. Sorglegt að horfa uppá breytta stefnu þessum fyrrum ráðherra er barðist fyrir hagsmunum íslensku þjóðarinnar hér áður fyrr.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.5.2019 kl. 13:49

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju eru Sjálfstæðismenn að deila um þetta.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði nefnilega að:

"raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál Evrópusambandsins"

Það sagði hann sem þingmaður, formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra á Alþingi Íslendinga hér

Er kannski eitthvað valdarán í gangi í flokknum og utan hans.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 2.5.2019 kl. 15:00

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Var Ísland sett á ævarandi sjálfsstýringu með EES samningnum fyrir nálægt þrjátíu árum, þegar flestir kjósendur voru ekki fæddir eða höfðu ekki kosningarétt vegna ungs aldurs? 

Ef svarið er já, viljum við taka sjálfsstýringuna úr sambandi og setja orkuna undir dóm þjóðarinnar. 

Ef svarið er nei, er sjálfsagt að setja orkuna undir dóm þjóðarinnar.  

Við viljum taka áhættuna. 

Benedikt Halldórsson, 2.5.2019 kl. 15:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Ef milliríkjasamningur er þess eðlis að eftir undirritun hans þá geti annar aðilinn í framtíðinni sett reglur sem lúta að innri málum þjóðar eða forræði hennar yfir auðlindum sínum og hún verður að samþykkja möglunarlaust, að þá er slíkur samningur alltaf landráð.

Enginn veit á hvaða vegferð Evrópusambandið er en ef skriffinnum þess dytti í hug að stjórnsýsla landa með minni en til dæmis milljón íbúa, bryti gegn jafnræði þegna á hinum innri markaði, með þeim rökum að hún væri ekki nógu ítarleg eða fjölmenn til að sinna hlutverki sínu, að þá myndi sambandið setja reglugerð þar um að eftirleiðis yrði slíkri stjórnsýslu sinnt frá Brussel, yrði þá neitun okkar þar um talin brot á EES samningnum??

Að sjálfsögðu ekki, þess vegna eru öryggisákvæði í samningnum um að EES ríki geti vísað málum til sameiginlegu EES nefndarinnar og þar yrði komist að sameiginlegri niðurstöðu.

Annað er náttúrulega kúgunarsamningur í anda þess sem ríki Austur Evrópu þurftu að sætta sig við þegar leiðtogar þeirra undir fallbyssukjöftum sovéskra skriðdreka samþykktu að löndin gengu í Varsjárbandalagið og lutu þar forræði Sovétmanna.  Þrátt fyrir það höfðu þau samt neitunarvald að vissu marki sem sást best í því að Rúmenía var alltaf laustengdara bandalaginu en önnur ríki bandalagsins.

Þeir sem nota svona kúgunarrök til að réttlæta stuðning sinn, það eru þeir sem eiga ekki önnur rök.

Þetta einstaka atriði afhjúpar algjörleg málefnafátækt Björns Bjarnasonar í þessu máli.  Enda átti hann engin rök gegn málefnalegri gagnrýni Tómasar Olrich önnur en þau að rifja upp gömul ummæli úr þingræðum þar sem raunveruleikinn var allt annar en hann er í dag. 

Eiginlega ætti að biðja Björn að skrifa 2 pistla á dag um þetta mál.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.5.2019 kl. 15:48

5 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Það sem alls ekki gengur inn í minn haus er hvenær Sjálfstæðisflokkurinn varð svona hlintur ráðsstjórn.  

Alfreð Dan Þórarinsson, 2.5.2019 kl. 18:40

6 Smámynd: Örn Einar Hansen

Upprunalegi hugsunarháttur EU, um að bandalagið sé samstarf fullvalda ríkja í anda Helleníska lýðveldisins var í lagi.

EU, í dag er í vandræðum. Þeir hafa flutt inn miljónir manna í anda kynþáttahaturs Hollívúdd altrúismans. Vandamálin sem þau hafa hlaðið upp á sig, má sjá í Frakklandi og Þýskalandi. Að aðildarríkin séu fullvalda, má sjá í Brexit máli breta.

Þó það sé vinsælt að tala um "fjölmenningu", þá er Íslensk lýðveldi byggt á þeirri forsendu að veita hæli kynstofnum Evrópu, sem á sínum tíma voru undir "gereyðingar" væng Evrópskra ríkja og trúarofstæki þeirra, í sama anda og Ísrael undir Rómarveldi.

Ísland, og Íslendingar ... eiga sér enga framtíð í EU, fremur en Ísrael undir Rómarveldi. Hver sá sem telur svo vera, hvort sem um orkupakkan sé að ræða eða annað ... er alvarlega á villigötum.

Örn Einar Hansen, 2.5.2019 kl. 19:05

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björn er harður í horn að taka og lætur engan eiga neitt inni hjá sér. 

Ragnhildur Kolka, 2.5.2019 kl. 20:40

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það á aldrei að skrifa undir neitt sem skiptir engu  máli og breytir engu. Tvisvar á stuttum tíma hefur það gerst.  

Í Marokkó var skrifað undir "breytirengusamning" sem gæti alveg eins hafa verið saminn hjá fjársterkum samtökum sem hafa það að markmiði að leggja niður þjóðir. Einbeittur brotavilji þeirra er margfalt meiri en bjartsýni þeirra sem skrifa undir gott veður og vilja engan styggja. 

Hvernig er hægt að treysta stjórnvöldum smáríkis sem skrifa undir alla pappíra sem að þeim er rétt? 

Í eina tíð gátum við treyst bandaríkjamönnum sem reyndust Íslendingum afar vel. Þeir skrifuðu ekki undir í Marokkó.

Getum við treyst sundurtættri Evrópu þar sem ESB þingmenn hafa ekki aðhaldið sem stjórnarskrá bandaríkjanna setur þó sinum "skúrkum". 

Í flestum tilvikum í þessu jarðbundna lífi hefur það reynst illa þegar menn tala um eitthvað sem skiptir engu máli. Það er oft bara óskhyggja aula sem hafa verið gabbaðir. Það veit engin fyrirfram hvernig túlka skal seinna eitthvað sem engu mali skiptir. 

En hvað kemur Marokkó orkupakkanum við? Stjórnvöld hafa sett á EES sjálfstýringu og stunda ósjálfráða samningaundirskrift. Þess vegna á að vísa orkupakkanum í dóm þjóðarinnar. Það er hennar að íhuga malið. 

Benedikt Halldórsson, 2.5.2019 kl. 23:42

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

"Það hefur aldrei gerst í 25 ára sögu EES-samstarfsins að ríki standi ekki við skuldbindingu sem það hefur samþykkt á vettvangi sameiginlegu EES-nefndarinnar."

Það að geta ekki tekið upp símann og ræða við þá sem eru í þessari sameiginlegunefnd og segja þeim að samningamenn okkar hafi verið hálf sofandi á þessum fundi og því ekki áttað sig vel hvað væri í þessum Orkupakka. Venjulegt fólk á Íslandi hafi gert þeim það ljóst þegar reynt var að koma þessu máli í gegnum Alþingi.

Ég tel að þessir nefndarmenn þessar sameiginlegu EES nefndar hafi skilning á þessum sofandahætti, eða í þetta eina skipti sl. 25 ár.

En það þarf stóra menn að viðurkenna mistök sín.

Eggert Guðmundsson, 3.5.2019 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband