Mánudagur, 7. maí 2018
Tveir heimar: grunn - og framhaldsskólakennarar
Grunnskólakennarar hafa á síðustu misserum ítrekað hafnað kjarasamningum sem forysta þeirra hefur gert við viðsemjendur. Afleiðingin er upplausn og vantraust innan raða grunnskólakennara.
Forysta framhaldsskólakennara nýtur aftur breiðs stuðnings. Samningar sem forystan gerir fá góðan hljómgrunn og afgerandi niðurstöðu í kosningum.
Í almennu verkalýðshreyfingunni vísa róttæk öfl stundum til samtaka kennara sem fyrirmynd. Þar er átt við grunnskólakennara, þar sem upplausn og vantraust ríkir. Í heildarsamtökum kennara, KÍ, var grunnskólakennari kjörinn formaður, enda grunnskólakennarar fjölmennastir. Sá formaður fékk á sig vantrausttillögu áður en hann tók við embætti. Það er einsdæmi.
![]() |
Framhaldsskólakennarar samþykktu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. maí 2018
Jafnaðarmenn verja velferð - loka á flóttamenn
Flóttamenn frá Norður-Afríku, miðausturlöndum og Asíu hafa streymt til Danmerkur og Svíþjóð í leit að betra lífi. Ekki síst er það velferðarkerfið í þessum löndum sem trekkir.
En nú segja jafnaðarmenn í Danmörku og Svíþjóð hingað og ekki lengra. Til að verja velferðina verður að takmarka aðstreymi flóttamanna.
Á Íslandi er Samfylkingin einörðust í opingáttarstefnu gagnvart flóttamönnum. Tímabært er að læra af jafnaðarmönnum í Danmörku og Svíþjóð - áður en það er of seint.
![]() |
Bannaðir í Svíþjóð fari þeir ekki sjálfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 7. maí 2018
Marx í Brussel
Við getum lært af Marx, sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, á 200 ára afmæli Karls Marx.
Allar tilraunir til að framkvæma marxisma í 100 ár, frá rússnesku byltingunni að telja, hafa endað i kúgun og blóðbaði
Þjóðfélagsmarxismi felur í sér nauðhyggju. Endalok samfélagsþróunar eru þegar öreigarnir yfirtaka opinbert vald. Embættismenn (les: valdhafar í Brussel) fara með þau völd í þágu almúgans.
En hvorki embættismenn í Moskvu á tímum Sovétríkjanna né starfsbræður þeirra í Brussel á tíma Evrópusambandsins eru þess megnugir að stýra lífi fólks og samfélaga með mannsbrag. Marxismi slítur í sundur tengsl valdhafa við umbjóðendur sína. Valdið sækir ekki réttlætingu til fólksins heldur veraldlegra trúarbragða. Og það endar alltaf illa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 6. maí 2018
Seltjarnarnes: óánæjudraugar í draumabæ
Óánægðir á Seltjarnarnesi bjóða fram sérlista með þeim rökum að bæjarsjóður sé illa rekinn. Viðskiptablaðið gerði samanburð á rekstri sveitarfélaga. Þar segir:
Af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er staðan langbest í Seltjarnarnesbæ. Bærinn skuldaði 1,8 milljarða króna um síðustu áramót, eða um 400 þúsund krónur á hvern íbúa, og skuldviðmiðið stóð í 10%.
Næstbest var staðan í Garðabæ, sem skuldaði 11 milljarða eða ríflega 700 þúsund á hvern íbúa. Skuldaviðmiðið í Garðabær var 63% um áramótin síðustu. Í Mosfellsbæ var skuldaviðmiðið 108%. Bærinn skuldaði 11,2 milljarða króna, sem er rúmlega 1,1 milljón á hvern íbúa. Eins og áður hefur komið fram var skuldaviðmiðið í Hafnarfirði 148%. Hafnarfjarðarbær skuldaði 39,2 milljarða króna, sem jafngildir tæplega 1,4 milljónum á íbúa. Skuldaviðmiðið í Kópavogi var 146% um síðustu áramót. Bærinn skuldaði 44 milljarða króna eða ríflega 1,2 milljónir króna á hvern íbúa.
,,Seltjarnarnes er draumasveitarfélagið", segir Vísbending eftir ítarlegan samanburð á sveitarfélögum.
Sumu fólki er aldrei hægt að gera til hæfis. Það er alltaf óánægt. Til skamms tíma sérhæfðu vinstriflokkarnir sig í óánægjunni og þótti ekki góð pólitík. En nú eru það sem sagt hægrimenn í draumasveitarfélaginu er kyrja óánægjusönginn. Svo bregðast krosstré sem önnur.
![]() |
Vilja ekki krútt og kruðerístefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 6. maí 2018
Norrænir kratar bregðast Loga - loka á flóttamenn
Formaður Samfylkingar, Logi Einarsson, fordæmdi danska sósíaldemókrata fyrir að loka á aðstreymi flóttamanna til Danmerkur. Nú höggva sænskir kratar í sama knérunn, vilja skera niður viðtöku flóttamanna um helming.
Aumingja Logi verður einn krata um það á Norðurlöndum að vilja hleypa flóttamönnum óhindrað í velferðarkerfið. Viðtaka flóttamanna kostar sex til sjö milljarða á ári. Logi vill setja meira í hítina.
Kratismi Loga er séríslenskur.
![]() |
Svíþjóðardemókratar bæta við sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 6. maí 2018
Reykjavík: minna lýðræði, tapaður félagsauður
Sextán framboð til borgarstjórnar er merki um minna lýðræði og tapaðan félagsauð. Lýðræði þarf samheldni, sem m.a. birtist í félagsauði. Fleiri framboð sýna minni samheldni enda væru framboðin ekki svona mörg ef fólk gæti unnið saman.
Einsmálsframboð og kynjaflokkar eru hvorttveggja vitnisburður um flótta frá samvinnu og samfélagshugsun yfir í smásálarpólitík sértrúarsafnaða.
Allsnægtirnar bjóða þessari hættu heim. Allur þorri fólks hefur það svo fjandi gott að það hefur tíma til að sporta sig óánægt með tittlingaskít. Ljósmæður bugast vegna þess að það er ekki nógu breitt launabil á milli þeirra og hjúkrunarfræðinga; grunnskólakennarar eru í öngum sínum yfir því að vinna fullan vinnudag; fólk vælir ef það fær ekki góða íbúð í miðborginni fyrir 150 þúsund kall á mánuði; femínistar eru miður sín að karlar skuli enn sjást í stjórnendastöðum.
Ímynduð vonsku heimsins kallar fólk til framboðs að berjast við vindmyllur.
![]() |
Margir flokkar sækja á sömu mið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. maí 2018
Stundin og RÚV traðka á einkalífi fólks
Stundin og RÚV nýttu sér gögn um persónulega hagi fólks, sem lekið var til fjölmiðlanna í valdabaráttu embættismanna sem starfa að barnaverndarmálum.
Stundin og RÚV skeyttu hvorki um heiður né skömm og opinberuðu einkalíf fólks til að koma höggi á stjórnmálamenn.
Barnaverndarmál og forræðisdeilur foreldra eru sísti málaflokkurinn sem fjölmiðlar ættu að níðast á. Það er einfaldlega siðlaust.
![]() |
Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 5. maí 2018
Öreigar á valdi óreiðu: Peterson en ekki Marx
Öreigar samtímans eru á valdi óreiðunnar en ekki fangar fátæktar. Jordan Peterson greinir ástand mannsins betur en Karl Marx.
Marx á 200 ára afmæli í dag. Virtasta tímarit heimalands hans, Der Spiegel í Þýskalandi, túlkar kröfu Marx um valdatöku öreiganna þannig að allir skuli fá borgaralaun. En það er ekki skortur á efnislegum gæðum, er fást keypt með peningum, sem hrjáir manninn heldur merkingarleysi.
Maðurinn sem best greinir örbirgð nútímamannsins er Jordan Peterson, kanadískur heimspekisálfræðingur. Óreiðan einkennir tilveru nútímamannsins, segir Peterson. Óreiðan elur af sér óánægju sem fær útrás í stjórnleysi. Ráð Peterson er einfalt: taktu þig saman í andlitinu, vesalingurinn þinn, náðu tökum þínu eigi lífi, þó ekki sé nema að taka til í herberginu þínu, áður en þú ræðst í að breyta heiminum.
Rök Peterson eru að maðurinn þarf siðareglur sem umgjörð fyrir líf sitt og samfélag. Í hömluleysi allsnægtanna gleymast siðareglurnar. Maðurinn hagar sér eins og ofdekraður krakki sem veit ekki hvað hann vill en fær samt aldrei nóg.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 5. maí 2018
Kennsla: starf eða tómstundaiðja?
Nýkjörinn formaður félagsgrunnskólakennara, FG, mætti í Kastljós og sagði kennara vilja vera meira heima - vinna minna. Vegna lengri frítíma við stórhátíðir og á sumrin ættu kennarar að vinna tæplega 9 klst á dag.
En grunnskólakennarar vilja 5-6 klst. vinnudag en samt fá borgað eins og um fullveðja starf sé að ræða.
Tilfellið er að grunnskólakennarar eru ýmist varavinnuafl heimilanna, oftast konur, eða að þeir líti á fulla kennslu sem hlutastarf og vinni jafnframt önnur launuð störf.
Grunnskólakennarar verða að gera upp við sig í hvorn fótinn þeir ætla að stíga; líta á kennslu sem fullveðja starf þar sem saman fer viðvera á vinnustað og laun til samræmis eða hvort kennsla sé aukageta sem ágætt er að hafa með annarri vinnu eða eyða vænum hluta vinnudagsins heima hjá sér.
![]() |
Skora á borgaryfirvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. maí 2018
Trúlaus, samt múslími - mögulega réttdræpur
Trúlaus múslími tilheyrir engu að síður trúarmenningu múslíma, segir í Guardian. Kristnir eiga ekki í vandræðum með hugmyndina að trúlaus maður sé jafnframt kristinn.
Ástæðan er einstaklingshyggja. Í menningarheimi kristinna er trú einkamál. Sannfæring múslíma er aftur að trúin sé samfélagsmál. Kristnum dettur ekki í hug að lög skuli lúta trúarlögmálum. En múslímar vísa í helgiritin um veraldleg málefni.
Trúlausir múslímar eiga yfir höfði sér ákall um að einhver drepi þá í nafni trúarinnar. Til dæmis þýski Egyptinn Hamed Abdel-Samad sem vann sér það til óhelgi að tala óvarlega um spámanninn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)