Tveir heimar: grunn - og framhaldsskólakennarar

Grunnskólakennarar hafa á síðustu misserum ítrekað hafnað kjarasamningum sem forysta þeirra hefur gert við viðsemjendur. Afleiðingin er upplausn og vantraust innan raða grunnskólakennara.

Forysta framhaldsskólakennara nýtur aftur breiðs stuðnings. Samningar sem forystan gerir fá góðan hljómgrunn og afgerandi niðurstöðu í kosningum.

Í almennu verkalýðshreyfingunni vísa róttæk öfl stundum til samtaka kennara sem fyrirmynd. Þar er átt við grunnskólakennara, þar sem upplausn og vantraust ríkir. Í heildarsamtökum kennara, KÍ, var grunnskólakennari kjörinn formaður, enda grunnskólakennarar fjölmennastir. Sá formaður fékk á sig vantrausttillögu áður en hann tók við embætti. Það er einsdæmi.


mbl.is Framhaldsskólakennarar samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband