Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Mjúk lending hagkerfisins
Eftir háflug hagkerfisins í 8 ár stefndi um tíma í harkalega lendingu þar sem hvorttveggja atvinnuleysi og verðbólga tækju stökk upp á við. Hættumerkin voru þrjú; gjaldþrot WOW, loðnubrestur og sósíalísk verkalýðshreyfing.
Síðustu daga eru þó ástæða til bjartsýni. Það verður samdráttur í einkaneyslu og hagkerfið kólnar. Atvinnuleysi sígur upp á við en hægt og fer varla yfir 3-4 prósent, nema á Suðurnesjum þar sem það mælist tímabundið í ESB-stærð eða 8-10 prósent.
Gengið heldur sjó, þökk sé Má við Kalkofnsveg, og feitur ríkissjóður Bjarna slakar á skattheimtunni.
Markaðurinn sér um að mæta helstu kröfum verkalýðshreyfingarinnar um lægri húsnæðiskostnað. Ragnar Þór og Sólveig Anna skynjuðu í tíma að almenningur afþakkaði Venesúela og gul frönsk vesti sem fyrirmynd.
Þegar allt er talið eru líkur á mjúkri lendingu hagkerfisins.
![]() |
Spá lækkun fasteignaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. apríl 2019
Seinheppinn Logi, gabbar daginn eftir
Formaður Samfylkingar reynir 1. aprílgabb degi of seint.
Logi Einars segir í ræðustól alþingis að eftirspurn sé eftir Samfylkingu í ríkisstjórn.
hahahahahahahahahaha
![]() |
Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 2. apríl 2019
Þríeykið fær ást atvinnuþjarkara
Atvinnuþjarkarar á vinnumarkaði leita til ríkisstjórnarinnar að klára kjarasamninga. Ástarjátning Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingar til æðsta handhafa löggjafa- og framkvæmdavaldsins sýnir hver heldur um stýri þjóðarskútunnar.
Þríeykið Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi fær byr undir báða vængi með farsælli niðurstöðu kjarasamninga.
Nú er aðeins eftir að slátra 3ja orkupakkanum og þá tökum við glöð í sinni mót vor' og sumri.
![]() |
Bíða þess nú að sjá pakka stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. apríl 2019
Á eftir 3. orkupakka kemur sá fjórði...
Orkupakkar ESB stefna allir að einu marki: að yfirstjórn Evrópusambandsins á orkubúskap aðildarríkja sambandsins. Það þýðir að á eftir orkupakka 3, sem nú er til umræðu á alþingi, kemur númer fjögur, fimm og svo framvegis. Þangað til að markmiðinu er náð.
Ísland er ekki tengt orkumarkaði ESB þar sem enginn rafstrengur er til Evrópu. En með því að eiga aðild að orkustefnu ESB lýsir Ísland sig reiðubúið undir rafstreng.
Nær allir, sem taka til máls um 3. orkupakkann, lýsa sig andsnúna rafstreng, - jafnvel þeir sem vilja samþykkja orkupakkann. Til hvers þá að samþykkja orkupakkann, sem beinlínis býr í haginn fyrir rafstreng milli Íslands og Evrópu?
Það er heiðarlegra gagnvart Evrópusambandinu að afþakka 3.orkupakka sambandsins, þar sem Íslendingar hafa engan áhuga að framselja yfirráðin yfir orkumálum landsins til ESB.
Þeir sem vilja samþykkja orkupakkann eru bæði skammsýnir og dómgreindarlausir. Með því samþykkt orkupakkans gefur alþingi ESB færi á að hlutast til um málaflokk sem hingað til er alfarið í höndum Íslendinga. Og þegar ESB er komið með valdheimildir gefur sambandið þær ekki auðveldlega frá sér. Samanber Brexit.
![]() |
Spurt og svarað um þriðja orkupakkann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. apríl 2019
Þorgerður Katrín talar eins og sósíalisti
Ríkið á að tryggja þeim störf sem áður unnu hjá WOW, segir Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar efnislega í gagnrýni sinni á stjórnvöld.
Viðreisn leikur iðulega tveim skjöldum. Segir í einu orðinu að atvinnulífið eigi að byggja á einkaframtaki en í hinu orðinu að ríkið eigi að skaffa vinnu og stýra tilveru fólks frá vöggu til grafar.
Á mannamáli heitir þetta tækifærismennska.
![]() |
Stórmál að fljúga með John og Rose heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 1. apríl 2019
Skúli, sósíalistar og fámennisvöld
Skúli í WOW hafði of mikil völd í samfélaginu, segir á RÚV. En hvað með þá örfáu sósíalista sem stefna efnahagslífinu í uppnám með verkföllum?
Aðeins örlítill minnihluti félagsmanna VR og Eflingar kaus þau Ragnar Þór og Sólveigu Önnu til forystu. Kjörsókn í þessum félögum er 5-10 prósent.
Það skýtur skökku við að gagnrýna fámennisvald sem býr til peninga og fer svo í gjaldþrot en sjá í gegnum fingur sér gagnvart fámennisvaldi býr eingöngu til eymd og leiðindi.
![]() |
Fundur hafinn hjá sáttasemjara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 1. apríl 2019
WOW, verkó og ranghugmyndir
Góðæri elur á ranghugmyndum. Rekstur WOW gekk út á stöðuga aukningu ferðamanna. Kröfur verkó í kjarasamningum eru byggðar á þeirri forsendu að peningar vaxi á trjánum annars vegar og hins vegar að launþegar hafi setkið eftir í launaþróun.
Laun hafa hækkað nokkuð jafnt eftir hrun, sýna hagtölur, og þó hækkað heldur meira hjá tekjulágum en tekjuhæstu hópum.
Kreppa er harður veruleiki sem afhjúpar ranghugmyndir, en aðeins hjá þeim sem eru með dómgreindina í lagi. Hinir halda áfram að berja hausnum í steininn.
![]() |
Verkalýðshreyfingin með ranghugmyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)