Miðvikudagur, 13. desember 2017
Þjóðin ekki lengur háð einu flugfélagi
Flugleiðir, nú Icelandair, var þjóðarflugfélag. Ef starfsemi félagsins lamaðist vegna verkfalla komu óðra fram kröfur um lögbann.
Ekki lengur. Ef starfsmenn og stjórnendur Icelandair kunna ekki fótum sínum forráð í kjaramálum er það þeirra mál, ekki þjóðarinnar.
Gott hjá Sigurði Inga að koma skýrum skilaboðum áleiðis um að ríkisvaldið bjargi ekki þessu flugfélagi frá sjálfsskaða.
![]() |
Lög á deiluna koma ekki til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 13. desember 2017
Baráttan um lífeyrissjóðina
Vöxtur lífeyrissjóðanna síðustu ár og áratugi er birtir okkur eina mynd af ríkidæmi þjóðarinnar. Upphafleg voru lífeyrissjóðir alfarið samtryggingarsjóðir.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn þýddi t.d. að ungur launþegi sem var fyrir vinnuslysi fékk greiðslu úr sínum sjóði út ævina án þess að borga nema brotabrot af þeirri fjárhæð í iðngjöld. Að sama skapi fékk bú einhleyps og barnlauss launþega ekki krónu í lífeyri hrykki hann upp af fyrir lífeyristökualdur. Þetta er eðli samtryggingar.
Samhliða samtryggingunni greiða launþegar í séreignasjóði í auknum mæli. Séreignin er viðbót við samtrygginguna og myndar sjálfstæða eign.
Valfrelsi launþega til að velja hvert séreignasparnaðurinn fer minnir á að í lífeyrissjóðakerfinu eru geysimiklir peningar. Hagsmunaaðilum er ekki sama um hvernig á málum er haldið.
Almennt hefur lífeyrissjóðakerfið staðið sig vel. Sumar ákvarðanir um fjárfestingar og rekstur orka tvímælis, ekki síst þær sem voru teknar í algleymi útrásar, en í megindráttum virkar fyrirkomulagið. Eftir hrun voru lífeyrissjóðirnir kjölfesta í fjárfestingum sem skipti máli.
Vonandi ber mönnum gæfa til að finna skynsamlega og sanngjarna niðurstöðu um séreignasparnaðinn.
![]() |
Tryggir valfrelsi launþega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2017
Veðrið frá í gær er óafturkræft
Veður er flókið fyrirbæri. Áreiðanlegar veðurspár eru aðeins gerðar til nokkurra daga. Ef veðurfar væri fyrirsjáanlegt ættum við að eiga aðgang að veðurspám til nokkurra vikna eða mánaða.
En það er einfalt að hræða fólk, hvort sem notast er við trúarleg eða veðurfarsleg hindurvitni um að jörðin sé á leiðinni til helvítis.
Veðurfar á jörðinni tekur breytingum, bæði til skemmri og lengri tíma. Á dögum rómversku keisaranna var hlýskeið, sem ágætt væri að fá á ný, segja sumir. Annað hlýtt tímabil var á miðöldum. Á þeim tíma stunduðu norrænir menn landbúnað á Grænlandi. Litla ísöld batt endi á tilvist afkomenda þeirra feðga Eiríks og Leifs á heimsins stærstu eyju.
Þrátt fyrir að viðurkennt sé að veðurfar breytist, alveg sama hvað maðurinn gerir, dynur á okkur síbylja um manngert veður.
Þegar vísindamenn ræða sín á milli er sannfæringin um manngert veðurfar ekki jafn sterk og af er látið. Loftslagsvísindamaðurinn Judith Curry gefur innsýn í þá umræðu.
Á miðöldum var það kaþólska kirkjan sem veitti fullvissu um yfirvofandi dómsdag. Hákirkja alþjóðasinna er í sama hlutverki í dag. Í báðum tilvikum eru efasemdarmenn gagnrýndir fyrir villutrú. En veðrið breytist frá degi til dags og öld frá öld.
![]() |
Bráðnun á norðurheimskautinu óafturkræf'? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. desember 2017
Háskóli Íslands verður kvennaskóli
,,Ljóst er að konur eru í miklum meirihluta nemenda í háskólum og ef fram heldur sem horfir stefnir allt í það að skilgreina megi háskóla á Íslandi sem kvennaskóla."
Tilvitnunin hér að ofan er fengin úr grein Arnfríðar Aðalsteinsdóttur og birtist á heimasíðu Jafnréttisstofu.
Þegar greinin er skrifuð, fyrir fjórum árum, er kynjahlutfallið í Háskóla Íslands þannig að 66 prósent nemenda er konur en 34 prósent karlar. Í dag eru hlutföllin líklega 70/30 konum í vil.
Hefur Háskóli Íslands áhyggjur? Nei, en HÍ er með áhyggjur að kvenkyns kennarar við skólann safni ekki nógu mörgum rannsóknastigum og eru því ekki jafnsettar í launum miðað við karlkennara.
HÍ er með forgangsröðina á hreinu.
![]() |
Stokka þarf framgangskerfið upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 12. desember 2017
Hvað gerðist á heimili Ragnars Þórs formanns KÍ?
Þegar Ragnar Þór Pétursson var grunnskólakennari á Tálknafirði fékk hann heim til sín börn úr skólanum. Eitt barnanna var nafni Ragnars Þórs sem heitir Ragnar Þór Marinósson. Þessi nemandi kærði kennarann fyrir kynferðisbrot til lögreglu 7. janúar 2014.
Ragnar Þór kennari er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands, KÍ. Í frétt á visir.is segist Ragnar Þór kennari þekkja nemandann:
Ég man alveg eftir þessum dreng, þáverandi kærastan mín kenndi honum og ég kenndi bróður hans.
Ragnar Þór kennari kveðst sem sagt muna eftir nemandanum, Ragnari Þór Marinóssyni, en harðneitar að hafa átt við hann nokkur samskipti. Í sama viðtali á visir.is segir kennarinn:
Ég bjó ekkert einn á þessu heimili. Ég held að þessi Ragnar hafi einu sinni komið inn á heimilið með hóp af krökkum, segir Ragnar Þór. Hann þverekur fyrir að hafa sýnt Ragga eitthvað í tölvu á heimilinu.
En kæra Ragnars Þórs nemanda, sem alltaf er kallaður Raggi, er að kennarinn, Ragnar Þór Pétursson, hafi sýnt honum klámefni í tölvu.
Hvernig stendur á því að Ragnar Þór Pétursson muni vel eftir Ragnari Þór Marinóssyni, sem hann kenndi ekki og kom aðeins ,,einu sinni" inn á heimili kennarans? Þessir atburðir gerðust fyrir 20 árum. Augljóst er að samskipti þeirra nafna voru meiri en Ragnar Þór kennari vill vera láta. Annars hefði hann ekki munað eftir nemandanum.
Fjölskylda Ragnars Þórs Marinóssonar birti yfirlýsingu í gær þar sem málsvörn Ragnars Þórs Péturssonar er mótmælt. Í yfirlýsingunni segir m.a.:
Við vitum um tvo aðra einstaklinga sem muna glögglega eftir því að hafa verið einir heima hjá kennaranum. Auk þess hafa nokkrir ungir menn, sem eru á sama aldri og Raggi, sagt okkur frá því að þeir hafi verið nokkrir saman heima hjá Ragnari Þór Péturssyni.
Samkvæmt þessu naut Ragnar Þór samvista með börnum heima hjá sér. Almennt tíðkast ekki að kennarar taki börn heim til sín. Og það veit Ragnar Þór Pétursson manna best. Hann skrifar þetta í athugasemd við yfirlýsingu fjölskyldu Ragnars Þórs Marinóssonar:
Þá hef ég aldrei boðið nemendum í heimsóknir til mín. Ég man að hópur nemenda þáverandi sambýliskonu minnar kom í heimsókn til hennar. Ég man eftir einum nemanda mínum sem kom og gaf mér kveðjugjöf skömmu áður en ég flutti. Og þegar ég talaði við þáverandi sambýliskonu mína mundi hún eftir einum öðrum nemanda sem heimsótti hana. Það má vel vera að einhverjir hafi bankað upp á en það var aldrei í mínu boði og ég sýndi þeim svo sannarlega ekki klám eða vonda framkomu.(undirstrikun pv)
Hversu líklegt er að nemendur Ragnars Þórs ,,hafi bankað upp á" hjá honum?
Í ljósi þess að málsvörn Ragnars Þórs Péturssonar stenst ekki skoðun, eins og áður hefur verið rakið, er ólíklegt að hann segi allan sannleikann um hvað gerðist á heimili hans er þangað komu grunnskólabörn, þar á meðal Ragnar Þór Marinósson.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mánudagur, 11. desember 2017
Íslenskir þrælar og rétttrúnaðurinn
Líklega eru síðustu þrælarnir sem spókuðu sig á Íslandi þeir sem keyptir voru tilbaka úr Barbaríinu árin eftir Tyrkjaránið 1627. Þar áður, á landnámsöld, voru keltneskir þrælar og ambáttir á ísland.
Þrælahald var aldrei afnumið formlega á Íslandi, svo vitað sé, það dó einfaldlega út.
Því er þessi saga rifjuð upp að á DV segir frá tilfinningauppnámi vegna kennsluefnis um þræla. Af fréttinni má ráða að pólitískur rétttrúnaður banni sögulega umræðu um hvíta þræla. Það er vandlifað.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 11. desember 2017
Hægari hagvöxtur veit á stöðugleika
Hagvöxtur yfir 4-5 prósent er óhollur, nema þegar hagkerfið jafnar sig eftir hrun. Undir venjulegum kringumstæðum er æskilegur hagvöxtur 2-3 prósent. Við þær kringumstæður skapast stöðugleiki.
Hér hægir á hagvextinum á réttum tíma. Á vinnumarkaði fer fram uppgjör eftir áramót sem yrði erfiðara í blússandi hagvexti. Iðulega er reynt að taka sér launahækkanir út á framtíðarverðmæti. Þegar hagkerfið hægir á sér dregur það úr spennu á vinnumarkaði og raunsæi kemur í stað skýjaborga.
Minni hagvöxtur kallar einnig á meiri forsjálni í ríkisrekstri. Sem veitir ekki af eftir bruðlyfirlýsingar úr kosningabaráttunni í október.
![]() |
Verulega að hægjast á hagvexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. desember 2017
Óvinaímyndir í stjórnmálum - þrjár kynslóðir hverfa
Stjórnmál þrífast á alhæfingum. Óvinaímyndir eru sterkustu alhæfingarnar. Á dögum fjórflokksins voru alhæfingarnar t.d. þessar: Sjálfstæðisflokkurinn - auðvaldið; Framsókn - sveitavargurinn; Alþýðuflokkurinn - lýðskrumarar; Alþýðubandalagið - kommúnistar.
Eftir hrun voru óvinaímyndir sóttar með samlíkingum stjórnmálaflokka við öfgarnar sem leiddu til gjaldþrota bankanna. Spilling var lykilhugtak. Heilir stjórnmálaflokkar gerðu út á þau mið að ,,tækla spillinguna" sem allir hinir voru á kafi í.
Annað þema eftirhrunsins var ,,ónýta Ísland." Samfylkingin þóttist standa fyrir ,,Nýja Ísland" og vildi farga heilagri þrenningu; krónunni, fullveldinu og stjórnarskránni. Andstæðingarnir voru samkvæmt þessari orðræðu morkið og spillt gamla Ísland.
Öfgar eftirhrunsins leiddu til timburmanna, samanber umræðuna um eineltið gagnvart einstaklingum með umsátri heimili þeirra, og flokkunum fjölgaði. Óvinaímyndir urðu óljósari og erfiðara að nota þær til pólitísks ávinnings.
Ný ríkisstjórn gömlu erfðaóvinanna úr fjórflokknum kippir fótunum undan þrem kynslóðum óvinaímynda, tveim frá fyrir hrun og einni eftir.
Eðli málsins samkvæmt reynir stjórnarandstaðan á hverjum tíma að draga upp sterkustu alhæfinguna, skýrustu óvinaímyndina. Það auðveldar ekki verkefnið að stjórnarandstöðuna skipa jafn ólíkir menn eins og Logi Einarsson formaður Samfylkingar og Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins.
![]() |
Stjórnarandstaðan svarar í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. desember 2017
Ísrael er fullvalda ríki - höfuðborgin er Jerúsalem
Arabar og vinstrimenn á vesturlöndum vilja ekki skilja að Ísrael er fullvalda ríki. En fullvalda ríki ákveða sjálf hver sé höfuðborgin innan sinna landamæra.
Ástæður skilningsleysisins eru margvíslegar. Ein þeirra er gyðingahatur.
Forsætisráðherra Íslands lýsti yfir vonbrigðum með ákvörðun Trump um að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísrael. Það er ekki í fyrsta sinn sem forsætisráðherra er skilningssljór á fullveldið.
![]() |
Segja ákvörðun Trumps skapa glundroða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 10. desember 2017
Upphaf ríkidæmis er hugvit
Fyrstu ríku einstaklingarnir í sögu mannkyns voru þeir sem nýttu sér hesta og uxa til að plægja jörðina, samkvæmt grein í Nature. Hugvitið skilaði meiri uppskeru. Þar með urðu sumir efnaðir en aðrir ráku lesta, urðu hlutfallslega fátækir.
Landbúnaðarbyltingin hófst þegar síðustu ísöld lauk, fyrir 10 - 12 þúsund árum. Áður stundaði maðurinn veiðar og söfnun og hafði ekki fasta búsetu. Föst búseta þýddi sáning í akur og tamningu húsdýra. Ásamt eignarhaldi á jörð.
Vísindamennirnir, sem skrifuðu greinina í Nature, notuðu stærð heimila sem mælikvarða á ríkidæmi og rannsökuðu 62 samfélög í Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Efnahagslegt jafnræði var mælt með Gini-stuðlinum. 0 á Gini þýðir ekkert ójafnfræði en samfélag þar stuðullinn er 1 felur í sér að einn einstaklingur eigi allar efnahagslegar bjargir.
Gini-stuðullinn fyrir fornsamfélögin var 0,35. Til samanburðar er stuðullinn 0,8 fyrir Bandaríkin i dag.
Ríkidæmið á fornsögulegum tímum var ólíkt milli heimshluta. Í Norður-Ameríku voru er stór húsdýr, eins og hestar og uxar. Þar af leiddi að enginn gat orðið ríkur að beita þeim fyrir plóg.
Tilgátan um að hugvitið geri menn ríka, og stuðli í leiðinni að efnahagslegu ójafnræði, rímar við aðstæður í samtímanum. Menn verða enn ríkir á hugviti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)