Háskóli Íslands verður kvennaskóli

,,Ljóst er að konur eru í miklum meirihluta nemenda í háskólum og ef fram heldur sem horfir stefnir allt í það að skilgreina megi háskóla á Íslandi sem kvennaskóla."

Tilvitnunin hér að ofan er fengin úr grein Arnfríðar Aðalsteinsdóttur og birtist á heimasíðu Jafnréttisstofu.

Þegar greinin er skrifuð, fyrir fjórum árum, er kynjahlutfallið í Háskóla Íslands þannig að 66 prósent nemenda er konur en 34 prósent karlar. Í dag eru hlutföllin líklega 70/30 konum í vil.

Hefur Háskóli Íslands áhyggjur? Nei, en HÍ er með áhyggjur að kvenkyns kennarar við skólann safni ekki nógu mörgum rannsóknastigum og eru því ekki jafnsettar í launum miðað við karlkennara.

HÍ er með forgangsröðina á hreinu.

 


mbl.is Stokka þarf framgangskerfið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Framgangskerfið kallar á prófgráður, stjórnunarreynslu, ritrýndar greinar, bækur og bókarkafla. Þurfa konur þá ekki að gefa í. Nú, eða HI að lækka standardinn svo konur eigi meiri möguleika? 

Samkvæmt Sjanghæ stigakerfinu nær HÍ ekki inná listann með 100 bestu, en er þó meðal 500 bestu. Hvert skyldi breyting á framgangskerfinu konum í vil skila HÍ?

Ragnhildur Kolka, 12.12.2017 kl. 15:57

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrir fjórum árum skynjaði ég yfirsetukona í prófum áberandi fleiri konur við nám í H.Í. Er óhætt að segja,? Að erfiðara er hjá mörgum þeirra að safna rannsóknarstigum þótt dugmiklar séu,vegna aðstæðna í hjúskap og barneignum.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2017 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband