Þjóðin ekki lengur háð einu flugfélagi

Flugleiðir, nú Icelandair, var þjóðarflugfélag. Ef starfsemi félagsins lamaðist vegna verkfalla komu óðra fram kröfur um lögbann.

Ekki lengur. Ef starfsmenn og stjórnendur Icelandair kunna ekki fótum sínum forráð í kjaramálum er það þeirra mál, ekki þjóðarinnar.

Gott hjá Sigurði Inga að koma skýrum skilaboðum áleiðis um að ríkisvaldið bjargi ekki þessu flugfélagi frá sjálfsskaða.


mbl.is Lög á deiluna koma ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Auðvitað eiga flugvirkjar að fá 45% kauphækkun afturvirkt til þriggja ára.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 13.12.2017 kl. 18:51

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

hafa flugvirkjar ekki fengið árlega kauphækkun- meðan almenningur í landinu er í vandræðum fjárhagslega ? Þvílik ofurmenni finnast varla og laun eftir því !  ???

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.12.2017 kl. 20:07

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Icelandair er ennþá ákveðinn frontur fyrir íslenskt flug, þrátt fyrir snilldarframmistöðu Wow air, og þessvegna bitnar vandaræðagangur hjá Icelandair á orðstír íslensks flugs og ferðaþjónustu.

Ómar Ragnarsson, 13.12.2017 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband