Laugardagur, 7. október 2017
Jón Gnarr er lukkudýr Samfylkingar - á kaupi
Jón Gnarr er einn af þeim frægu og flottu sem sumir stjórnmálaflokkar vilja flagga. Frægir og flottir þurfa að eiga fyrir salti í grautinn og því falbjóða þeir sig sem pólitísk lukkudýr.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar segir að Jón hafi falast eftir því að verða lukkudýr á kaupi þar á bæ. En Björt framtíð gat ekki mætt kaupkröfum Jóns.
Samfylkingin á hinn bóginn er í færum að kaupa sér pólitísk lukkudýr. Silfrið frá Brussel ætlar að endast Samfylkingunni vel.
![]() |
Ætlum bara að vinna sem mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 7. október 2017
Siðfræði RÚV
Fréttastofa RÚV kallaði til siðfræðing í gær að ræða siðferðiskröfur til stjórnmálamanna. Tilefnið var að RÚV ásamt Stundinni bjó til frétt úr 9 ára gömlu máli til að klekkja á Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.
Nokkrum dögum áður hafði búið til eineltisfréttir um fyrrum forsætisráðherra, Sigmund Davíð, sem engin innistæða var fyrir og endaði með ásökunum um ,,dulúð" - jafn fáránlegt og það hljómar.
Þegar stjórnmálum sleppir er RÚV einnig með allt niður um sig siðferðislega og faglega. Nýlega borgaði RÚV 2,5 milljónir til manns sem varð fyrir barðinu á óvandaðri fréttamennsku RÚV. Þá skáldaði fréttastofan upp fréttir um mansal á veitingastaðnum Sjanghæ.
En RÚV kallar sem sagt til siðfræðing að ræða siðferðisbresti í stjórnmálum. Ætti Efstaleiti ekki að líta sér nær og gera siðferðislega og faglega úttekt á fréttastofu RÚV?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. október 2017
Vinstrimenn ræða fréttastofu RÚV
Eftirfarandi skoðanaskipti þekktra vinstrimanna mátti lesa á fésbókinni í kvöld. Einar Steingrímsson Pírati hóf umræðuna.
Einar: Fyrir utan fréttina um að þingmenn Pírata vilji fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um mál Bjarna eru síðustu fjórar fréttirnar á vef RÚV í dag um þetta allar um viðbrögð Bjarna, og fyrirsagnirnar eins og auglýsingabæklingur fyrir hann. Hvað er (ekki) að gerast á fréttastofu RÚV?
Gunnar Smári Egilsson sósíalistaforingi: Kvöldfréttatími sjónvarps var bara vörn Bjarna, ekki sagt frá málinu né leitað álits annarra.
Skúli Víkingsson ber í bætifláka: Það var etv. ekki rétt af RÚV að birta svör Bjarna við ásökunum sem á hann voru bornar eða hvað? Fréttatími RÚV fór hins vega að miklum hluta í predikanir Katrinar VG-foringja og Loga Sf-foringja, en það er náttúrlega eðlilegt eða hvað?
Einar: Jú, alveg sjálfsagt. En það ber vott um sérkennilegt fréttamat RÚV, og/eða slaka fréttamennsku, að leggja enga vinnu í að fjalla um þetta mál sjálft, og láta staðhæfingar Bjarna yfirskyggja allt annað í fréttaflutningi um málið.
Vinstrimenn eru næmir á áhrifamátt RÚV.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. október 2017
Stundin/RÚV búa til reiðibylgju; Guardian segir satt
Í frétt Guardian um bankaviðskipti Bjarna Benediktssonar segir: ,,the Guardian has seen no evidence he broke any laws" (Guardian hefur ekki séð neinar sannanir fyrir því að lög hafi verið brotin.)
Stundin, sem RÚV eltir, tekur þetta atriði ekki fram. Tilgangur fréttaflutningsins er að efna til reiðibylgju í samfélaginu.
Fréttaflutningurinn er hlutdrægur og eftir því ómarktækur.
![]() |
Bjarni svarar fyrir Glitnisviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 6. október 2017
Viðskipti gerð að glæp
Þingmaðurinn Bjarni Benediktsson átti peninga í Sjóði 9 (og eflaust víðar) í október 2008. Hann leysti út sína peninga dagana fyrir hrun.
Sem þingmaður er Bjarni ekki handhafi framkvæmdavaldsins. Hann ber því enga ábyrgð á stjórnsýslunni misserin og dagana fyrir hrun.
Tilraun til að grafa undan sitjandi forsætisráherra og formanni Sjálfstæðisflokksins vegna lögmætra viðskipta segir okkur það eitt að betra er að þjóðarskútunni stýri maður sem hefur vit á að taka út peningana sína í stað þess að láta þá brenna inni.
Bjarni fær sérstakan plús fyrir að skipta íslenskum krónum yfir í norskar. Við eigum að vera meðvituð um uppruna okkar.
![]() |
Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. október 2017
Er til negralýðræði? Múslímalýðræði?
Lýðræðið er hvítt. Það verður til í Aþenu og tekur út þroska í frönsku byltingunni. Allt hvítt. Í millitíðinni birtist okkur hvítur uppreisnarmaður, Jesú Kristur, sem Rómverjar, hvítir, gerðu að andlegum leiðtoga evrópskra miðalda - allt hvítt.
Múslímar gerðu áhlaup á Evrópu á miðöldum. Sátu Spán til loka miðalda. Tókst ekki að selja hugmyndina um múslímsk andlýðræðisleg sharía-lög í hvítri kristinni Evrópu.
Negramaður í Ameríku kvartar undan misheppnaðri forsetatíð Obama, fyrsta þeldökka forsetans, segir RÚV. Hver er kenningin? Jú, að Trump hafi orðið forseti vegna þess að hann er ekki ,,niggari" eins og Obama. Þeldökkir fyrir vestan kalla sig gjarnan ,,afríska-ameríkumenn" þótt þeir hafi ekki stigið fæti í fyrrnefndu heimsálfuna. En þeir búa sem sagt að erfðameginu þaðan.
Víkur þá sögunni til Afríku. Hvar er lýðræði þar? Jú, í einhverri mynd í Suður-Afríku þar sem Búar og Bretar kenndu innfæddum grískar og franskar hugmyndir um lýðræði. En í miðausturlöndum? Hvar er lýðræði þar? Í Ísrael - allt hvítt.
Negralýðræði í Afríku er ekki til. Múslímalýðræði er ekki til.
Lýðræði er á hinn bóginn til á vesturlöndum, svona í öllum megindráttum.
Lýðræði varð til í hvítum vestrænum menningarheimi. Vestrænn almenningur af öllum litbrigðum stendur frammi fyrir tveim valkostum. Í fyrsta lagi að láta sér annt um lýðræðið eða sverta lýðræðið svo það breytist í annað tveggja einræði eða varanlegt stríðsástand allra gegn öllum eins og Hobbes - hvítur - orðaði það í upphafi nýaldar.
Boðberi valkostanna heitir Donald Trump. Hvernig er hann aftur á litinn?
Fimmtudagur, 5. október 2017
Fursti ræður trú; fullveldið eða ESB
Cuius regio, eius religio er niðurstaða Ágsborgarfriðarins frá 1555 þegar mótmælendur og kaþólikkar í Evrópu, einkum Þýskalandi, deildu um trúfrelsi og fullveldi. Niðurstaðan var að fullveldið (furstinn) réði trú þegnanna.
Evrópa samtímans er skipuð fullvalda ríkjum. Furstar miðalda eru ríkisstjórnir í dag. Í þeirra höndum er fullveldið enda meginreglan um að fursti ráði trú staðfest í Vestfalíufriðnum 1648, eftir 30 ára stríð mótmælenda og kaþólikka. Ríkisstjórnir ESB-ríkja hafa framselt fullveldið til Brussel, en aðeins að hluta.
Vandi Spánverja og Katalóna er að valdamiðstöð Evrópu er ekki lengur páfinn í Róm heldur Brussel. Evrópusambandið hefur í meira en hálfa öld boðað trú á sameinaða Evrópu, Stór-Evrópu, þar sem fullveldið er vaxandi mæli í höndum embættismanna í Brussel.
Katalónar vilja losna undan héraðsyfirvöldunum í Madríd og komast undir verndarvæng Brussel. En, óvart, æðstu handhafar Brussel-valdsins eru héraðshöfðingjar í höfuðborgum ESB-ríkja, Madríd meðtalin.
Katalónar eru milli steins og sleggju, Madríd og Brussel. Og Evrópusambandið er lamað. Það er með nógu mikil (trúar)völd til að verða að átrúnaði sjálfstæðisviljugra þjóða sambandsins en of lítil völd til að tryggja framgang lýðræðisvilja þjóða undir framandi fullveldi. Ágsborgarfriðurinn blívur enn; furstinn í Madríd trompar páfagarðinn í Brussel. Lýðræðið verður að aukaatriði.
![]() |
Dómstóll frestar fundi katalónska þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5. október 2017
Pólitísk lukkudýr
Frægir og flottir eru eftirsóttir á framboðslista stjórnmálaflokka. Verulega kveður að þessari markaðssetningu í útlöndum en til skamms tíma var íslensk stjórnmálamenning að mestu laus við nýmælið.
En verði þingkosningar árvissar eins og jólahaldið og framboðin nokkru meiri en eftirspurnin er hætt við að pólitísk lukkudýr verði meira áberandi.
Hugsunin að baki er að ef Snúlli Jolli frægur og flottur leggur nafn sitt við framboðslista hljóti að vera óhætt að merkja x við 'ann.
En x er óþekkt stærð, bæði í reikningi og pólitík.
![]() |
Biggi lögga í Framsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. október 2017
Krónan jafnar kjörin, evran ylli misrétti
Krónan jafnar kjör okkar Íslendinga. Þegar vel árar hækkar gengið og almenningur nýtur bættra lífskjara. Í harðindum lækkar krónan og dreifir byrðinni.
Á Íslandi eru jafnari lífskjör en á nær öllum öðrum byggðum bólum.
Björn Bjarnason gerir útttekt á skringilegri umræðu Viðreisnar og vinstriflokkana um að evran yrði okkar til bóta.
Evran myndi stórauka efnahagslegt misrétti á Íslandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 5. október 2017
Sturlungaöld - Glæpur og refsing hf.
Þjóðveldið var byggt á lögum án ríkisvalds. Það virkaði í um 300 ár, frá stofnun alþingis um 930 og fram á Sturlungaöld sem má telja að hefjist 1220. Veraldlegt vald og trúarlegt var í höndum goða, sem líklega voru um 40.
Ein ástæða fyrir því að þjóðveldið virkaði, kannski meginástæða, er að samfélagið myndaði fólk sem gjörþekkti hvert annað m.a. sakir skyldleika. Þjóðveldið fór forgörðum þegar tveir öflugir utanaðkomandi aðilar, Noregskonungur og kaþólska kirkjan, tóku höndum saman að bylta fyrirkomulaginu og innleiddu miðstýrt ríkis- og trúarvald.
Afleiðingin varð innanlandsófriður, Sturlungaöld, og Gamli sáttmáli, sem gerði Íslendinga að þegnum Noregskonungs. Í framhaldi yfirtók kaþólska kirkjan goðakirkjuna.
Það er falleg hugsun og rómantísk hjá David D. Friedman að hægt sé að endurvekja þjóðveldið í þeirri mynd að réttarfarið verði einkavætt. En það er óraunhæft. Ísland þar sem allir þekkja alla er liðin tíð og kemur ekki aftur.
Án nálægðarinnar sem fylgir fámenni er ekki hægt að reka samfélag sem byggir á lögum án ríkisvalds. Hlutafélög eins og Glæpur og refsing hf. koma ekki í stað ríkisvalds sem hvílir á meginreglum - stjórnarskrá.
![]() |
Lög og dómstólar verði í höndum einkaaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)