Sturlungaöld - Glæpur og refsing hf.

Þjóðveldið var byggt á lögum án ríkisvalds. Það virkaði í um 300 ár, frá stofnun alþingis um 930 og fram á Sturlungaöld sem má telja að hefjist 1220. Veraldlegt vald og trúarlegt var í höndum goða, sem líklega voru um 40.

Ein ástæða fyrir því að þjóðveldið virkaði, kannski meginástæða, er að samfélagið myndaði fólk sem gjörþekkti hvert annað m.a. sakir skyldleika. Þjóðveldið fór forgörðum þegar tveir öflugir utanaðkomandi aðilar, Noregskonungur og kaþólska kirkjan, tóku höndum saman að bylta fyrirkomulaginu og innleiddu miðstýrt ríkis- og trúarvald.

Afleiðingin varð innanlandsófriður, Sturlungaöld, og Gamli sáttmáli, sem gerði Íslendinga að þegnum Noregskonungs. Í framhaldi yfirtók kaþólska kirkjan goðakirkjuna.

Það er falleg hugsun og rómantísk hjá David D. Friedman að hægt sé að endurvekja þjóðveldið í þeirri mynd að réttarfarið verði einkavætt. En það er óraunhæft. Ísland þar sem allir þekkja alla er liðin tíð og kemur ekki aftur.

Án nálægðarinnar sem fylgir fámenni er ekki hægt að reka samfélag sem byggir á lögum án ríkisvalds. Hlutafélög eins og Glæpur og refsing hf. koma ekki í stað ríkisvalds sem hvílir á meginreglum - stjórnarskrá.

 


mbl.is Lög og dómstólar verði í höndum einkaaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband