Leiðari Davíðs, Jón Steinar og líkin þrjú

Morgunblaðið birti leiðara á fimmtudag með handbragði Davíðs Oddssonar ritstjóra. Þar segir frá dómi hæstaréttar í máli konu sem breytti verðmerkingu á kertastjökum í búð og stal sápum. Verðmætin eru um 6500 kr. (já, sex þúsund og fimm hundruð krónur). Konan fékk þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir brotin og gert að greiða 633 þús. kr. í málsvarnarlaun.

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar um dóm hæstaréttar í Imon-málinu þar sem þremenningar úr Landsbanka fengu dóma fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Í málinu féllu fangelsisdómar upp á 3,5 ár, 18 mánuði og 9 mánuði. Jón Steinar telur þremenningana sýkn saka og kallar dóminn Meiriháttar áfall fyrir réttarríkið.

Í dómi hæstaréttar í Imon-málinu segir m.a.

Svo sem fyrr er frá greint óskaði Imon ehf. eftir því 2. október 2008 að lánið samkvæmt samningnum 30. september sama ár yrði greitt út. Degi síðar, 3. október, var lánsfjárhæðin, að frádregnu lántökugjaldi og kostnaði við skjalagerð, 5.150.079.700 krónur, greidd félaginu. Eftir þetta hefur ekki verið greitt af þeim lánum, sem Landsbanki Íslands hf. veitti Imon ehf. samkvæmt framansögðu, og benda gögn málsins ekki til að svo verði gert...

Það stafaði ekki aðeins af því að bankinn var almenningshlutafélag, heldur jafnframt viðskiptabanki sem hafði heimild til að taka á móti innlánum frá almenningi, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 20. gr. laga nr. 161/2002. Óvarlegar ákvarðanir þeirra um lánveitingar gátu því valdið hluthöfum í Landsbanka Íslands hf., stórum sem smáum, svo og öllum almenningi fjártjóni.

...

Á þessum tíma, hvort heldur 30. september eða 2. október 2008, gat ákærðu af þeim sökum ekki dulist að mun meiri líkur væru á því en minni að verðmæti trygginga fyrir lánum bankans til Imon ehf. myndi rýrna og það enn síður hrökkva til greiðslu lánanna ef að þeim yrði gengið. Samkvæmt því er sannað að ákærðu hafi af ásetningi valdið Landsbanka Íslands hf. verulegri fjártjónshættu þegar þau ákváðu að veita Imon ehf. lánið með þeim hætti sem gert var.

Imon-málið er eitt hrunmálanna þegar íslensku bankarnir steyptu þjóðinni í fjármálalega, pólitíska og siðferðilega upplausn. Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing eru líkin þrjú. Ákæruvaldið og dómstólar vinna samkvæmt reglum réttarríkisins að útdeilingu sektar vegna falls bankanna. Löngu er vitað að enginn einn Híróshíma-atburður felldi bankanna þrjá. Það voru Imon-mál, Al Thani-mál og fleiri slík þar sem bankarnir voru rændir að innan.

Sumir vilja búa í samfélagi er dæmir konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað á kertastjaka og sápu en sýknar fjárglæpamenn sem tefla almannahag í stórhættu. Aðrir kjósa samfélag þar sem allir fá makleg málagjöld, háir sem lágir.   

 

 


Lýðræðið víkur fyrir ESB... þetta er ekki djók

Í frétt mbl.is, sem byggð er á Telegraph, segir

For­set­inn sagði að lýðræðið yrði að víkja fyr­ir regl­um evru­svæðis­ins og aðild­ar­inn­ar að því sem vörðuðu mik­il­væg­ari hags­muni.

Þá liggur það fyrir.


mbl.is Vill ekki vinstriflokka í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar á móti gagnsæi, hvetja til ábyrgðarleysis

Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar og sem slíkir eiga þeir að standa skil á gerðum sínum á opinberum vettvangi, til dæmis hvernig þeir greiða atkvæði í mikilsverðum málum á alþingi.

Píratar leggja fram tillögu um breytingar á þingsköpum þannig að þingmenn geti í skjóli nafnleysis fellt sitjandi ríkisstjórn.

Tillaga Pírata elur á ábyrgðarleysi og ógagnsæi á æðstu stöðum.

Nafnlaus óhæfuverk á alþingi er það sísta sem við þurfum á að halda.


mbl.is Vilja leynilegar kosningar um vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Juncker: ESB hnignar, glæsitíma lokið

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, segir að sambandið sé í hnignunarferli og muni ekki rétta úr kútnum í fyrirsjáanlegri framtíð.

Telegraph hefur þetta eftir Juncker sem einnig segir að glæsitímabili sambandsins sé lokið. ESB muni eiga fullt í fangi með að halda sér sem einni heild.

Pólitískir kraftar innan ESB-ríkja snúast gegn sambandinu og stór ríki eins og Bretland íhuga útgöngu.


Trump og Pútín elska múslíma

Donald Trump forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum segist elska múslíma þótt hann vilji loka moskum sem boða múslímska öfgatrú. Pútín forseti Rússlands er svo elskur að múslímum að hann sendir þúsundir manna og búnað fyrir milljarða að skakka leikinn í trúarátökum súnna og shíta í mið-austurlöndum.

Pútín tekur málstað shíta sem eru minnihlutahópur meðal múslíma þótt þeir séu meirihluti í öflugu ríki eins og Íran.

Öll þessi ást á múslímum dregur fjöður yfir þá staðreynd að innbyrðis átök múslíma snúast um túlkun á trúarsetningu. Helsti samjöfnuður við vestræna menningu er 30 ára stríðið á 17. öld þegar kaþólikkar og mótmælendur í ýmsum útgáfum drápu hvorir aðra vegna ólíks lesskilnings á heilagri ritningu.

Minni trú og meiri skynsemi er ráðlegging sögunnar til múslíma. En á meðan njóta þeir ástarjátninga Trump og Pútín, sem báðir elska múslíma, þó hvor á sína vísu.


mbl.is Trump til í að loka moskum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sterkasta vopn ESB-sinna er ónýtt

Meirihluti Íslendinga er andvígur upptöku evru. En það var einmitt evran, sem ,,stöðugur gjaldmiðill" sem var helsta áróðursvopn ESB-sinna.

Í Viðskiptablaðinu kemur fram að aðeins 7 prósent kjósenda Framsóknarflokksins vilja evru og enn minna hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins, eða 4 prósent, vill gjaldmiðil Evrópusambandsins.

Sterkasta vopn ESB-sinna er eins og málstaðurinn allur; ónýtt.

 


mbl.is Fleiri á móti evru en með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhlaupastjórnmál; Árni Páll í gönuhlaupi

Áhlaupastjórnmál er að búa til samræmda uppákomu á alþingi, fjölmiðlum og bloggheimum. Markmiðið er að teikna upp skýra mynd af tiltekinni stöðu mála og festa í minni almennings. Hugsunin að bak er að slíkar myndir ráði afstöðu fólks til stjórnmála og stjórnmálamanna.

Flest áhlaup renna út í sandinn, það liggur í hlutarins eðli. En þegar þau takast er ávinningurinn oft afgerandi. Stjórnarandstöðunni tókst í samvinnu við DV, RÚV og fleiri fjölmiðla, auk ,,valinkunnra" embættismanna, að draga upp þá mynd af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að hún væri vanhæf í embætti ráðherra.

Væntingar um árangur af áhlaupi á stjórnmálamann verða að uppfylla eitthvert lágmark til að vit sé í áhlaupinu.

Áhlaup vinstriflokkanna og Pírata á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gengur út á það að Sigmundur Davíð vilji ekki ræða verðtryggingu. Já, segi og skrifa, að forsætisráðherra vilji ekki ræða verðtryggingu.  

Með leyfi: hvaða máli skiptir hvort Sigmundur Davíð vilji ræða verðtryggingu eða ekki? Öllum almenningi stendur á sama hvort verðtrygging er rædd eða ekki og hvort forsætisráðherra taki þar til máls eður ei.

Þegar áhlaupinu lýkur með því að Árni Páll, sem enn er formaður Samfylkingar, er rassskelltur af forsætisráðherra jafn eftirminnilega og lýst er í meðfylgjandi frétt þá er augljóst að þetta var gönuhlaup. 


mbl.is „Engan áhuga á verðtryggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn: kjölfesta eða píratafrjálshyggja?

Val Sjálfstæðisflokksins stendur á milli þess að vera kjölfesta stjórnmálanna eða fitja upp á píratískum nýmælum eins og áfengi í matvörubúðir og reglulegar þjóðaratkvæðagreiðslur um stór mál og smá.

Ef efnahagsmál væru aðalmál stjórnmálanna ætti Sjálfstæðisflokkurinn að vera á fljúgandi siglingu, Framsóknarflokkur raunar líka. En eins og vinstristjórn Jóhönnu Sig. kynntist getur efnahagskerfið verið í lagi en fylgið víðs fjarri. Hrunið kenndi þjóðinni að ekki er allt gull sem glóir. Í aðdraganda hrunsins lugu hagtölur upp auðlegð sem var loftbóla. Þjóðin tortryggir og spyr hvort við búum núna við meiri festu í hagstjórn og hvort verðmætin í þjóðarbúinu séu raunveruleg eða tálsýn.

Samkvæmt nýrri mælingu er Sjálfstæðisflokkurinn með 21,7 prósent fylgi. Er ekki líklegt að fleiri en einn af hverjum fimm kjósendum óski sér stöðugleika, þar sem hægt er að horfa sæmilega bjartsýnum augum til næstu framtíðar í trausti þess að stjórnvöld kollsigli ekki efnahagskerfinu með vangá ef ekki hugmyndafræðilegri blindu?

Forysta Sjálfstæðisflokksins horfir til Pírata í leit að uppskrift að velgengni. Talað er um þjóðaratkvæðagreiðslur og áfengi í matvörubúðir. Jaðarmál af þessu tagi henta nýjum flokkum sem þykjast sprækir og sniðugir. Kjölfestuflokkur beitir sér ekki þannig. Það er ekki Sjálfstæðisflokksins að setja stjórnskipun lýðveldisins í uppnám, né heldur að tefla í tvísýnu lýðheilsu þjóðarinnar.

Upphlaupið sem varð í samfélaginu vegna skringilegrar sölu á hlutabréfum Símans sýndi hvað fólk hefur raunverulega áhyggjur af; að hér verði á ný leiddur í öndvegi klíkukapítalismi með sömu afleiðingum og síðast - hruni.

Hrunið varð á vakt Sjálfstæðisflokksins, fólk hefur ekki gleymt því. Aðdragandi hrunsins var frjálshyggjuvæðing samfélagsins þar sem allt var falt auðmönnum. Frjálshyggja með pírataívafi mun ekki gera Sjálfstæðisflokkinn að kjölfestuflokki.

Aðeins eitt getur styrkt Sjálfstæðisflokkinn til forystu: að flokkurinn sýni að hann lærði sína lexíu af útrás og hruni og engin hætta sé á að nokkuð svipað gerist á ný á vakt Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn varð stór þegar fólk treysti flokknum að vera kjölfestan í stjórnmálum. Kjölfestuflokkur er varkár og íhaldssamur. Kjölfestuflokkur talar fyrir sígildum stefnumiðum fullveldis, sjálfsbjargar og ábyrgðar.


mbl.is Ekki búist við átökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES er 10% af ESB - sem er of mikið

EES samningurinn flytur inn í íslenskan rétt einn tíunda af regluverki Evrópusambandsins. ESB-sinnar reyna iðulega að telja okkur trú um að 70 prósent regluverks ESB sé tekið upp í íslenskan rétt.

Þessi tíu prósent sem koma úr Brussel, og hafa gert um hríð, er að stórum hluta óþarfur innflutningur á regluverki.

Verkefni næstu ára er að vinda ofan af EES-samningunum.


mbl.is Tekið upp 10% regluverks ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og skítamixið sem gerir okkur ríka jafnréttisþjóð

Píratar eru enn á anal-stiginu í hagfræði; formæla krónunni sem gerir okkur að ríkri þjóð og kallar það ,,skítamix" sem dreifir kostnaði milli lífeyrisþega sem eiga fjármagn og íbúðarkaupenda sem taka lán.

Sá hluti þjóðarinnar sem fyrirlítur sjálfa sig kýs Pírata í könnun. Það er í kringum þriðjungur okkar.

Í aðdraganda kosninga afhjúpast bernska Pírata. Bernskir Íslendingar fullir sjálfshaturs eru kannski 15 prósent. Helmingur þeirra greiddi Pírötum atkvæði sitt á kjördegi.


mbl.is Píratar njóta enn mest fylgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband