Klíkukapítalismi og líf ríkisstjórnarinnar

Frjálshyggjumenn, t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, greina ţá meginástćđu fyrir hruninu 2008 ađ ţar hafi klíkukapítalismi ráđiđ ferđinni. Ţetta má kalla lágmarksskilgreiningu á hruni - ađrir vilja meina ađ fleira hafi brugđist. 

Klíkukapítalismi lýsir sér ţannig ađ fámennur hópur manna skiptir sér í nokkrar klíkur og verslar sín á milli međ eigur og gćđi í lokuđu rými spillingar. Í útrás skiptu nokkrar klíkur gćđum lands og ţjóđar á milli sín.

Ţrátt fyrir ađ sumir klíkubrćđur úr tímum útrásar fái fangelsisdóma síđustu misseri eru ekki skortur á nýjum brćđrum í nýjar klíkur. Gleymska er systir hennar grćđgi.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíđs Gunnlaugssonar fćr ekki stćrra verkefni í hendurnar en ađ koma í veg fyrir nýjan klíkukapítalisma. Stćrsta verkefniđ vegna ţess ađ ef ríkisstjórninni tekst ekki ađ koma böndum á klíkuvćđinguna eru dagar hennar taldir.

 


mbl.is Ekki svigrúm fyrir svona framgöngu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfrungahlaup auđmanna - afturábak

Auđmenn sannfćrđu sjálfa sig og međhlaupara sína á dögum útrásar ađ ţeir vćru sérstakt afbrigđi af einstaklingum og gćtu sem slíkir ekki gert neitt rangt. Samfélagiđ smitađist af stórmennsku auđmannanna.

Stjórnmálaflokkar, jafnvel ţeir sem sögu sinnar vegna ćttu ekki ađ leita í smiđju auđmanna, fengu ţá til messa á landsfundum sínum, sbr. Björgólfur Guđmundsson á landsfundi Samfylkingar.

Eftir hrun, ţegar kíkt var undir vélarhlíf auđmanna, kom á daginn ađ lög og reglur voru ţverbrotin, ađ ekki sé talađ um góđa siđi og háttu í viđskiptum. Samfélagiđ setti lögreglu og saksóknara í máliđ, líkt og siđuđ samfélög gera.

Samkvćmt réttum skilningi á lögum er í prinsippinu ađeins ein niđurstađa möguleg í hverju dómsmáli. Í málsferli auđmanna berjast lögmenn ţeirra og almannatenglar međ kjafti og klóm, innan og utan réttarsalar, fyrir sýknu. Saksóknari sćkir máliđ nćr eingöngu fyrir dómstólum. Endanlegt dómsvald er í höndum hćstaréttar Íslands.

Ţegar hćstiréttur dćmir í málum auđmanna og annarra er komin ein og sönn niđurstađa. En auđmenn una ekki niđurstöđu hćstaréttar ţegar hún er ţeim í óhag.

Ađferđ auđmanna er öfugt höfrunahlaup, ţeir reyna ekki lengur ađ skara framm úr heldur niđur úr. Ţeir vilja telja okkur trú um ađ auđmennirnir sjálfir hafi veriđ fullkomlega saklausir af útrásarglćpum. Í reynd var ţađ fólkiđ sem keypti sér flatskjái er ber ábyrgđina á öfgum útrásar.

Öfugt höfrungahlaup auđmanna slćr í gegn hjá sumum, sem telja ađ auđmenn séu saklaus fórnarlömb. Enda eru sjö ár frá hruni og margt gleymist á skemmri tíma.


Bloggfćrslur 20. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband