Við líka hugarfarið og bankarnir

Ríkið á tvo banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið mun ekki komast upp með annað en að selja þá báða - ef ríkið ætlar á annað borð að selja.

Ástæðan er sú að prinsippafstaða er tekin með sölu - og prinsipp eru ekki valkvæð. Ekki er hægt að láta þau gilda stundum og stundum ekki.

,,Við líka" hugarfarið mun gjósa upp og hópar í viðskipa- og stjórnmálalífi ota sínum tota til að fá bankana.

Skynsamlegast er að ríkið, e.t.v. í samvinnu við lífeyrissjóði, eigi til frambúðar Íslandsbanka og Landsbanka.

 


mbl.is S&P: Íslandsbanki seldur innan 2 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hitlers-orðræða í ESB-ríkjum

Orðalagið sem notað er um að gera Evrópu örugga gegn flóði flóttamanna er ,,Festung Europa". ,,Við verðum að byggja Festung Europa," segir innanríkisráðherra Austurríkis.

,,Festung Europa" - Evrópska vígið - var orðalag nasista í seinna stríði um varnir Vestur-Evrópu, sem þá var undir Hitler, gegn innrás Bandamanna frá Bretlandi.

Evrópska vígið féll á einum degi, D-daginn 6. júní 1944, með innrásinni í Normandí. Hvort austurríska innanríkisráðherranum er ljóst hve varnir samlanda hennar voru lélegar fyrir sjötíu árum er ekki aðalatriði málsins.

Hitlerísk orðræða evrópskra stjórnmálamanna um flóttamannaástandið sýnir hve örvæntingin í ESB-ríkjunum er orðin mikil. Eftir samfellda kreppu vegna evrunnar í sjö ár, sem vel að merkja er hvergi nærri leyst, er kominn vandi sem lamar innviði einstakra ESB-ríkja ásamt því að rífa í sundur kjarnasamstarf ESB um opin landamæri.

Evrópskur almenningur kann stjórnmálamönnum sínum litlar þakkir fyrir að álpast út í ESB-samstarf sem er jafn vanhugsað og raun ber vitni. Almenningur styður til valda harða menn sem taka afgerandi ákvarðanir. Fyrsti sigurinn i pólitík er alltaf orðræðan. Og sá sigur er kominn í hús.


mbl.is Vaxandi áhyggjur af Schengen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband