Hagstjórn á Íslandi loksins möguleg

Launaskrið almenna vinnumarkaðarins fer til opinberra starfsmanna sem aftur deila lífeyrisrétti sínum með almennum launþegum. Laun taki mið af útflutningsgreinum. Um það bil þetta virðist í rammasamningi aðila vinnumarkaðarins.

Gangi rammasamkomulagið fram er komin forsenda fyrir hagstjórn á Íslandi.

Vel að verki staðið, Gylfi, Þorsteinn, Elín og þið hin sem náðu þessum áfanga. Forseti lýðveldisins hefur veitt orðu af minna tilefni.


mbl.is Markar vatnaskil á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran er atvinnuleysi og eymd; krónan er atvinna og hamingja

Í tísku er að níða skóinn af krónunni. Jónas heggur í hana og Brynjar N. tekur í sama streng. Ef það væri svo að valkostur við krónuna færði auðlegð, ríkidæmi og stöðugleika mætti taka mark á orðræðunni.

Evran er talinn valkostur við krónuna. Umræðan út í heimi er á þá lund að evran rífi í sundur samfélög vegna þess að hún viðheldur atvinnuleysi, einkum meðal ungs fólks. Telegraph ræðir ömurleika evrunnar ítarlega. Welt leggur dæmið upp á svipaðan hátt.

Þeir sem óska sér evru í stað krónu biðja um atvinnuleysi og eymd, einkum og sér í lagi hjá ungu fólki.

Krónan er besti vinur unga fólksins; stuðlar að atvinnu. Krónan er slagorðið ,,stétt með stétt" holdi klædd sökum þess að hún jafnar byrðunum þegar illa árar, með því að lækka í gengi, en eykur kaupmátt allra í góðæri með því að styrkjast.

Krónan er blessun sem þjóðin getur ekki verið án.


Salek og samfélagssátt um fjármálakerfið

Ef vinna Salek-hópsins gengur upp, og það er stórt ef, myndast forsendur fyrir víðtækari þjóðarsátt en nemur skiptingu launakökunnar.

Afnám hafta og lokauppgjör föllnu bankanna skapa nýjar aðstæður í efnahagskerfinu, sem fela bæði í sér hættur og tækifæri. Stærsta hættan er sú að bankakerfið komist í hendurnar á auðmönnum sem óðara munu setja upp svikamyllu líkt og í útrás er leiddi til hrunsins 2008.

Tækifærin eru á hinn bóginn þau að hægt er að virkja launþegahreyfinguna til að axla ábyrgð með ríkinu á stöðugleika fjármálakerfisins. Lífeyrissjóðirnir myndu eignast bankana á móti ríkinu.

Það er ríkur pólitískur vilji í samfélaginu til að læra af reynslu hrunsins, þótt nýafstaðinn landsfundur öfgaauðmannaflokks hafi ekki endurspeglað þann vilja.

 


mbl.is Salek fundar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband