Opið samfélag þolir móðganir - góða fólkið ekki

Í opnu samfélagi má móðga. Ríkisvaldinu á ekki að beita til að þagga niður skoðanir sem sumum finnst miður að séu uppi. Óæskilegar skoðanir fá þá meðferð sem hæfir; sumar eru ræddar en aðrar falla í grýttan jarðveg og verða aldrei blóm.

Ef ríkisvaldið á að elta uppi skoðanir fólks er samfélagið ekki lengur opið. Það verður einhverjum lokað í dag og öðrum á morgun.

Góða fólkið gáir ekki að sér og gleymir að réttindi til sérvisku hljóta alltaf að ná fyrst til skoðanafrelsis. Án frjálsra skoðana eru öll önnur réttindi í hættu.


mbl.is „Teljum öll ummælin refsiverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-aðild er aukaatriði

Forstjóri General Electric segir aukaatriði hvort Bretland haldi sér inni í Evrópusambandinu eða kjósi að yfirgefa það. Engin hætta sé á að Bretland einangrist þótt landið velji fullveldi fram yfir Brussel-yfirvald.

Hér á Íslandi var reynt að kynda undir þeirri grillu að viðskiptalífið þyrfti á ESB-aðild að halda.

ESB-aðild er orðið að aukaatriði enda Evrópusambandið í stórfelldum vandræðum og óvíst hvort það lifi af áratuginn.


mbl.is Veran í ESB skiptir ekki máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnumarkaðurinn gerir árás á krónuna og lífskjörin

Vinnumarkaðurinn á Íslandi skipuleggur efnahagsglæp. Það liggur fyrir eftir þriggja ára vinnu SALEKS-hópsins hjá ríkissáttasemjara. Samtök atvinnurekenda, ASÍ-félögin og opinberir starfsmenn lýsa því formlega yfir að ekki sé hægt að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi.

Hagfræðingar SALEKS-hópsins skrifa minnisblað þar sem segir

Í sam­eig­in­legu minn­is­blaði til SALEK-hóps­ins  segja þeir að ef ekki verði brugðist við muni verðbólga vaxa, vext­ir hækka og gengi krón­unn­ar falla.

Vinnumarkaðurinn ætlar sér meðvitað og yfirvegað að gera árás á krónuna og skerða lífskjör almennings. Yfirvofandi árás er fáheyrður efnahagsglæpur. Þeir sem bera ábyrgð á skipulagningu og útfærslu glæpsins hljóta að svara til saka.


mbl.is Slitnaði upp úr viðræðum SALEKS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband