Vinstri grænir: ESB-flokkur eða ekki?

Meirihluti þingflokks Vinstri grænna studdi ESB-umsókn Samfylkingar 16. júlí 2009. Katrín Jakobsdóttir var ein þriggja þingmanna Vg sem studdi umsóknina þótt hún í orði kveðnu segðist mótfallin aðild.

Eftir 16. júlí 2009 var Vg orðinn ESB-flokkur, þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu við aðild. Í kosningunum vorið 2013 hafði Vg þá stefnu að semja skyldi við ESB um aðild.

Á landsfundi Vg hlýtur flokkurinn að segja af eða á. Hálfvelgja í afstöðunni til aðildar að ESB er óboðleg kjósendum.


mbl.is Landsfundur VG síðar í mánuðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmur rekstur yrði verri með auknu skattfé

Sum sveitarfélög eru illa rekin og einhver þeirra skelfilega, t.d. Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Reykjavík.

Sveitarfélög verða að ná tökum á rekstrinum, skera niður og hagræða.

Ríkið á ekki að verðlauna rekstrarskussa með auknu skattfé. Vont yrði verra með slíkum ráðstöfnunum.

 


mbl.is Sakar sveitarstjórnir um ábyrgðarleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er alþjóðleg fyrirmynd í hagstjórn

Ísland sparar, greiðir niður skuldir og er með heilbrigða vexti. Núllvextir margra seðlabanka eru ófær leið til hagsældar, segir yfirmaður OECD á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. 

Með eigin gjaldmiðil gátu Íslendingar spyrnt sig hratt frá kreppunni. Aðrar þjóðir fóru þá leið að lækka vexti til að hleypa lífi í hagkerfið. Núllvextir og peninaprentun leiddu til stóraukins ójöfnuðar enda nýttu fyrirtæki og eignafólk sér lága vexti til eignaauka.

Angel Gurria yfirmaður OECD varar núllvaxtaþjóðir við stöðunni; það gengur ekki að peningaprenta sig úr kreppu.

 


mbl.is AGS staðfestir endurgreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland hf. og samræmd launastefna

Allar forsendur eru til að samræmd launastefna ríki hér á landi, sem hvorttveggja gildi um almenna markaðinn og þann opinbera.

Líkur eru á að samræmd launastefna þvingi laun í átt að miðgildi, sem væri í takti og tóni við íslenskar jafnræðishugmyndir sem rótfastar eru með þjóðinni. Hrunið kenndi okkur að ríkidæmi fárra er ekki sjálfbært efnahagsmódel.

Þegar búið að er stilla af launastefnuna eru lífeyrismál aðeins útfærsluatriði. Lífeyrir er aðeins prósenta af laununum.


mbl.is Slitnaði vegna lífeyrismála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband