Bandaríkin og Rússland hóta að kljúfa Sýrland

Pútin forseti ákvað að styrkja Assad Sýrlandsforseta í baráttunni gegn uppreisnarmönnum, sem að hluta til eru á snærum vesturveldanna. Mest fer fyrir fréttum af rússneskum loftárásum en Reuters staðfesti fyrir hálfum öðrum mánuði að rússneskir hermenn berjist á jörðu niðri við hlið hermanna Sýrlandsstjórnar.

Viðbrögð vestrænna ríkja voru að spá Rússum afgönsku afhroði í Sýrlandi. Ef slíkir spádómar væru á rökum reistir myndu vesturveldin halda að sér höndum og leyfa Rússum að sökkva í kviksyndið.

Ákvörðun Bandaríkjanna að senda sérsveitir til Sýrlands er tekin vegna þess að Rússum hefur orðið ágengt. Bandaríkjamenn óttast að Rússar munu deila og drottna yfir Sýrlandi, fari fram sem horfir.

Bandarísku sérsveitirnar verða með bækistöðvar á svæði sem Kúrdar stjórna, samkvæmt New York Times. Í því felst pólitísk stuðningsyfirlýsing við málstað Kúrda sem vilja stofna ríki úr Kúrdahéruðum í Sýrlandi, Írak, íran og Tyrklandi.

Tyrkir eru sjálfsagt ekki hrifnir af stuðningi Bandaríkjanna við Kúrda enda löng saga tortryggni á milli Kúrda og Tyrkja með vopnuðum átökum. Tyrkir eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þessum heimshluta.

Sýrlandsdeilan er bæði fjölþjóðleg og margra þátta. Meiri líkur en minni eru á því að hún dragist á langinn.


mbl.is Sérsveitarmenn sendir til Sýrlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

100% einkabankar keyrðu Ísland í gjaldþrot

Samtök afneitara hrunsins, í daglegu tali kallaðir Samtök atvinnulífsins, telja óæskilegt að ríkið eigi 70 prósent í bankakerfinu.

SA vilja að einkaframtakið fái bankana.

Síðast þegar einkaframtakið átti bankaferfið fórum við á hausinn - hrunárið 2008.

Viðurkenndur mælikvarði á heimsku er að endurtaka mistök en búast við annarri og betri niðurstöðu.


mbl.is Ríkið með 70% hlut á bankamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfalt staðgenglastríð í Sýrlandi

Á dögum kalda stríðsins var talað um staðgenglastríð þegar skjólstæðingar risaveldanna, Bandaríkjanna/Vestur-Evrópu og Sovétríkjanna/Kína, stríddu fjarri vesturlöndum. Kóreustríðið var þannig stríð og líka Sex daga stríðið og Víetnamstríðið.

Í Sýrlandi geisar tvöfalt staðgenglastríð. Í einn stað takast á Bandaríkin og Rússland, í annan stað Sádi-Arabar/súnní múslímar og Íran/shíta múslímar.

Engar líkur eru á friði fyrr en stríðsþreyta sest inn í ábyrgðaraðila stríðsins í Sýrlandi. Og hvergi meðal þeirra verður vart við stríðsþreytu enda meiri hagsmunir í húfi en eitt stykki Sýrland.

Stríðið mun halda áfram í fyrirsjáanlegri framtíð með ómældum hörmungum fyrir almenning.


mbl.is Allra augu beinast að Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband