Ríkisstjórnin sýni aðhald og fordæmi

Kjarasamningar síðustu missera voru afleiðing af tveim ánægjulegum þáttum í hagkerfinu. Í fyrsta lagi var kreppan kvödd með þeim langa skugga sem hún varpaði yfir á atvinnulífið, að ekki sé talað um þjóðlífið almennt.

Í öðru lagi vann ríkisstjórnin stórsigur gagnvart kröfuhöfum þrotabúa föllnu bankanna og setti saman áætlun sem losar Ísland undan snjóhengjunni, sem svo var nefnd, og átti að falla með miklum þunga á efnahagskerfið.

Þenslan sem bjartsýni síðustu missera leiddi af sér verður að ná stjórn á. Ríkisstjórnin þarf að sýna aðhald og halda að sér höndum í eyðslu. Vextir verða að hækka til að hemja framkvæmdagleðina, - svo hún endi ekki með timburmönnum verðbólgu.

 


mbl.is Þenslueinkenni þegar sýnileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökvillur Gylfa ASÍ-forseta

Fæstir félagsmenn ASÍ-verkalýðsfélaga eru í vinnu hjá ríki og sveitarfélögum. Stór hluti ASÍ-launamanna starfar í fyrirtækjum þar sem lífeyrissjóðir verkalýðshreyfingarinnar eru með ráðandi hlut.

Þegar Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ber saman kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum og þeim opinbera leggur hann að jöfnu appelsínur og epli. Kjarasamningar á almenna markaðnum eru um lágmarkskaup á meðan opinberir starfsmenn semja um rauntaxta. Lágmarkskaup á almennum markaði er iðulega yfirborgað einkum á tímum lítils atvinnuleysis eins og nú er.

Ef Gylfi forseti meinti eitthvað með orðræðunni að ,,jafna hlut" ASÍ-félaga gæti hann byrjað á því að beita sér fyrir gegnsæju launabókhaldi fyrirtækja í eigu lífeyrissjóðanna.

Á meðan ASÍ jafnar ekki launakerfið á heimavelli eru ómerk orð forseta ASÍ um samjöfnuð við opinbera starfsmenn.


mbl.is Ný, óvænt og alvarleg staða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband