Vigdís verður skotmark - enn og aftur

Vinsæl tómstundaiðja góða fólksins er að taka fyrir Vigdísi Hauksdóttur þingmann Framsóknarflokksins og gera úr henni pólitíska grýlu til að kveikja síðan í.

Í þessari umferð byrjuðu tveir fyrrverandi þingmenn að safna spreki í bálköst Vigdísar. Starfandi þingmenn fá blóð á tönn og heimta fleiri spýtur.

Tilefnið núna er að Vigdís þykir full rösk að verja almannafé fyrir ágangi heilbrigðiskerfisins. Ef Vigdís stæði ekki vaktina færu fjármál ríkisins til andskotans. En góða fólkinu finnst það allt í lagi. Eins lengi og það fær einhvern til að brenna á báli er góða fólkinu nokk sama.

 


mbl.is Mótmæla framgöngu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Birgitta, Þóra og lýðræði góða fólksins

Lýðræðið er ekki fyrir karla á áttræðisaldri, segir Þóra Tómasdóttir. Forseti Íslands getur ekki talað í nafni lýðræðis, þótt hann sé eini einstaklingurinn sem fær beina kosningu þjóðarinnar, segir Birgitta Jónsdóttir.

Lýðræði góða fólksins nær aðeins til þeirra sem eru með réttar skoðanir.

 


Sighvatur gerist skósveinn Ólafs Ragnars

Fyrrum ráðherra og formaður Alþýðuflokksins skrifar grein í miðopnu Morgunblaðsins í dag til varnar forseta Íslands. Er orðið ekki frjálst forsetnaum? skrifar Sighvatur Björgvinsson. Í greininni sendir Sighvatur góða fólkinu þessa pillu:

Oft hefi ég verið ósammála forseta vorum, stundum mjög ósammála, en þó svo hafi verið hefi ég aldrei krafist þess að hann þegði um sínar skoðanir.

Sighvatur tekur undir varnaðarorð forsetans um þann háska sem stafar af herskáum múslímum en þar er sádí-arabískur wahabismi í sérflokki.

Góða fólkið kallar þá skósveina sem taka undir varnaðarorð forsetans. Skósveinaflokkurinn styrkist jafnt og þétt. Smáfylking góða fólksins gerir það sem hún kann best, - að minnka.


Vestræna mótsögnin í ríkjum múslíma

Vestrænar þjóðir geta illa stutt harðstjóra til valda, t.d. Assad Sýrlandsforseta, og vilja fremur steypta þeim af stóli, samanber Hussein forseta Íraks.

En þegar harðstjórar veikjast, eins og Assad í Sýrlandi, eða missa völdin, líkt og Hussein í Írak, er djúpt á lýðræðisöflum sem geta axlað þá ábyrgð að fara með yfirvaldið. Lýðræðismenning er einfaldlega varla til í múslímaríkjum araba.

Uppgangur Ríkis íslam er bein afleiðing af valdatapi harðstjóra. Hvernig sem á allt er litið er flest skárra en Ríki íslams.

Vesturlönd verða að taka skásta kostinn af nokkrum vondum í málefnum mið-austurlanda.


mbl.is Yfir 3.500 teknir af lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáfylking gegn forseta

Þekktir vinstrimenn stofna til samtaka gegn forseta Íslands og endurkjöri hans. Fegurðarsamkeppni er haldin fyrir álitlega frambjóðendur af vinstri kanti stjórnmálanna. Upp úr hattinum kemur nafn sjónvarpskonu úr RÚV, vitanlega.

Sagt er frá smáfylkingunni gegn forseta í Viðskiptablaðinu 4. mars 2012 og birtir listi nafna sem óska sér annars forseta en þess sem bjargaði okkur frá Icesave og stjórnskipulegu uppnámi.

Þjóðin fylkti sér bakvið forsetann fyrir fjórum árum og hlaut hann örygga kosningu þrátt fyrir að skipulega var unnið gegn honum.

Icesave er að baki en áfram er sótt að stjórnarskránni. Í pólitísku umróti er oft skortur á staðfestu. Með Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum er trygg staðfesta í æðstu stjórn landsins. Og það er nokkurs virði.


Skósveinar Ólafs Ragnars víða í Evrópu

Skósveinaflokkur Ólafs Ragnars Grímssonar, sem varar við uppgangi öfgamúslíma, er með fulltrúa í borgaralegu pressunni í Svíþjóð og Danmörku og í þingflokki Græningja í Þýskalandi.

Cem Özdemir, einn þekktasti þingmaður Græningja í Þýskalandi, segir hreint út að hann vilji ekki að Sádi-Arabar byggi moskur í Þýskalandi Özdemir er múslími og tekur eftir undanhaldi hófsamra múslíma vegna ágangs þeirra herskáu.

Í Svíþjóð skrifar Ivar Arpi um uppgang herskárra múslíma í Svenska Dagblandet og vitnar í nokkur dæmi um undanhald hófsamra múslíma.

Berlingske í Danmörku segir af innrætingarstefnu Ríkis íslam sem miðar að treysta hryðjuverkamenn í trúinni að þeir vinni þarft verk í þágu spámannsins með drápum á ,,vantrúuðum". Í BT er frétt með heimild í þýsku leyniþjónustunni þess efnis að hryðjuverkamenn komi sem flóttamenn til Evrópu.

Aðeins á Íslandi eru þeir kallaðir talsmenn sundrungar sem vara við uppgangi herskárra múslíma.


ESB, þúsund ára ríkið og lýðræði

Þúsund ára ríki Rómar hrundi á tímum þjóðflutninga, þegar germanskar þjóðir flæddu úr norðri og vestri til Suður-Evrópu. Rómverjar reyndu að stemma stigu við germanska áhlaupinu með bandalagi við sumar þjóðflutningaþjóðir - til að verjast öðrum.

Allt frá lýðveldisdögum Rómar var ríkisborgararéttur verðmæt gæði sem veittur var í skiptum fyrir tryggð og hollustu. Þeir flóttamenn sem koma til ESB-ríkja í dag fá ekki sam-evrópskan ríkisborgararétt heldur þýskan, franskan, sænskan og svo framvegis, - eftir viðtökulandi flóttamannanna.

Schengen-samstarfið leyfir flóttamönnum að ferðast á milli ESB-landa (Íslands líka en við aðilar að Schengen). Hryðjuverkamennirnir í París nýttu sér ferðafrelsið og áttu í samskiptum við félaga sína í Þýskalandi, segir Spiegel. Um tryggð og hollustu við megingildi ESB þarf ekki að ræða þegar múslímar eiga í hlut. Múslímsk menning gerir ekki mikið með jafnrétti, umburðalyndi og mannréttindi.

Þrátt fyrir táknræna stórmennsku ESB býr sambandið ekki yfir innviðum til að halda samfélagi gangandi. Þjóðríkin sjá um menntun, heilsugæslu, lögreglu og landvarnir þótt ESB njóti sameiginlegra landamæra og gjaldmiðils. 

Til að mæta álaginu, sem flóttamönnum fyrir, verður ESB að koma sér upp sameiginlegum her og lögreglu, segir Hans-Werner Sinn, einn þekktasti evru-gagnrýnandinn í Þýskalandi. Sinn veltir fyrir sér hvort Ríki íslams muni gera ESB að sambandsríki.

Rauður þráður í pólitískri hugsun sterkra afla í Evrópu er að álfan þurfi miðstýringu til að halda friðinn innbyrðis. Bretland var togað inn í ESB á þessum forsendum.

Rómverjum tókst að halda saman ríki í þúsund ár. Seinni tilraun Evrópu til þúsund ára ríkis er kennd við austurrískan liðþjálfa í bæverska hernum, Adolf Hitler. Ríki hans stóð í tólf ár.

Lýðræðið er evrópskt fyrirbæri þróað síðustu tvær aldir. Rómverjar þekktu lítt til þess og Hitler fyrirleit það. Til að lýðræðið sé starfhæft þarf sameiginlegt tungumál og það finnst ekki í ESB. Ef ESB ætlar að halda velli mun það verða á kostnað lýðræðisins.

 

 


mbl.is Óttast að ESB falli eins og Rómarveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skósveinaflokkurinn og sósíalíska Ísland

Strax eftir hrun stóð til að breyta lýðveldinu í sósíalískt ríki þar sem helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur, skyldi þjóðnýttur; stjórnskipun landsins átti að stokka upp með nýrri stjórnarskrá og síðast en ekki síst átti að gera Ísland að hjálendu ESB.

Fyrsta skrefið í átt að sósíalisma var kosningasigur Samfylkingar og Vinstri grænna 2009. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sat stjórnarráðið hrein vinstristjórn. Dagskipum stjórnarflokkanna var að auka á óeirð í samfélaginu til að lama mótstöðu gegn róttækum breytingum. Þjóðfélagshópum var att saman, t.d. landsbyggð gegn þéttbýli.

Handvömm, t.d. í Icesave-málinu, ofríki í stjórnarskrármálin og falskar vonir tengdar ESB-umsókn drógu máttinn úr vinstristjórninni. Við kosningarnar 2013 afgreiddi þjóðin vinstriflokkanna út í horn; Samfylking fékk 12,9% fylgi og Vg 10,9%.

Ólafur Ragnar Grímsson var skotspónn vinstrimanna eftir að hann tók forystu í Icesave-málinu og leiddi það til farsælla lykta í óþökk ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Vinstrimenn efndu til framboðs gegn Ólafi árið 2012 en höfðu ekki árangur sem erfiði.

Annar áhrifamaður íslenskra stjórnmála síðustu áratugi, Davíð Oddsson, var hataðisti andstæðingur Samfylkingar frá aldamótum. Sannfæring forystu Samfylkingar var að Davíð stæði gegn því markmiði að Samfylkingin yrði Sjálfstæðisflokknum sterkari. Davíð kom beint að stofnun Heimssýnar á sínum tíma, útvegði húsnæði fyrir undirbúningsfundi, og leiddi menn saman þvert á pólitíska flokka. Heimssýn var miðstöð andstöðunnar gegn aðild Íslands að ESB.

Egill Helgason, kunnur álitsgjafi vinstrimanna, bölsótast yfir því að Ólafur Ragnar nýtur slíkra vinsælda að þjóðin vill ekki sleppa honum úr embætti forseta Íslands. Egill kallar Davíð skósvein Ólafs Ragnars.

Bæði Ólafur Ragnar og Davíð, sem ritstjóri Morgunblaðsins, voru mikilvægir í átökum um framtíð Íslands á tímum vinstristjórnarinnar, 2009-2013. Báðir voru þeir skósveinar fullveldisins þegar vinstiflokkarnir stefndu að kollsteypu þess.

Kjöftugum ratast stundum satt orð í munn. Um skósveinaflokkinn segir Egill að hann sé,,einhver öflugasta pólitíska hreyfing Íslands." Engin ástæða er til að andmæla þeirri fullyrðingu.


Þjóðsöngur vinstrimanna

Ísland tæmist af fólki, einkum ungu fólki kyrjuðu vinstrimenn á alþingi og bloggi fyrir skemmstu. Hagstofan tók saman hreyfingu Íslendinga milli landa árin 1986 til 2014 og

komst að þeirri niðurstöðu að aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár.

Tilbúningurinn um að landið sé að tæmast er enn ein útgáfan um ,,ónýta Ísland" en það stef er löngu orðið þjóðsöngur vinstrimanna.


Gunnar Bragi verður að svara

Utanríkisráðherra fer með pólitísk samskipti Íslands við Evrópusambandið. Þegar sendiherra ESB fullyrðir að stefna Íslands gagnvart ESB sé önnur en íslensk stjórnvöld hafa markað þá verður Grunnar Bragi utanríkisráðherra að svara.

Sendiherra ESB segir að ESB-umsókn Samfylkingar og VG frá 16. júlí 2009 sé í gildi þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi sagst afturkalla umsóknina.

Gunnar Bragi getur ekki látið átölulaust að sendiherra ESB móti utanríkisstefnu Íslands.


mbl.is „Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband