Áhlaupastjórnmál; Árni Páll í gönuhlaupi

Áhlaupastjórnmál er að búa til samræmda uppákomu á alþingi, fjölmiðlum og bloggheimum. Markmiðið er að teikna upp skýra mynd af tiltekinni stöðu mála og festa í minni almennings. Hugsunin að bak er að slíkar myndir ráði afstöðu fólks til stjórnmála og stjórnmálamanna.

Flest áhlaup renna út í sandinn, það liggur í hlutarins eðli. En þegar þau takast er ávinningurinn oft afgerandi. Stjórnarandstöðunni tókst í samvinnu við DV, RÚV og fleiri fjölmiðla, auk ,,valinkunnra" embættismanna, að draga upp þá mynd af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að hún væri vanhæf í embætti ráðherra.

Væntingar um árangur af áhlaupi á stjórnmálamann verða að uppfylla eitthvert lágmark til að vit sé í áhlaupinu.

Áhlaup vinstriflokkanna og Pírata á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gengur út á það að Sigmundur Davíð vilji ekki ræða verðtryggingu. Já, segi og skrifa, að forsætisráðherra vilji ekki ræða verðtryggingu.  

Með leyfi: hvaða máli skiptir hvort Sigmundur Davíð vilji ræða verðtryggingu eða ekki? Öllum almenningi stendur á sama hvort verðtrygging er rædd eða ekki og hvort forsætisráðherra taki þar til máls eður ei.

Þegar áhlaupinu lýkur með því að Árni Páll, sem enn er formaður Samfylkingar, er rassskelltur af forsætisráðherra jafn eftirminnilega og lýst er í meðfylgjandi frétt þá er augljóst að þetta var gönuhlaup. 


mbl.is „Engan áhuga á verðtryggingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Almenningi stendur EKKI á sama hvort afnám verðtryggingar sé rætt í þinginu. 80% almennings vill afnám verðtryggingar og hvort sem er forsætisráðherra eða fjármálaráðherra, skulda þeir báðir skýringar á töfunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2015 kl. 16:31

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

"á töfunum"

? er ekki m´álið í vinnslu ?

Varla ætlast fólk að þetta sé hespað af í flýti. Er ekki mitt kjörtímabil ?

Birgir Örn Guðjónsson, 22.10.2015 kl. 22:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það þarf enga frekari vinnslu.

Bara leggja fram frumvarp, og drög að því eru til.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2015 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband