EES minna en 10% af ESB-aðild

Ísland, Noregur og Lichtenstein eiga aðild að EES-samningunum við Evrópusambandið, sem glímir við tilvistarvanda og á sér tæplega viðreisnar von. Tilraunir til að láta svo líta út að við séum þegar búin að taka stærstan hluta regluverks ESB inn í okkar löggjöf með EES-samningnum standast ekki skoðun.

Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál. A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

Upplýsingarnar eru sóttar úr gagnabönkum og gefa raunsanna mynd af hlutfalli ESB löggjörninga sem teknir eru upp í EES-samningnum.

Ef EES-samningnum yrði sagt upp myndu sjálfkrafa taka gildi fríverslunarsamningar sem voru í gildi áður en EES-samningurinn var gerður, sbr. 120. grein samningsins.

Við getum róleg sagt upp EES-samningnum og kvatt Evrópusambandið áður en það sekkur undan eigin þunga.


mbl.is Varar við keðjuverkun á evrusvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Kunningi minn einn sem er opinber embættismaður og vinnur mikið í samskiptum við ESB ríki sagði mér það að kollegar hans í útlöndum kölluðu EES samninginn "allt fyrir ekkert"

Hreinn Sigurðsson, 18.1.2012 kl. 17:42

2 Smámynd: Einar Guðjónsson

Án ESB aðildar þá fjarar enn meir undan okkur en orðið er.Ekki gefið að fríverslunarsamningar taki gildi.

Einar Guðjónsson, 18.1.2012 kl. 18:10

3 identicon

Það að ganga í ESB er eins og að giftast gamalli kellingu til fjár.

...Nema að kellingin á ekkert nema reikninga.

Sniðugt?  Skemmtilegt? Spennandi?  

Nei.

jonasgeir (IP-tala skráð) 18.1.2012 kl. 18:15

4 Smámynd: Sólbjörg

Góður Jónas!!

Svipað og kjósa Jóhönnu til að vænka hag alþýðunnar.

Sólbjörg, 18.1.2012 kl. 20:29

5 Smámynd: Ómar Gíslason

Skiptir EES samningurinn nokkuð máli fyrir okkur ef við höfum EFTA samning? Er hér bara góður hræðsluáróður til að geta stjórnað minni löndum. Sem dæmi er ekkert minna frjálst flæði fjármagns á milli Íslands og Bandaríkjanna og Íslands og esb. Við þurfum að endurskoða þennan EES samning með það að tilliti hvort við í raun þurfum að vera með hann?

Ísland er búið að hámarka sölu á esb svæðinu, við eigum að fara þar sem tækifærin eru og vaxtasprotinn er í Asíu og Ameríku en ekki í esb.

Ómar Gíslason, 18.1.2012 kl. 23:08

6 identicon

"EES-samningurinn er efnahagslega lífsnauðsynlegur en er augljóslega brot á stjórnarskránni, segir Jón Baldvin Hannibalsson." Þannig hefst frétt á ruv.is um viðtal í Spegli dagsins. Hægt er að spila það hér: http://www.ruv.is/frett/innlent/naudsynlegt-stjornarskrarbrot

Röksemdir Jóns Baldvins fyrir því, að hann hafi ekki frá upphafi átt að gera sér grein fyrir því, að þetta skilgetna barn hans var ólögmætt, eru eitt aumasta píp, sem ég hef heyrt. Sumum þingmönnum var það strax ljóst. Og það er heldur langt gengið að fullyrða, að samningurinn sé lífsnauðsynlegur, því að á Íslandi hefur enginn hlutlaus aðili staðfest eða yfirleitt athugað reynsluna af honum, til dæmis með samanburði við fyrri samninga. Jón Baldvin lýkur máli sínu á að tala fyrir munn ESB, að ekkert annað komi til greina en óbreytt EES eða full aðild, sem er með öllu óstaðfest. Íslendingar hafa komizt þokkalaga af við nógu margar ESB-þjóðir til að geta vakið máls á öðru vísi samningum, án þess að taka þann afhjúpaða Jón Baldvin eða jafnvel sjálf möppudýrin í Brussel trúanleg.

Svei þessum krötum alla daga, hvar í flokki sem þeir standa. 

Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 00:24

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það var nauðsynegt að gerast aðili að EES. það var líka óhjákvæmileg þróun. EES er uþb 80% aðild að EU. 100% aðild þýðir bara að Ísland færi sæti við borðið með siðmentuðum þjóðum og hefur rödd við setningu laga og regluverks. Allt og sumt. Breitingin felst í að Landið hverfur frá því að vera þögull viðtakandi eins og nú er og verður þjóð meðal þjóða. Fullorðnast og mannast eitthvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.1.2012 kl. 00:34

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ísland færi sæti við borðið með siðmentuðum þjóðum

Þufa ekki Íslendingar fyrst að siðmenntast til að setjast við slíkt borð?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2012 kl. 02:51

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það sem er nauðsynlegast er að hremma þjófa meðal þjófa,fara svo að auðga samkenndina og njóta frelsisins,með alla auðlegðina í túnfætinum.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2012 kl. 02:55

10 Smámynd: Ómar Gíslason

Öll þessi lög sem esb er með og er 8% af ees samningi, hverjum þjónar þau? Eru þau ekki bara að þjóna Þýskalandi og Frakklandi! Er hér ekki bara enn eitt keisaradæmið að verða til. Sem dæmi um það að þessi tvö lönd máttu vera með meiri halla en hin löndin (löndin með evruna).

Ómar Gíslason, 19.1.2012 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband