ASÍ, menntun og kvennastéttir

Flest er skynsamlegt sem kemur frá ASí í frétt af formannafundi þar sem tekin er ábyrg afstaða til kjarasamninga. Í frétt ASÍ segir um jafnræði á vinnumarkaði

...jafna líf­eyr­is­rétt­indi milli al­menna og op­in­bera vinnu­markaðar­ins, tryggja meira jafn­ræði varðandi áhrif launa­skriðs og jafna kyn­bund­inn launamun á vinnu­markaði. Þá verða all­ir hóp­ar að axla ábyrgð á breytt­um vinnu­brögðum. Þannig get­um við í sam­ein­ingu náð há­marks­ár­angri við að byggja upp kaup­mátt og efla lífs­kjör til lengri tíma litið.

Allt er þetta rétt hjá ASÍ. Eitt lítilræði gleymdist þó: menntun og hvernig hún skuli metin til launa.

Konur eru óðum að yfirtaka karla á sviði menntunar. Starfsstéttir með langskólanám eru t.d. kennarar og hjúkrunarfræðingar: í báðum tilvikum eru konur í meirihluta. Sama gildir um aðra hópa háskólafólks. Með því að meta ekki menntun til launa laumast ASÍ bakdyramegin inn í feðraveldið sem vill ekki leyfa konum að njóta í launum færni sem þær öðlast með háskólanámi.

Til að ,,jafna kynbundinn launamun á vinnumarkaði", eins og ASÍ segist vilja, verður að meta menntun til launa.


mbl.is Þróað verði íslenskt samningalíkan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samhjálp til fátæktar; jafnræði til auðlegðar

Samhjálp sem gengur út á að ala upp í fólki aumingjahátt; að þiggja sem mest en leggja sem minnst af mörkum er samhjálp til fátæktar, bæði efnislegrar og andlegrar.

Vinstriflokkarnir íslensku eru fátæktarflokkar í þessum skilningi.

Jafnræði sem gengur út á samfélag sjálfbjarga einstaklinga er nota ríkisvaldið í þágu almannahags er samfélag auðlegðar.

Spurningin er hvaða stjórnmálaflokkar tala fyrir jafnræðinu, sem einu sinni var túlkað með orðalaginu ,,stétt með stétt."


mbl.is Á leið af braut samhjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn reddar Birnu

Ef ríkið fær Íslandsbanka, vegna uppgjörs föllnu bankanna, munu laun bankastjórans, Birnu Einarsdóttur, lækka. Núna er Birna með tvöfalt hærri laun en Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbanka, sem er í eigu ríkisins.

Steinþór fellur þó varla úr hori, með 1,7 milljónir á mánuði.

Sjálfstæðisflokkur ríka fólksins boðar að Íslandsbanki fari óðara til einkaaðila enda ótækt að bankar séu í samfélagseigu þegar einkaframtakið vill feitan gölt að flá.

Á meðan launafólk gerir sáttmála um hófleg laun er taki mið af stöðu útflutningsgreina boðar Sjálfstæðisflokkurinn nýgræðgisvæðingu auðmanna þar sem laun miðast við hugmyndafræði en ekki efnahagslegan veruleika.

Sjálfstæðisflokkurinn er algerlega úr takti við þjóðlífið. En Birna Einarsdóttir mun ábyggilega greiða flokknum atkvæði sitt.


mbl.is Laun Birnu gætu lækkað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband