EES er 10% af ESB - sem er of mikið

EES samningurinn flytur inn í íslenskan rétt einn tíunda af regluverki Evrópusambandsins. ESB-sinnar reyna iðulega að telja okkur trú um að 70 prósent regluverks ESB sé tekið upp í íslenskan rétt.

Þessi tíu prósent sem koma úr Brussel, og hafa gert um hríð, er að stórum hluta óþarfur innflutningur á regluverki.

Verkefni næstu ára er að vinda ofan af EES-samningunum.


mbl.is Tekið upp 10% regluverks ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og skítamixið sem gerir okkur ríka jafnréttisþjóð

Píratar eru enn á anal-stiginu í hagfræði; formæla krónunni sem gerir okkur að ríkri þjóð og kallar það ,,skítamix" sem dreifir kostnaði milli lífeyrisþega sem eiga fjármagn og íbúðarkaupenda sem taka lán.

Sá hluti þjóðarinnar sem fyrirlítur sjálfa sig kýs Pírata í könnun. Það er í kringum þriðjungur okkar.

Í aðdraganda kosninga afhjúpast bernska Pírata. Bernskir Íslendingar fullir sjálfshaturs eru kannski 15 prósent. Helmingur þeirra greiddi Pírötum atkvæði sitt á kjördegi.


mbl.is Píratar njóta enn mest fylgis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir

Þrír aðilar gætu orðið eigendur að Íslandsbanka: ríkið, auðmenn eða lífeyrissjóðir. Við höfum nýfengna reynslu af því að íslenskir auðmenn eru spilltir inn að beini og setja banka á hausinn.

Þá eru eftir tveir aðilar. Lífeyrissjóðir eru félagslega byggðir upp en engu að síður lokaður klúbbur, m.a. til að hindra að kverúlantar nái tökum á fjármagni launafólks. Lokaður klúbbur lífeyrissjóða ber spillinguna í sér, samanber hversu illa þeim tókst til við að hreinsa sig af óþverra útrásarinnar þegar lífeyrissjóðir voru meðhlauparar útrásarauðmanna.

Ríkið býr við lýðræðislegt aðhald. Með faglegu aðhaldi seðlabanka eru tveir ríkisbankar, Íslandsbanki og Landsbanki, skásti kosturinn.


mbl.is Sameining kemur til álita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband