Stórveldi smíða ekki (lengur) ný ríki

Bandaríkin ætluðu að setja saman ný ríki í Afganistan og Írak og fengu til þess aðstoð frá Bretum og ýmsum öðrum þjóðum líka, t.d. Íslendingum.

Fyrirmynd Bandaríkjanna var frá 19. öld þegar nýlenduveldi bjuggu til ný ríki í þriðja heiminum, svona meira og minna eftir hentugleikum.

Reynslan af Afganistan og Írak segir að stórveldi samtímans eru ekki í færum að setja saman ný ríki þótt herstyrkurinn sé fyrir hendi. Eitt er að steypa harðstjóra af stóli en allt annað að búa í haginn fyrir nýja stjórnskipun.


mbl.is Tengsl á milli Íraksinnrásar og ISIS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðjan brotnar í Sjálfstæðisflokknum

Eltingarleikur við píratapólitík; s.s. lögleiðingu fíkniefna annars vegar og hins vegar öfgafrjálshyggju, eins og að selja áfengi í matvörubúðum og setja banka í hendur ógæfumanna, þýðir að miðjan er brotin í Sjálfstæðisflokknum.

Venjulegt fólk með hversdagslegar skoðanir á lífinu og tilverunni verður að leita annað en til Sjálfstæðisflokksins eftir orðræðu sem rímar við varkára og íhaldssama heimsmynd.

Framsóknarflokkurinn hagnast mest á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2015.


mbl.is 89% breytinga ungra sjálfstæðismanna samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband